Innlent

Grunaður morðingi lagður inn á Sogn

Maðurinn er grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana.
Maðurinn er grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana.
Maður á þrítugsaldri, sem er í haldi grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana fyrr í þessum mánuði, hefur verið lagður inn á réttargeðdeildina á Sogni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn ók upp að Landspítalanum í Fossvogi og vísaði starfsfólki spítalans á lík barnsmóður sinnar sem var í farangursgeymslu bílsins. Hann var handtekinn í kjölfarið og úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Maðurinn, sem er 25 ára gamall, virðist hafa orðið barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk, þaðan ók hann svo með lík hennar upp á spítala. Hann hefur ekki játað að hafa myrt hana og ber við minnisleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×