Kallar eftir harðara eftirliti 31. maí 2011 03:30 Velferðarráðherra boðar aðgerðir til að herða á eftirliti með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja. Fréttablaðið/HAri Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir nauðsynlegt að læknar geti sótt upplýsingar úr lyfjagagnagrunni til að sporna gegn misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og hyggst funda um efnið með fulltrúum frá Persónuvernd í dag. Guðbjartur átti fund með Landlækni og Barnaverndarstofu í gær og var þar farið yfir næstu skref í málinu. „Við fórum yfir þá ferla sem eru í kringum lyfjaávísanir og vorum sammála um að herða þurfi á eftirfylgni þar," sagði Guðbjartur í samtali við Fréttablaðið. Mikil umræða hefur spunnist um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hér á landi í kjölfar umfjöllunar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Kastljósi á RÚV. Þar var varpað ljósi á hið mikla magn af læknalyfjum sem gengur kaupum og sölum í undirheimum, en dæmi var um einstakling sem fékk 24.000 töflur áskrifaðar í gegnum lækni á þriggja ára tímabili. Guðbjartur segir lykilatriði að hægt sé að fylgjast með ávísunum í gegnum lyfjagagnagrunn. „Við þurfum að tryggja að við getum fylgst með því hverjir eru að fá lyf og hvaða læknar séu að gefa út of mikið af lyfjum." Til þess segir Guðbjartur að þurfi að opna aðgengi lækna að gagnagrunni svo þeir geti gengið úr skugga um hvort sjúklingur hafi fengið ávísað hjá öðrum lækni skömmu áður. „Ég mun ræða þetta við Persónuvernd [í dag], en markmiðið er að hægt sé að fylgjast með þessu í rauntíma og við munum vinna að því að það sé hægt. Til þess er gagnagrunnurinn settur upp." Á fundi ráðherra með Landlækni og Barnaverndarstofu var einnig rætt um lausnir í meðferðarúrræðum fyrir unglinga sem ánetjast fíkniefnum. „Þar kom fram styrkja þarf neyðarvistun og fyrstu viðbrögð til að hægt sé að grípa strax inn í þurfi að gera eitthvað strax." Guðbjartur sagði að í ljósi umræðunnar sem skapast hafi um misnotkun á læknalyfjum sé nú lag til að vinna í þessum málum af krafti. „Við þurfum alltaf að vera á vaktinni, en ég held að þetta sé ágætis tækifæri fyrir okkur að fara yfir alla ferla. Skoða hvað við erum að gera vel og hvað má betur fara. Nú eru allir tilbúnir til að fara í þessa umræðu." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir nauðsynlegt að læknar geti sótt upplýsingar úr lyfjagagnagrunni til að sporna gegn misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og hyggst funda um efnið með fulltrúum frá Persónuvernd í dag. Guðbjartur átti fund með Landlækni og Barnaverndarstofu í gær og var þar farið yfir næstu skref í málinu. „Við fórum yfir þá ferla sem eru í kringum lyfjaávísanir og vorum sammála um að herða þurfi á eftirfylgni þar," sagði Guðbjartur í samtali við Fréttablaðið. Mikil umræða hefur spunnist um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hér á landi í kjölfar umfjöllunar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Kastljósi á RÚV. Þar var varpað ljósi á hið mikla magn af læknalyfjum sem gengur kaupum og sölum í undirheimum, en dæmi var um einstakling sem fékk 24.000 töflur áskrifaðar í gegnum lækni á þriggja ára tímabili. Guðbjartur segir lykilatriði að hægt sé að fylgjast með ávísunum í gegnum lyfjagagnagrunn. „Við þurfum að tryggja að við getum fylgst með því hverjir eru að fá lyf og hvaða læknar séu að gefa út of mikið af lyfjum." Til þess segir Guðbjartur að þurfi að opna aðgengi lækna að gagnagrunni svo þeir geti gengið úr skugga um hvort sjúklingur hafi fengið ávísað hjá öðrum lækni skömmu áður. „Ég mun ræða þetta við Persónuvernd [í dag], en markmiðið er að hægt sé að fylgjast með þessu í rauntíma og við munum vinna að því að það sé hægt. Til þess er gagnagrunnurinn settur upp." Á fundi ráðherra með Landlækni og Barnaverndarstofu var einnig rætt um lausnir í meðferðarúrræðum fyrir unglinga sem ánetjast fíkniefnum. „Þar kom fram styrkja þarf neyðarvistun og fyrstu viðbrögð til að hægt sé að grípa strax inn í þurfi að gera eitthvað strax." Guðbjartur sagði að í ljósi umræðunnar sem skapast hafi um misnotkun á læknalyfjum sé nú lag til að vinna í þessum málum af krafti. „Við þurfum alltaf að vera á vaktinni, en ég held að þetta sé ágætis tækifæri fyrir okkur að fara yfir alla ferla. Skoða hvað við erum að gera vel og hvað má betur fara. Nú eru allir tilbúnir til að fara í þessa umræðu." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira