Fleiri fréttir Vöxturinn mestur í sölu á tölvuleikjum iMesti vöxtur útflutningstekna í skapandi greinum hér á landi hefur verið í útgáfu tölvuleikja. Heildarverðmæti hefur sexfaldast á árunum 2005 til 2009, úr 1,9 milljörðum króna í 13,2 milljarða. Nær öll velta í útgáfu á tölvuleikjum hér á landi telst til útflutnings. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Að 3.5.2011 07:00 Áttu engan annan kost en neyðarlögin Íslensk stjórnvöld höfðu ekki annan kost til að verja innstæðueigendur í bankahruninu en að setja neyðarlögin. Með því var ekki brotið gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins (EFTA) um að innleiða og framfylgja tilskipun um innstæðutryggingar, að því er segir í formlegu svari stjórnvalda til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. 3.5.2011 06:00 Nemar í Ásbrú fá skólagarða Íbúum Ásbrúar á Keflavíkurflugvelli gefst nú kostur á að setja niður kartöflur og aðrar matjurtir í matjurtagörðum á Ásbrú, að því er segir í orðsendingu frá Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis. 3.5.2011 06:00 Boða sátt um veiðar Hverju eru stjórnvöld tilbúin til að lofa aðilum vinnumarkaðarins takist þeim að semja til þriggja ára? 3.5.2011 05:00 Útskriftarnemar borðuðu ís utandyra "Það er aldrei að vita en eins og veðrið hefur verið er þó engu að treysta,“ sagði grafíski hönnuðurinn Bjarki Fannar Atlason aðspurður í gær hvort sumarið sé nú loks komið. Bjarki brá sér undir bert loft ásamt samnemanda sínum, Guðbjörgu Tómasdóttur, af útskriftarsýningu Listaháskólans í Hafnarhúsinu til að gæða sér á ís og fylgjast með mannlífinu á Ingólfstorgi. 3.5.2011 05:00 Rétt viðbrögð að fella björninn Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, telur að brugðist hafi verið við af mikilli fagmennsku þegar hvítabjörninn var felldur á Hornströndum í dag. Hann telur að ekki hafi verið unnt að fanga dýrið lifandi. 2.5.2011 21:41 Eiríkur og Þorgeir hæfastir í Hæstarétt Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson eru hæfastir umsækjenda til að hljóta embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru laus til umsóknar 18. febrúar 2011. Þetta er niðurstaða dómnefndar sem mat hæfni umsækjendanna. Nefndin gerði ekki greinamun á hæfni þeirra tveggja. 2.5.2011 20:20 Sendiherra segir fall Bin Laden mikilvægan áfanga Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi segir að fall Osama Bin Laden sé mikilvægur áfangi í stríðinu gegn hryðjuverkum en marki ekki endalok þess. Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fagnar því að Bin Laden hafi náðst enda hafi hann verið svarinn óvinur bandaríkjanna með líf þúsunda manna á samviskunni. 2.5.2011 18:51 Óæskilegt að olíulind fái nafn sem tengist Íslandi Norska málnefndin hefur mælst til þess að Statoil hætti að nota heitið Katla um nýja olíulind. Nefndinni þykir óæskilegt að nota nafn sem tengist Íslandi. 2.5.2011 18:51 Jón Gnarr segir ísbjarnardrápið vera sorglegt Jón Gnarr borgarstjóri segir ísbjarnardrápið á Hornströndum í dag vera sorglegt. Eins og fram hefur komið var björninn sem sást við Hælavík felldur um miðjan dag í dag. Um var að ræða ungt dýr. 2.5.2011 18:00 Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2.5.2011 17:29 Varað við svifryksmengun í höfuðborginni Styrkur svifryks í Reykjavík verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Mystrið sem verið hefur yfir borginni er að mestu ryk sem berst sennilega af Landeyjarsandi. Í tilkynningu frá borginni segir að líklegast verði mengunin áfram yfir heilsuverndarmörkum í kvöld. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar á rvk.is, sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg. 2.5.2011 16:54 Krefjast þess að málið verði látið niður falla Ísland hafnar því að brot gegn innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins hafi átt sér stað og krefst þess að mál Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA verði látið niður falla. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi Íslands til stofnunarinnar þar sem málstaður Íslands í Icesave málinu er settur fram. en sendiherra Íslands í Brussel afhenti bréf efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þess efnis á skrifstofu stofnunarinnar í dag. 2.5.2011 16:23 Björninn skotinn í Rekavík - fluttur til Reykjavíkur Nú hafa fregnir af drápi hvítabjarnarins sem sást á Hornströndum í morgun verið staðfestar en Vísir sagði frá því að dýrið hefði verið fellt fyrr í dag. Í tilkynningu á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að unnið hafi verið á birninum í Rekavík. Mikil yfirferð var á dýrinu og þoka á svæðinu. Lögreglan á Ísafirði var með í för og voru aðstæður metnar á þann veg að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn og tryggja að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. "Því var tekin ákvörðun um að fella dýrið af öryggisástæðum,“ segir í fréttinni, en dýrið var skotið klukkan 21 mínútu yfir tvö. 2.5.2011 16:05 Guðlaugur stefnir Birni Val: Óvíst með bótakröfu Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stefna Birni Val Gíslasyni, þingmanni Vinstri Grænna, fyrir meiðyrði. Guðlaugur Þór gaf Birni Val fimm daga frest til að draga ummælin til baka, en sá frestur rann út í gær án þess að Björn Valur fjarlægði þau eða bæðist á þeim afsökunar. 2.5.2011 15:22 Björninn felldur í Hornvík Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík. 2.5.2011 15:11 Hópakstur Snigla fer fram í kvöld Vélhjólaklúbburinn Sniglar ætlar að fara í hópferð sína í kvöld klukkan átta. Samkvæmt venju er farið í slíka hópferð 1. maí á hverju ári en sökum snjóalaga þurfti að fresta viðburðinum í gær. Sniglar ætla að safnast saman á Laugavegi og aka hring um Vesturbæinn áður en hópurinn kemur saman á Kirkjusandi. 2.5.2011 14:43 Iðnaðarráðherra á Íslendingaslóðum í Kanada Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra var heiðursgestur á ársfundi sambands Íslendingafélaga í Norður Ameríku sem haldinn var um helgina í Edmonton í Kanada. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um 250 manns af íslensku bergi brotnir hafi sótt fundinn en um 200 þúsun Kanadamenn eiga ættir sínar að rekja til Íslands og 100.000 Bandaríkjamenn. 2.5.2011 14:28 Fundu 300 grömm af maríjúana í Breiðholti Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Breiðholti fyrir helgina en þeir voru gripnir við sölu á fíkniefnum. Lögreglan hafði fylgst með ferðum þeirra en kaupandinn, karl á fertugsaldri, var sömuleiðis handtekinn. Í bíl fíkniefnasalanna fundust rúmlega 30 grömm af marijúana og var það ætlað til sölu. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð en í framhaldinu var farið í húsleit hjá karl á þrítugsaldri, búsettum í Breiðholti, en sá hefur alloft áður komið við sögu hjá lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnamála. Þar fannst ennþá meira af marijúana, eða yfir 300 grömm, og einnig hass og nokkuð af amfetamíntöflum. Á sama stað var einnig lagt hald á mikið af þýfi, en meðal annars var um að ræða hljóðfæri, hljómflutningstæki, tölvur og tölvubúnað en ljóst er að þetta eru umtalsverð verðmæti 2.5.2011 14:13 Lokað í Bláfjöllum fram á haust Bláfjöllum hefur nú verið lokað þannan veturinn. Í tilkynningu á heimasíðu skíðasvæðisins er skíða- og brettafólki þakkað fyrir ágætan vetur þrátt fyrir að veðrið hafi nokkuð spillt fyrir, sérstaklega í mars og apríl. "Þó nægur snjór hefði verið þá var veðurfarið okkur óhagstætt og sem dæmi þá náðist ekki að opna nema eina heila helgi eftir áramót.“ 2.5.2011 14:08 ESA fær svar vegna Icesave sent í dag - blaðamannafundur síðdegis Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að rökstuðningur íslenskra stjórnvalda í svari til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave sé það öflugur að hann ætti að duga stofnuninni til að ljúka málinu. Svarið verður sent ESA í dag. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra segir menn hafa lagt sig fram um halda fram öllum rökum Íslands í málinu. En ESA sendi íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf í fyrra þar sem stofnunin heldur því fram að Íslendingum beri að tryggja greiðslur á 21 þúsund evrum samkvæmt innstæðutrygginga reglum á hverjum Icesave reikningi í Bretlandi og Hollandi. Fjöldi fólks hafi sökt sér ofan í þetta mál á undanförnum árum og búi yfir mikilli þekkingu á því sem mikilvægt hafi verið að nýta. Svarið sem sent verður til ESA í dag er upp á 34 síður og verður kynnt á fréttamannafundi klukkan fjögur. Árni telur að rökstuðningur Íslands sé traustur og málið ætti ekki að þurfa að fara fyrir EFTA dómstólinn eins og það mun gera fallist ESA ekki á rök Íslendinga. 2.5.2011 12:17 Björninn rúllaði sér í snjóskafli og hljóp svo til fjalla Beðið er átekta með aðgerðir á Hornströndum en þar sást til Ísbjarnar í morgun. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er hann nú horfinn sjónum sjómannanna sem sáu hann í Hælavík í morgun. Þeir sáu hann velta sér um í fjörunni áður en hann hljóp til fjalla. Nokkur þoka er á svæðinu og því erfitt um vik við að leita að dýrinu. 2.5.2011 11:44 Svikapar tekið á Selfossi Á föstudag hafði lögregla afskipti af pari sem grunað var um að hafa stolið nýjum farsíma úr verslun M&M að Eyravegi 2 á Selfossi. Lögreglumenn fundu parið stuttu síðar þar sem það var við verslun Krónunnar. Karlmaðurinn var með símann í fórum sínum. Maðurinn sagði símann gamlan og í hans eigu. Síðar sagðist hann hafa fundið símann við ruslagáma hjá verslun M&M. Þarna var um sama síma og stolið var úr versluninni. Sama dag hafði lögregla haft afskipti af konunni eftir að hún var staðinn að því að taka bók úr versluninni fara með hana að afgreiðslukassa og sagði afgreiðslumanni að hún vildi skila bókinni og fá inneignarnótu. Konan viðurkenndi að hafa ætlað að svíka fjármuni út úr versluninni með þessu. Fyrr í vetur var þetta par á ferð á Selfossi og í Hveragerði þar sem það stundaði það að stela vörum og svíkja fjármuni út úr verslunum. 2.5.2011 11:33 Fótur knapa varð milli hests og bifreiðar Kona slasaðist minni háttar þegar hestur sem hún reið lenti utan í bifreið sem ekið var fram með hestinum í hesthúsahverfinu á Selfossi í síðustu viku. Talið er að hesturinn hafi fælst þegar bifreiðinni var ekið framúr honum og knapanum og lent utan í henni með þeim afleiðingum að fótur knapans varð á milli hests og bifreiðar. Hesturinn slasaðist á fæti við óhappið er hann rakst utan í hliðarspegil. Konan hlaut mar á fæti og leitaði til læknis og dýralæknir saumaði skurð sem kom á fót hestins. Lítilst háttar tjón varð á bifreiðinni. 2.5.2011 11:03 Ók ölvaður í gegn um girðingu við gufubaðið á Laugavatni Ökumaður var handtekinn á Laugarvatni um helgina eftir að hann ók, ölvaður, í gegnum girðingu við nýbyggingu gufubaðsins á Laugarvatni og hafnaði þar ofan í skurði. Ökumaður hvarf af vettvangi en fannst skömmu síðar. Bifreiðina tók maðurinn í óleyfi en hún var ólæst með lykli í kveikjulás á bifreiðastæði við Menntaskólann. Viðurkenning ökumanns liggur fyrir í málinu auk þess sem vitni voru að atvikinu. 2.5.2011 10:55 Ekið á kyrrstæðan bíl á Selfossi - vitni óskast Lögreglan óskar eftir vitnum að ákeyrslu á mannlausa bifreið sem stóð á bílastæði fyrir framan Byku á Selfossi á fimmtudag. Ekið var á hægra afturhorn bifreiðarinnar milli klukkan 17.10 og 17.40 en um er að ræða gráan Mercedes bens. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglun á Selfossi í síma 4801010. 2.5.2011 10:53 Ekki búið að taka ákvörðun um hvort björninn verði felldur Engin ákvörðun hefur enn verið tekin varðandi það hvort hvítabjörninn sem sást á Hornströndum í morgun verði skotinn eða hvort reynt verði að ná honum lifandi. 2.5.2011 10:11 Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2.5.2011 09:54 Móðuharðindin talin mestu náttúruhamfarir í sögu Bretlands Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið "There is a Killer out there“ og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. 2.5.2011 09:42 Lýsir yfir áhyggjum af vaxandi vændi og mansali Zontasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af því að vændi og mansal virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi. 2.5.2011 07:42 Fimm ökumenn teknir undir áhrifum Fimm voru teknir fyrir að aka undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 2.5.2011 07:40 Íbúar hafa innsiglað hlið Sorpu á Kjalarnesi Íbúar á Kjalarnesi hafa innsiglað hlið endurvinnslustöðvar Sorpu á Kjalarnesi. 2.5.2011 07:24 Sextán fengu en 45 sóttu um Stjórn Fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2011. Fjárveiting til sjóðsins í ár var 17,2 milljónir króna. Samtals bárust 45 umsóknir að þessu sinni að upphæð 73 milljónir. Samþykktir voru styrkir til sextán aðila að upphæð átján milljónir. Áframhaldandi fornleifarannsókn á Skriðuklaustri fékk hæsta styrkinn, þrjár milljónir króna. Fornleifauppgröftur í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit fékk tvær og hálfa milljón.- shá 2.5.2011 07:00 Lögregla gerir dauðaleit að banvænu dópi Lögregla leggur nú allt kapp á að rekja uppruna og dreifingarleiðir fíkniefnisins PMMA, sem grunur leikur á að hafi dregið tvítuga stúlku til dauða á laugardagsmorgun. 2.5.2011 06:30 Dregur ummælin ekki til baka Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, ætlar ekki að verða við boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ummæli um mútuþægni hins síðarnefnda. Guðlaugur gaf honum frest til þess til mánaðamóta, ellegar mundi hann stefna honum fyrir meiðyrði. 2.5.2011 06:00 Fyrstu dýrin á land Hrefnuveiðimenn hafa veitt fyrstu hrefnur sumarsins og var þeim landað í Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Vinnsla kjötsins er komin á fullt og stefnt er að því að kjötið verði komið í verslanir í dag. Dýrin voru frekar mögur, en kjötið fallegt að sjá. 2.5.2011 05:15 150 tóku þátt í hópslysaæfingu Æfð var móttaka tuttugu slasaðra einstaklinga og fyrstu viðbrögð heilbrigðisþjónustu á umfangsmikilli æfingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir helgi. 2.5.2011 05:00 Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. 2.5.2011 04:00 Bændur skjóta fast á Matvælastofnun Landssamtök sauðfjárbænda (LS) fordæma stjórnsýslu Matvælastofnunar í fjölmörgum málum og ekki síst í Funamálinu. Það er mat LS að enn sé óvíst hversu miklum skaða stofnunin hafi „valdið orðspori íslenskra landbúnaðarvara erlendis með ónákvæmri og illa tímasettri upplýsingagjöf til erlendra aðila." 2.5.2011 04:00 Breyttur útivistartími Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag, fyrsta maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Tólf ára börn og yngri mega nú vera úti til klukkan tíu um kvöld. Þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til miðnættis. 1.5.2011 13:13 Hilmir Snær snýr aftur í Þjóðleikhúsið Á næsta leikári gengur Hilmir Snær Guðnason aftur til liðs við leikhóp Þjóðleikhússins eftir nokkurt hlé. Ásamt honum bætast nú í hóp fastráðinna leikara fimm afburða leikarar sem allir hafa sett sterkan svip á starf Þjóðleikhússins og íslenskt leikhúslíf á undanförnum árum, þau Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. 1.5.2011 11:10 Kröfuganga klukkan hálf tvö Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Í Reykjavík verður safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegs klukkan eitt og lagt af stað klukkan hálf tvö niður Laugaveginn. Útifundurinn á Austurvelli hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö og lýkur klukkan þrjú. Á Akranesi verður lagt upp í kröfugöngu klukkan tvö og síðan verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness. 1.5.2011 10:24 Alhvít jörð síðast 1993 - Sumarveður á norður- og austurhluta landsins Jörðin hefur ekki verið alhvít í maímánuði í Reykjavík frá árinu 1993. 1.5.2011 10:12 Alelda bíll og mikið um forgangsflutninga Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan fjögur í nótt vegna bílaelds. Bifreiðin var í Víðidal og var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Bíllinn er gjörónýtur og leikur grunur á að kveikt hafi verið í honum. 1.5.2011 09:44 Sjá næstu 50 fréttir
Vöxturinn mestur í sölu á tölvuleikjum iMesti vöxtur útflutningstekna í skapandi greinum hér á landi hefur verið í útgáfu tölvuleikja. Heildarverðmæti hefur sexfaldast á árunum 2005 til 2009, úr 1,9 milljörðum króna í 13,2 milljarða. Nær öll velta í útgáfu á tölvuleikjum hér á landi telst til útflutnings. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Að 3.5.2011 07:00
Áttu engan annan kost en neyðarlögin Íslensk stjórnvöld höfðu ekki annan kost til að verja innstæðueigendur í bankahruninu en að setja neyðarlögin. Með því var ekki brotið gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins (EFTA) um að innleiða og framfylgja tilskipun um innstæðutryggingar, að því er segir í formlegu svari stjórnvalda til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. 3.5.2011 06:00
Nemar í Ásbrú fá skólagarða Íbúum Ásbrúar á Keflavíkurflugvelli gefst nú kostur á að setja niður kartöflur og aðrar matjurtir í matjurtagörðum á Ásbrú, að því er segir í orðsendingu frá Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis. 3.5.2011 06:00
Boða sátt um veiðar Hverju eru stjórnvöld tilbúin til að lofa aðilum vinnumarkaðarins takist þeim að semja til þriggja ára? 3.5.2011 05:00
Útskriftarnemar borðuðu ís utandyra "Það er aldrei að vita en eins og veðrið hefur verið er þó engu að treysta,“ sagði grafíski hönnuðurinn Bjarki Fannar Atlason aðspurður í gær hvort sumarið sé nú loks komið. Bjarki brá sér undir bert loft ásamt samnemanda sínum, Guðbjörgu Tómasdóttur, af útskriftarsýningu Listaháskólans í Hafnarhúsinu til að gæða sér á ís og fylgjast með mannlífinu á Ingólfstorgi. 3.5.2011 05:00
Rétt viðbrögð að fella björninn Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, telur að brugðist hafi verið við af mikilli fagmennsku þegar hvítabjörninn var felldur á Hornströndum í dag. Hann telur að ekki hafi verið unnt að fanga dýrið lifandi. 2.5.2011 21:41
Eiríkur og Þorgeir hæfastir í Hæstarétt Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson eru hæfastir umsækjenda til að hljóta embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru laus til umsóknar 18. febrúar 2011. Þetta er niðurstaða dómnefndar sem mat hæfni umsækjendanna. Nefndin gerði ekki greinamun á hæfni þeirra tveggja. 2.5.2011 20:20
Sendiherra segir fall Bin Laden mikilvægan áfanga Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi segir að fall Osama Bin Laden sé mikilvægur áfangi í stríðinu gegn hryðjuverkum en marki ekki endalok þess. Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fagnar því að Bin Laden hafi náðst enda hafi hann verið svarinn óvinur bandaríkjanna með líf þúsunda manna á samviskunni. 2.5.2011 18:51
Óæskilegt að olíulind fái nafn sem tengist Íslandi Norska málnefndin hefur mælst til þess að Statoil hætti að nota heitið Katla um nýja olíulind. Nefndinni þykir óæskilegt að nota nafn sem tengist Íslandi. 2.5.2011 18:51
Jón Gnarr segir ísbjarnardrápið vera sorglegt Jón Gnarr borgarstjóri segir ísbjarnardrápið á Hornströndum í dag vera sorglegt. Eins og fram hefur komið var björninn sem sást við Hælavík felldur um miðjan dag í dag. Um var að ræða ungt dýr. 2.5.2011 18:00
Björninn á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur nú hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík fyrr í dag til Reykjavíkur. Hræið verður fært Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fréttaritari Stöðvar 2 á Vestfjörðum tók er húnninn smár að vexti. 2.5.2011 17:29
Varað við svifryksmengun í höfuðborginni Styrkur svifryks í Reykjavík verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Mystrið sem verið hefur yfir borginni er að mestu ryk sem berst sennilega af Landeyjarsandi. Í tilkynningu frá borginni segir að líklegast verði mengunin áfram yfir heilsuverndarmörkum í kvöld. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar á rvk.is, sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg. 2.5.2011 16:54
Krefjast þess að málið verði látið niður falla Ísland hafnar því að brot gegn innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins hafi átt sér stað og krefst þess að mál Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA verði látið niður falla. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi Íslands til stofnunarinnar þar sem málstaður Íslands í Icesave málinu er settur fram. en sendiherra Íslands í Brussel afhenti bréf efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þess efnis á skrifstofu stofnunarinnar í dag. 2.5.2011 16:23
Björninn skotinn í Rekavík - fluttur til Reykjavíkur Nú hafa fregnir af drápi hvítabjarnarins sem sást á Hornströndum í morgun verið staðfestar en Vísir sagði frá því að dýrið hefði verið fellt fyrr í dag. Í tilkynningu á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að unnið hafi verið á birninum í Rekavík. Mikil yfirferð var á dýrinu og þoka á svæðinu. Lögreglan á Ísafirði var með í för og voru aðstæður metnar á þann veg að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn og tryggja að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. "Því var tekin ákvörðun um að fella dýrið af öryggisástæðum,“ segir í fréttinni, en dýrið var skotið klukkan 21 mínútu yfir tvö. 2.5.2011 16:05
Guðlaugur stefnir Birni Val: Óvíst með bótakröfu Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stefna Birni Val Gíslasyni, þingmanni Vinstri Grænna, fyrir meiðyrði. Guðlaugur Þór gaf Birni Val fimm daga frest til að draga ummælin til baka, en sá frestur rann út í gær án þess að Björn Valur fjarlægði þau eða bæðist á þeim afsökunar. 2.5.2011 15:22
Björninn felldur í Hornvík Ísbjörninn sem sást við Hælavík á Hornströndum í morgun hefur verið felldur. Það voru lögreglumenn sem skutu dýrið en það var þá komið yfir í Hornvík. 2.5.2011 15:11
Hópakstur Snigla fer fram í kvöld Vélhjólaklúbburinn Sniglar ætlar að fara í hópferð sína í kvöld klukkan átta. Samkvæmt venju er farið í slíka hópferð 1. maí á hverju ári en sökum snjóalaga þurfti að fresta viðburðinum í gær. Sniglar ætla að safnast saman á Laugavegi og aka hring um Vesturbæinn áður en hópurinn kemur saman á Kirkjusandi. 2.5.2011 14:43
Iðnaðarráðherra á Íslendingaslóðum í Kanada Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra var heiðursgestur á ársfundi sambands Íslendingafélaga í Norður Ameríku sem haldinn var um helgina í Edmonton í Kanada. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um 250 manns af íslensku bergi brotnir hafi sótt fundinn en um 200 þúsun Kanadamenn eiga ættir sínar að rekja til Íslands og 100.000 Bandaríkjamenn. 2.5.2011 14:28
Fundu 300 grömm af maríjúana í Breiðholti Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Breiðholti fyrir helgina en þeir voru gripnir við sölu á fíkniefnum. Lögreglan hafði fylgst með ferðum þeirra en kaupandinn, karl á fertugsaldri, var sömuleiðis handtekinn. Í bíl fíkniefnasalanna fundust rúmlega 30 grömm af marijúana og var það ætlað til sölu. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð en í framhaldinu var farið í húsleit hjá karl á þrítugsaldri, búsettum í Breiðholti, en sá hefur alloft áður komið við sögu hjá lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnamála. Þar fannst ennþá meira af marijúana, eða yfir 300 grömm, og einnig hass og nokkuð af amfetamíntöflum. Á sama stað var einnig lagt hald á mikið af þýfi, en meðal annars var um að ræða hljóðfæri, hljómflutningstæki, tölvur og tölvubúnað en ljóst er að þetta eru umtalsverð verðmæti 2.5.2011 14:13
Lokað í Bláfjöllum fram á haust Bláfjöllum hefur nú verið lokað þannan veturinn. Í tilkynningu á heimasíðu skíðasvæðisins er skíða- og brettafólki þakkað fyrir ágætan vetur þrátt fyrir að veðrið hafi nokkuð spillt fyrir, sérstaklega í mars og apríl. "Þó nægur snjór hefði verið þá var veðurfarið okkur óhagstætt og sem dæmi þá náðist ekki að opna nema eina heila helgi eftir áramót.“ 2.5.2011 14:08
ESA fær svar vegna Icesave sent í dag - blaðamannafundur síðdegis Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að rökstuðningur íslenskra stjórnvalda í svari til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave sé það öflugur að hann ætti að duga stofnuninni til að ljúka málinu. Svarið verður sent ESA í dag. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra segir menn hafa lagt sig fram um halda fram öllum rökum Íslands í málinu. En ESA sendi íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf í fyrra þar sem stofnunin heldur því fram að Íslendingum beri að tryggja greiðslur á 21 þúsund evrum samkvæmt innstæðutrygginga reglum á hverjum Icesave reikningi í Bretlandi og Hollandi. Fjöldi fólks hafi sökt sér ofan í þetta mál á undanförnum árum og búi yfir mikilli þekkingu á því sem mikilvægt hafi verið að nýta. Svarið sem sent verður til ESA í dag er upp á 34 síður og verður kynnt á fréttamannafundi klukkan fjögur. Árni telur að rökstuðningur Íslands sé traustur og málið ætti ekki að þurfa að fara fyrir EFTA dómstólinn eins og það mun gera fallist ESA ekki á rök Íslendinga. 2.5.2011 12:17
Björninn rúllaði sér í snjóskafli og hljóp svo til fjalla Beðið er átekta með aðgerðir á Hornströndum en þar sást til Ísbjarnar í morgun. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er hann nú horfinn sjónum sjómannanna sem sáu hann í Hælavík í morgun. Þeir sáu hann velta sér um í fjörunni áður en hann hljóp til fjalla. Nokkur þoka er á svæðinu og því erfitt um vik við að leita að dýrinu. 2.5.2011 11:44
Svikapar tekið á Selfossi Á föstudag hafði lögregla afskipti af pari sem grunað var um að hafa stolið nýjum farsíma úr verslun M&M að Eyravegi 2 á Selfossi. Lögreglumenn fundu parið stuttu síðar þar sem það var við verslun Krónunnar. Karlmaðurinn var með símann í fórum sínum. Maðurinn sagði símann gamlan og í hans eigu. Síðar sagðist hann hafa fundið símann við ruslagáma hjá verslun M&M. Þarna var um sama síma og stolið var úr versluninni. Sama dag hafði lögregla haft afskipti af konunni eftir að hún var staðinn að því að taka bók úr versluninni fara með hana að afgreiðslukassa og sagði afgreiðslumanni að hún vildi skila bókinni og fá inneignarnótu. Konan viðurkenndi að hafa ætlað að svíka fjármuni út úr versluninni með þessu. Fyrr í vetur var þetta par á ferð á Selfossi og í Hveragerði þar sem það stundaði það að stela vörum og svíkja fjármuni út úr verslunum. 2.5.2011 11:33
Fótur knapa varð milli hests og bifreiðar Kona slasaðist minni háttar þegar hestur sem hún reið lenti utan í bifreið sem ekið var fram með hestinum í hesthúsahverfinu á Selfossi í síðustu viku. Talið er að hesturinn hafi fælst þegar bifreiðinni var ekið framúr honum og knapanum og lent utan í henni með þeim afleiðingum að fótur knapans varð á milli hests og bifreiðar. Hesturinn slasaðist á fæti við óhappið er hann rakst utan í hliðarspegil. Konan hlaut mar á fæti og leitaði til læknis og dýralæknir saumaði skurð sem kom á fót hestins. Lítilst háttar tjón varð á bifreiðinni. 2.5.2011 11:03
Ók ölvaður í gegn um girðingu við gufubaðið á Laugavatni Ökumaður var handtekinn á Laugarvatni um helgina eftir að hann ók, ölvaður, í gegnum girðingu við nýbyggingu gufubaðsins á Laugarvatni og hafnaði þar ofan í skurði. Ökumaður hvarf af vettvangi en fannst skömmu síðar. Bifreiðina tók maðurinn í óleyfi en hún var ólæst með lykli í kveikjulás á bifreiðastæði við Menntaskólann. Viðurkenning ökumanns liggur fyrir í málinu auk þess sem vitni voru að atvikinu. 2.5.2011 10:55
Ekið á kyrrstæðan bíl á Selfossi - vitni óskast Lögreglan óskar eftir vitnum að ákeyrslu á mannlausa bifreið sem stóð á bílastæði fyrir framan Byku á Selfossi á fimmtudag. Ekið var á hægra afturhorn bifreiðarinnar milli klukkan 17.10 og 17.40 en um er að ræða gráan Mercedes bens. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglun á Selfossi í síma 4801010. 2.5.2011 10:53
Ekki búið að taka ákvörðun um hvort björninn verði felldur Engin ákvörðun hefur enn verið tekin varðandi það hvort hvítabjörninn sem sást á Hornströndum í morgun verði skotinn eða hvort reynt verði að ná honum lifandi. 2.5.2011 10:11
Ísbjörn á Hornströndum Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið. 2.5.2011 09:54
Móðuharðindin talin mestu náttúruhamfarir í sögu Bretlands Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið "There is a Killer out there“ og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. 2.5.2011 09:42
Lýsir yfir áhyggjum af vaxandi vændi og mansali Zontasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af því að vændi og mansal virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi. 2.5.2011 07:42
Fimm ökumenn teknir undir áhrifum Fimm voru teknir fyrir að aka undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 2.5.2011 07:40
Íbúar hafa innsiglað hlið Sorpu á Kjalarnesi Íbúar á Kjalarnesi hafa innsiglað hlið endurvinnslustöðvar Sorpu á Kjalarnesi. 2.5.2011 07:24
Sextán fengu en 45 sóttu um Stjórn Fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2011. Fjárveiting til sjóðsins í ár var 17,2 milljónir króna. Samtals bárust 45 umsóknir að þessu sinni að upphæð 73 milljónir. Samþykktir voru styrkir til sextán aðila að upphæð átján milljónir. Áframhaldandi fornleifarannsókn á Skriðuklaustri fékk hæsta styrkinn, þrjár milljónir króna. Fornleifauppgröftur í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit fékk tvær og hálfa milljón.- shá 2.5.2011 07:00
Lögregla gerir dauðaleit að banvænu dópi Lögregla leggur nú allt kapp á að rekja uppruna og dreifingarleiðir fíkniefnisins PMMA, sem grunur leikur á að hafi dregið tvítuga stúlku til dauða á laugardagsmorgun. 2.5.2011 06:30
Dregur ummælin ekki til baka Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, ætlar ekki að verða við boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ummæli um mútuþægni hins síðarnefnda. Guðlaugur gaf honum frest til þess til mánaðamóta, ellegar mundi hann stefna honum fyrir meiðyrði. 2.5.2011 06:00
Fyrstu dýrin á land Hrefnuveiðimenn hafa veitt fyrstu hrefnur sumarsins og var þeim landað í Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Vinnsla kjötsins er komin á fullt og stefnt er að því að kjötið verði komið í verslanir í dag. Dýrin voru frekar mögur, en kjötið fallegt að sjá. 2.5.2011 05:15
150 tóku þátt í hópslysaæfingu Æfð var móttaka tuttugu slasaðra einstaklinga og fyrstu viðbrögð heilbrigðisþjónustu á umfangsmikilli æfingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir helgi. 2.5.2011 05:00
Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. 2.5.2011 04:00
Bændur skjóta fast á Matvælastofnun Landssamtök sauðfjárbænda (LS) fordæma stjórnsýslu Matvælastofnunar í fjölmörgum málum og ekki síst í Funamálinu. Það er mat LS að enn sé óvíst hversu miklum skaða stofnunin hafi „valdið orðspori íslenskra landbúnaðarvara erlendis með ónákvæmri og illa tímasettri upplýsingagjöf til erlendra aðila." 2.5.2011 04:00
Breyttur útivistartími Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag, fyrsta maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Tólf ára börn og yngri mega nú vera úti til klukkan tíu um kvöld. Þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til miðnættis. 1.5.2011 13:13
Hilmir Snær snýr aftur í Þjóðleikhúsið Á næsta leikári gengur Hilmir Snær Guðnason aftur til liðs við leikhóp Þjóðleikhússins eftir nokkurt hlé. Ásamt honum bætast nú í hóp fastráðinna leikara fimm afburða leikarar sem allir hafa sett sterkan svip á starf Þjóðleikhússins og íslenskt leikhúslíf á undanförnum árum, þau Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. 1.5.2011 11:10
Kröfuganga klukkan hálf tvö Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Í Reykjavík verður safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegs klukkan eitt og lagt af stað klukkan hálf tvö niður Laugaveginn. Útifundurinn á Austurvelli hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö og lýkur klukkan þrjú. Á Akranesi verður lagt upp í kröfugöngu klukkan tvö og síðan verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness. 1.5.2011 10:24
Alhvít jörð síðast 1993 - Sumarveður á norður- og austurhluta landsins Jörðin hefur ekki verið alhvít í maímánuði í Reykjavík frá árinu 1993. 1.5.2011 10:12
Alelda bíll og mikið um forgangsflutninga Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan fjögur í nótt vegna bílaelds. Bifreiðin var í Víðidal og var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Bíllinn er gjörónýtur og leikur grunur á að kveikt hafi verið í honum. 1.5.2011 09:44