Fleiri fréttir Fjórir handteknir vegna dauðsfalls í Árbæ Fjórir hafa verið handteknir vegna andláts rúmlega tvítugrar konu sem varð í íbúð í Árbænum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þeir kallaðir á vettvang um hádegisbilið. Endurlífgunartilraunir tókust ekki og var kona úrskurðuð látin í kjölfarið. 30.4.2011 14:45 Upptekinn við að aðstoða fólk út úr landinu Hann kom undan bankahruninu með tvo vöruflutningabíla, einn flunkunýjan og annan eldri - en eygði tækifæri í afleiðingum hrunsins. 30.4.2011 19:34 Fangar ósáttir við lyftingabann Formaður félags fanga segir að þeir fangar sem nota lyftingarlóðin hvað mest í fangelsum sé einmitt sá hópur sem gangi hvað best að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. Hann gagnrýnir fangelsismálastjóra fyrir að beita róttækum leiðum til að leysa smávægilegt vandamál. 30.4.2011 19:00 Sama mengaða amfetamínið fannst við leit í bíl á dögunum Grunur leikur á að kona sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í dag hafi látist af völdum eitraðs amfetamíns. 30.4.2011 18:31 Veiddu ekki hval innan línunnar - gerðu bara að honum "Dýrið var veitt fyrir utan línuna, það er alveg á hreinu. Aftur á móti var gert að því innan línunnar," segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna ehf., sem á og rekur hvalveiðiskipið Hrafnreyði. 30.4.2011 17:26 Erlingur hlaut þýðingarverðlaun Erlingur E. Halldórsson hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Alighieri. 30.4.2011 17:24 Sagðir hafa stundað hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæði Landhelgisgæslan hafði afskipti af hvalveiðibáti sem var á veiðum innan ákveðinnar línu sem afmarkar svæði fyrir hvalaskoðun norður af syðra hrauni í Faxaflóa, en það var sjávarútvegsráðuneytið sem setti reglugerð um svæðið fyrir um tveimur árum síðan. 30.4.2011 16:05 Björgunarsveit kom trillu í vanda til aðstoðar Björgunarsveitin frá Akranesi aðstoðaði trillu út af Mýrum í morgun. Net flæktist í skrúfu trillurnar og þurfti kafara til þess að losa um skrúfuna. 30.4.2011 14:31 Reykjafoss fékk á sig högg Reykjafoss, skip Eimskipafélags Íslands, fékk á sig högg rétt fyrir utan höfnina Argentia við Nýfundnaland í Kanada í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30.4.2011 13:45 Þúsundir fengu vaxtaafslátt Þúsundir skuldara fengu óvæntan glaðning í heimabankanum sínum í gær - þar var á ferð fyrsta greiðsla ríkissjóðs á vaxtaafslætti til þeirra sem skulda húsnæðislán. 30.4.2011 12:41 Samningaleiðin farin í frumvarpi um fiskveiðistjórnun Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja samningaleiðina farna í frumvarpi til nýrra laga um fiskveiðistjórnun. Sjávarútvegsráðherra vildi hins vegar engu svara um efni frumvarpsins en það var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. 30.4.2011 12:03 Undirbýr allsherjarverkfall í maí Forseti ASÍ segir ekki koma lengur til greina að gera kjarasamning til þriggja ára. Verkalýðshreyfingin undirbúi nú allsherjarverkfall í maí sem verður rætt nánar eftir helgi. 30.4.2011 10:19 Hálkublettir á Hellisheiðinni Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði. Á Heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er víða snjóþekja, krapi eða hálka. 30.4.2011 10:15 Ólafur Ragnar verður á Húsavík 1. maí Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, verða meðal gesta á fyrsta maí hátíðarhöldunum á Húsavík á morgun en þann fjórtánda apríl síðastliðinn voru hundrað ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. 30.4.2011 10:13 Veittist að lögreglu með fíkniefni í vasanum Sextán ára ökumaður var stöðvaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Breiðholti í nótt. Fyrir utan að aka próflaus þá reyndist hann vera ölvaður. 30.4.2011 09:57 Erilsöm nótt hjá slökkviliðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að klippa ökumann út úr bifreið eftir að hann lenti í umferðaróhappi á Hringbrautinni um klukkan eitt í nótt. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins reyndist maðurinn ekki illa slasaður en bifreiðin var talsvert skemmd. 30.4.2011 09:32 Nýr sjúkdómur á minkabúum Sjúkdómurinn smitandi fótasár (pododermatitis) virðist hafa skotið sér niður í sex minkabúum hér á landi. Ekki er um mörg dýr að ræða en gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða vegna þessa. 30.4.2011 08:00 Tveir fíkniefnasalar ákærðir Lögreglustjórinn á Akureyri hefur ákært tvo menn fyrir fíkniefnakaup og -sölu. Mennirnir eru báðir rúmlega tvítugir. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa í lok ágúst eða byrjun september 2010 keypt um 25 grömm af maríjúana í Reykjavík og flutt það til Akureyrar, þar sem hann seldi hluta þess til einstaklinga. 30.4.2011 07:00 Sæmdarrétt þarf að skýra í lögunum Hugtakið um sæmdarrétt listamanna þarf að skýra í lögum og jafnvel endurhugsa frá grunni. Það er mat tveggja ungra fræðimanna, sem voru frummælendur á vel sóttu málþingi Reykjavíkurakademíunnar í gær, sem bar yfirskriftina: „Er sæmdarréttur tímaskekkja“. 30.4.2011 07:00 Höfnin kostar Eyjar hundruð milljóna Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan 14. janúar, í um fimmtán vikur. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í fyrradag var lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Í fundargerð segir að lokun hafnarinnar í vetur hafi valdið samfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi gríðarlegum búsifjum og fjárhagslegt tjón samfélagsins nemi hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum. 30.4.2011 06:00 Koma upp skilti fyrir puttalinga Ný tegund þjónustuskilta hefur skotið upp kollinum skammt utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari. 30.4.2011 05:00 Dreifðu Fréttablöðum um götur Óprúttnir skemmdarvargar rifu upp fjölda pakkninga með Fréttablöðum, ætluðum blaðberum, í Kópavogi í nótt. Blöðunum dreifðu þeir um götur bæjarins, síðu fyrir síðu, svo úr varð mikill óþrifnaður. 30.4.2011 03:30 Scott skoðar Ísland fyrir geimverumynd Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Ridley Scott er staddur hér á landi til að skoða heppilega tökustaði fyrir vísindaskáldverkið Prometheus, stórmynd sem innblásin er af kvikmyndinni Alien frá 1979. Tökur á myndinni eru þegar hafnar í Marokkó. 30.4.2011 00:00 Fimmlembd ær á Sauðárkróki Ærin Dögg, sem er á fjórða vetri og búsett á bænum Tröð við Sauðárkrók, bar í dag fimm lömbum. Fram kemur á fréttavefnum Feyki að um sé að ræða þrjá hrúta og tvær gimbur. 29.4.2011 23:55 Eldur á Reynimel Eldur kom upp í ruslageymslu á Reynimel nú um klukkan ellefu. Slökkvistarf gekk greiðlega og tók það einungis örfáar mínútur. Einn dælubíll var notaður við slökkvistarfið. Sjúkrabíll var sendur á staðinn, en enginn reyndist hafa slasast í bílnum. 29.4.2011 23:36 Íþróttafélögin vilja meiri pening frá ríki og borg Ríkisvaldið ætti að greiða þeim sem líklegir eru til að komast á Ólympíuleikana í London á næsta ári því sem nemur fullum listamannalaunum. Þetta er í það minnsta skoðun Íþróttabandalags Reykjavíkur sem lauk 45. þingi sínu í kvöld. Á þinginu var skorað á ríkisvaldið að hefja slíkan stuðning við íþróttafólk. Þá var einnig skorað á ríkisvaldið að framkvæma sem fyrst könnun á hagrænum áhrifum íþrótta. 29.4.2011 22:58 Valdboðsleiðin er ekki sú rétta Hanna Birna Kristjánsdóttir , oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst enn sannfærð um að leið aukins samráðs í stjórnmálum sé sú rétta. Í samtali við Óla Kristján Ármannsson lýsir hún aðdraganda brotthvarfs síns úr stóli forseta borgarstjórnar. 29.4.2011 21:00 Gómaði erlenda togara við ólöglegar veiðar TF Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, kom að sex rússneskum og einum spænskum togara að veiðum á Reykjaneshrygg á úthafskarfaveiðisvæði. Samkvæmt reglum Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) mega úthafskarfaveiðar ekki hefjast fyrr en 10 maí. 29.4.2011 20:54 Fimmtungi fóstra er eytt á Íslandi Næstum fimmta hverju fóstri á Íslandi er eytt, samkvæmt tölum sem birtust í Talnabrunni Landlæknis í dag. Sé Ísland borið saman við önnur Norðurlönd eru tiltölulega fáar fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi miðað við annarsstaðar. 29.4.2011 20:02 Björgólfur bar silfurúr - ekki gull Björgólfur Thor Björgólfsson, einn af aðaleigendum Landsbankans fyrir hrun, gerir alvarlegar athugasemdir við frásagnir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis af atburðum daginn áður en Neyðarlögin voru sett. Björgólfur var einn fjölmargra bankamanna sem mættu í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Þar ræddu þeir við forystumenn ríkisstjórnarinnar. 29.4.2011 19:12 Vilja reisa metanorkuver í Melasveit Vonast er til að fyrsta metanorkuverið rísi á Íslandi fyrir lok næsta árs. Framleiðslan samsvarar ársnotkun þúsund fólksbíla. 29.4.2011 18:52 Olíuleit Norðmanna í sumar nýtist Íslendingum Svæðið milli Íslands og Jan Mayen, þar sem Norðmenn ætla að leita að olíu í sumar, nær inn á íslenska Drekasvæðið og einnig yfir þann hluta í norsku lögsögunni sem Íslendingar eiga rétt á að nýta. 29.4.2011 18:45 SA vilja semja Það stendur ekki á Samtökum atvinnulífsins að skrifa undir kjarasamninga, segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, sem eru hluti af SA. Margrét segir að kjarasamningarnir strandi ekki á deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið. 29.4.2011 17:25 Brúðkaupið dró Íslendinga úr símanum Notkun á farsímaneti Vodafone dróst nokkuð saman í morgun samanborið við hefðbundinn föstudag á meðan brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton, nú hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, stóð yfir. Mestur var samdrátturinn í upphafi vígsluathafnarinnar í Westminster Abbey, en símnotkun færðist smám saman aftur í eðlilegt horf eftir því sem leið á athöfnina. Landsmenn virðast hins vegar hafa flykkst að sjónvarpsskjánum við lok athafnarinnar þegar brúðhjónin gengu út og óku með hestvagni sem leið lág til Buckingham hallar við mikinn fögnuð gríðarlegs mannfjölda sem fylgdist með. Almennt eykst farsímanotkun jafnt og þétt eftir því sem líður á daginn. 29. apríl var hins vegar frábrugðinn öðrum dögum eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem áhrif hins konunglega brúðkaups eru greinileg. 29.4.2011 15:23 Nú eru þáttaskil - ASÍ lætur sverfa til stáls "Samtök atvinnulífsins hafa haft landssamböndin innan ASÍ að ginningarfíflum í næstum hálft ár þar sem grímulaus hagsmunagæsla fyrir LÍÚ vegur þyngra en hagsmunir almenns launafólks. Nú verður látið sverfa til stáls í krafti samstöðunnar sem á tæpum hundrað árum hefur fært vinnandi fólki á Íslandi ófáa sigrana. Nú þarf að brjóta gíslatöku SA á bak aftur." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum. Þar segir að yfirlýsing Samtaka atvinnulýfsins frá því fyrr í dag þess efnis að samtökin vilji gera 3 ára kjarasamning komi of seint. "Það sem var í umræðunni fyrir páska kemur ekki lengur til greina. SA hafnaði þeim 3 ára kjarasamningi sem þá lá á borðinu og gerði síðan kjarasamning nokkrum dögum síðar sem fól í sér mun meiri hækkanir en menn ræddu fyrir páska. Eðlilegt er að aðildarsamtök innan ASÍ vilji sækja þær hækkanir. SA hefur í þessum kjaraviðræðum hagað sér eins og spilltur krakki. Allt skildi vera á þeirra forsendum. Nú vilja þeir snúa tímahjólinu aftur til 15. apríl eins og ekkert hafi gerst. Svona hegðun hefur nákvæmlega engan trúverðugleika. Nú eru þáttaskil. Aðildarsamtök ASÍ eru ekki til viðræðu um lengri samning en til eins árs,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. "Nú er svo komið að ekki verður lengur við makalausa framkomu SA búið. Hvert landssambandið innan ASÍ á fætur öðru hefur vísað kjaradeilunni við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara og í flestum þeirra er farið að huga að verkfallsaðgerðum. Verkfallsvopnið er öflugt og notast aðeins í brýnni neyð. Nú er sú stund runnin upp að verkalýðshreyfingin sér ekki annan kost en að beita þessu vopni sínu.“ 29.4.2011 14:34 Samtök ferðaþjónustunnar vilja ódýrara bensín Samtök ferðaþjónustunnar taka undir áskorun FÍB, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands til stjórnvalda um að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti. Vegagerðin spáir verulegum samdrætti í umferð framundan og er ljóst að það mun koma fram í fækkun ferðamanna úti á landsbyggðinni, sérstaklega í þeim byggðum sem langt er að sækja. „Ferðaþjónustan er ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins í bæði gjaldeyris- og atvinnusköpun og getur það því haft alvarlegar afleiðingar ef samdráttur í ferðum um landið verður mikill,“ segir í tilkynningu frá Samtökunum. Eldsneytisverð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og er staðan nú þannig að aðeins er ekið á Vík í Mýrdal fyrir það eldsneyti sem fór í að aka á Höfn í Hornafirði árið 2007. 29.4.2011 14:28 Uppselt á Maxímús í Hörpu 3000 miðar á tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tónelsku músarinnar Maxímús Músikús í Hörpu seldust upp á nokkrum klukkustundum. Tónleikarnir verða á sérstökum barnadegi sem haldin verður í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu þann 15. maí. Barnadagurinn er hluti af opnunarhátíð Hörpu og verða fjöldi annarra viðburða í húsinu þennan dag fyrir unga tónlistaráhugamenn og fjölskyldur þeirra þar sem ekki þarf aðgöngumiða til að njóta. 29.4.2011 14:10 Klikkað kaffi á geðveiku kaffihúsi „Á Geðveiku kaffihúsi er kaffið klikkað og baksturinn brjálæðislega góður." Þannig hljómar lýsing á kaffihúsi sem Hugarafl verður með opið á morgun, sem lið í hátíðinni List án landamæra. Opnunarhátíðin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan fimm þar sem fjöldi listafólks sýnir verk sín. Þá mun Táknmálskórinn „syngja" fyrir gesti. Geðveika kaffihúsið verður opið á morgun milli klukkan eitt og fimm síðdegis, og verður í Hinu húsinu Pósthússtræti. Dagskrá hátíðarinnar er veigamikil og má lesa dagskrárbæking með því að smella hér. Samstarfsaðilar í stjórn Listar án landamæra eru: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak - félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Landssamtökin Þroskahjálp, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Öryrkjabandalag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna. Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar og eru allir velkomnir. 29.4.2011 13:44 Eftirlýstur af Interpol - gaf sig fram og kominn í Hegningarhúsið Chigozie Óskar Anoruo, íslenskur ríkisborgari sem var eftirlýstur af Interpol, hefur gefið sig fram við fangelsismálayfirvöld og hóf afplánun í gær. Óskar er vistaður í Hegningarhúsinu, eins og venjan um karlkyns fanga í upphafi afplánunar. Ástæða þess að hann var eftirlýstur er sú að íslensk fangelsismálayfirvöld höfðu upplýsingar um að Óskar væri erlendis. Hann var hins vegar kominn aftur til landsins og gaf sig fram eftir að lýst var eftir honum. Óskar hlaup tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2009 fyrir að stinga mann í hálsinn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík. Hending var talin að ekki hlaust af alvarlegt líkamstjón eða jafnvel dauði, að því er fram kom í læknisvottorðum, sem lögð voru fyrir dóminn. Þetta var í fjórða sinn sem Óskar var dæmdur fyrir líkamsárás. Vegna plássleysis í íslenskum fangelsum gat Óskar ekki hafið afplánun fyrr. "Í venjulegu árferði með hefðbundna nýtingu hefði hann verið boðaður inn fyrr," segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fangelsismálastofnun fékk þær upplýsingar hafa fengist frá íslenskum yfirvöldum að Óskari hefði farið úr landi. "Við óskuðum þá eftir að hann yrði eftirlýstur," segir hann. Aðspurður segir Páll að Óskar hafi ekki verið metinn hættulegur en eftir honum lýst þegar hann fannst ekki eftir að boða átti hann til afplánunar. 29.4.2011 13:11 Telja lögreglu brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum. 29.4.2011 11:59 Skýrist á mánudag hvenær Landeyjahöfn opnar Enn liggur ekki ljóst fyrir hvenær Landeyjahöfn verður opnuð. Á mánudag mun þó vonandi skýrast hvenær það verður. Vonast hafði verið til að hægt yrði að opna höfnina þann 1. maí en það gengur ekki upp. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun verður dýpkunarskipið Skandia við störf við Landeyjahöfn í dag og jafnvel fram í miðja næstu viku. Í ljósi þessa mun Herjólfur sigla til og frá Þorlákshöfn þangað til annað verður gefið út. 29.4.2011 11:49 Úthlutar styrkjum til atvinnumála kvenna Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra úthlutar í dag styrkjum til atvinnumála kvenna. Alls fá 42 konur styrki að þessu sinni til fjölbreyttra verkefna en til úthlutunar eru 30 milljónir króna. Styrkirnir eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum sem fela í sér nýnæmi eða nýsköpun. Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. 29.4.2011 11:15 Tölvum og flatskjám stolið úr Búðinni í nótt Brotist var inn í húsakynni vefverslunarinnar Búðarinnar í nótt og þaðan meðal annars stolið tölvum, flatskjám og myndavélum. Ránið hefur verið verið kært til lögreglu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Líklegt er talið að reynt verði að selja þýfið á svörtum markaði en vakin er athygli á því að lögregla hefur heimild til að gera þýfi upptækt hjá kaupendum þess, og skiptir þá engu hvort fólk segist ekki hafa vitað af því að um þýfi var að ræða við kaupin. Meðal þess sem var stolið í Búðinni eru 14 tommu Asus fartölvur, 32 tommu Sony flatskjár, Olymps og Canon Ixus myndavélar, flakkarar og minnislyklar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ránið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. 29.4.2011 11:08 SA: Vilja semja til þriggja ára Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ætlar að leita eftir því við samningsaðila að ljúka gerð kjarasamnings. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem samtökin héldu nú rétt fyrir ellefu. 29.4.2011 11:05 SA boðar til blaðamannafundar Framkvæmdastjórn Samtaka Atvinnulífsins hafa boðað til blaðamannafundar í Borgartúni klukkan kortér fyrir ellefu í dag. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að í útspili ríkisstjórnarinnar til samtakanna í gærkvöldi, hafi vissulega verið komið til móts við kröfur þeirra. 29.4.2011 10:14 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórir handteknir vegna dauðsfalls í Árbæ Fjórir hafa verið handteknir vegna andláts rúmlega tvítugrar konu sem varð í íbúð í Árbænum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þeir kallaðir á vettvang um hádegisbilið. Endurlífgunartilraunir tókust ekki og var kona úrskurðuð látin í kjölfarið. 30.4.2011 14:45
Upptekinn við að aðstoða fólk út úr landinu Hann kom undan bankahruninu með tvo vöruflutningabíla, einn flunkunýjan og annan eldri - en eygði tækifæri í afleiðingum hrunsins. 30.4.2011 19:34
Fangar ósáttir við lyftingabann Formaður félags fanga segir að þeir fangar sem nota lyftingarlóðin hvað mest í fangelsum sé einmitt sá hópur sem gangi hvað best að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf. Hann gagnrýnir fangelsismálastjóra fyrir að beita róttækum leiðum til að leysa smávægilegt vandamál. 30.4.2011 19:00
Sama mengaða amfetamínið fannst við leit í bíl á dögunum Grunur leikur á að kona sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í dag hafi látist af völdum eitraðs amfetamíns. 30.4.2011 18:31
Veiddu ekki hval innan línunnar - gerðu bara að honum "Dýrið var veitt fyrir utan línuna, það er alveg á hreinu. Aftur á móti var gert að því innan línunnar," segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna ehf., sem á og rekur hvalveiðiskipið Hrafnreyði. 30.4.2011 17:26
Erlingur hlaut þýðingarverðlaun Erlingur E. Halldórsson hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Alighieri. 30.4.2011 17:24
Sagðir hafa stundað hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæði Landhelgisgæslan hafði afskipti af hvalveiðibáti sem var á veiðum innan ákveðinnar línu sem afmarkar svæði fyrir hvalaskoðun norður af syðra hrauni í Faxaflóa, en það var sjávarútvegsráðuneytið sem setti reglugerð um svæðið fyrir um tveimur árum síðan. 30.4.2011 16:05
Björgunarsveit kom trillu í vanda til aðstoðar Björgunarsveitin frá Akranesi aðstoðaði trillu út af Mýrum í morgun. Net flæktist í skrúfu trillurnar og þurfti kafara til þess að losa um skrúfuna. 30.4.2011 14:31
Reykjafoss fékk á sig högg Reykjafoss, skip Eimskipafélags Íslands, fékk á sig högg rétt fyrir utan höfnina Argentia við Nýfundnaland í Kanada í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30.4.2011 13:45
Þúsundir fengu vaxtaafslátt Þúsundir skuldara fengu óvæntan glaðning í heimabankanum sínum í gær - þar var á ferð fyrsta greiðsla ríkissjóðs á vaxtaafslætti til þeirra sem skulda húsnæðislán. 30.4.2011 12:41
Samningaleiðin farin í frumvarpi um fiskveiðistjórnun Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja samningaleiðina farna í frumvarpi til nýrra laga um fiskveiðistjórnun. Sjávarútvegsráðherra vildi hins vegar engu svara um efni frumvarpsins en það var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. 30.4.2011 12:03
Undirbýr allsherjarverkfall í maí Forseti ASÍ segir ekki koma lengur til greina að gera kjarasamning til þriggja ára. Verkalýðshreyfingin undirbúi nú allsherjarverkfall í maí sem verður rætt nánar eftir helgi. 30.4.2011 10:19
Hálkublettir á Hellisheiðinni Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði. Á Heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er víða snjóþekja, krapi eða hálka. 30.4.2011 10:15
Ólafur Ragnar verður á Húsavík 1. maí Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, verða meðal gesta á fyrsta maí hátíðarhöldunum á Húsavík á morgun en þann fjórtánda apríl síðastliðinn voru hundrað ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. 30.4.2011 10:13
Veittist að lögreglu með fíkniefni í vasanum Sextán ára ökumaður var stöðvaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Breiðholti í nótt. Fyrir utan að aka próflaus þá reyndist hann vera ölvaður. 30.4.2011 09:57
Erilsöm nótt hjá slökkviliðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að klippa ökumann út úr bifreið eftir að hann lenti í umferðaróhappi á Hringbrautinni um klukkan eitt í nótt. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins reyndist maðurinn ekki illa slasaður en bifreiðin var talsvert skemmd. 30.4.2011 09:32
Nýr sjúkdómur á minkabúum Sjúkdómurinn smitandi fótasár (pododermatitis) virðist hafa skotið sér niður í sex minkabúum hér á landi. Ekki er um mörg dýr að ræða en gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða vegna þessa. 30.4.2011 08:00
Tveir fíkniefnasalar ákærðir Lögreglustjórinn á Akureyri hefur ákært tvo menn fyrir fíkniefnakaup og -sölu. Mennirnir eru báðir rúmlega tvítugir. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa í lok ágúst eða byrjun september 2010 keypt um 25 grömm af maríjúana í Reykjavík og flutt það til Akureyrar, þar sem hann seldi hluta þess til einstaklinga. 30.4.2011 07:00
Sæmdarrétt þarf að skýra í lögunum Hugtakið um sæmdarrétt listamanna þarf að skýra í lögum og jafnvel endurhugsa frá grunni. Það er mat tveggja ungra fræðimanna, sem voru frummælendur á vel sóttu málþingi Reykjavíkurakademíunnar í gær, sem bar yfirskriftina: „Er sæmdarréttur tímaskekkja“. 30.4.2011 07:00
Höfnin kostar Eyjar hundruð milljóna Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan 14. janúar, í um fimmtán vikur. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í fyrradag var lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Í fundargerð segir að lokun hafnarinnar í vetur hafi valdið samfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi gríðarlegum búsifjum og fjárhagslegt tjón samfélagsins nemi hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum. 30.4.2011 06:00
Koma upp skilti fyrir puttalinga Ný tegund þjónustuskilta hefur skotið upp kollinum skammt utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari. 30.4.2011 05:00
Dreifðu Fréttablöðum um götur Óprúttnir skemmdarvargar rifu upp fjölda pakkninga með Fréttablöðum, ætluðum blaðberum, í Kópavogi í nótt. Blöðunum dreifðu þeir um götur bæjarins, síðu fyrir síðu, svo úr varð mikill óþrifnaður. 30.4.2011 03:30
Scott skoðar Ísland fyrir geimverumynd Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Ridley Scott er staddur hér á landi til að skoða heppilega tökustaði fyrir vísindaskáldverkið Prometheus, stórmynd sem innblásin er af kvikmyndinni Alien frá 1979. Tökur á myndinni eru þegar hafnar í Marokkó. 30.4.2011 00:00
Fimmlembd ær á Sauðárkróki Ærin Dögg, sem er á fjórða vetri og búsett á bænum Tröð við Sauðárkrók, bar í dag fimm lömbum. Fram kemur á fréttavefnum Feyki að um sé að ræða þrjá hrúta og tvær gimbur. 29.4.2011 23:55
Eldur á Reynimel Eldur kom upp í ruslageymslu á Reynimel nú um klukkan ellefu. Slökkvistarf gekk greiðlega og tók það einungis örfáar mínútur. Einn dælubíll var notaður við slökkvistarfið. Sjúkrabíll var sendur á staðinn, en enginn reyndist hafa slasast í bílnum. 29.4.2011 23:36
Íþróttafélögin vilja meiri pening frá ríki og borg Ríkisvaldið ætti að greiða þeim sem líklegir eru til að komast á Ólympíuleikana í London á næsta ári því sem nemur fullum listamannalaunum. Þetta er í það minnsta skoðun Íþróttabandalags Reykjavíkur sem lauk 45. þingi sínu í kvöld. Á þinginu var skorað á ríkisvaldið að hefja slíkan stuðning við íþróttafólk. Þá var einnig skorað á ríkisvaldið að framkvæma sem fyrst könnun á hagrænum áhrifum íþrótta. 29.4.2011 22:58
Valdboðsleiðin er ekki sú rétta Hanna Birna Kristjánsdóttir , oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst enn sannfærð um að leið aukins samráðs í stjórnmálum sé sú rétta. Í samtali við Óla Kristján Ármannsson lýsir hún aðdraganda brotthvarfs síns úr stóli forseta borgarstjórnar. 29.4.2011 21:00
Gómaði erlenda togara við ólöglegar veiðar TF Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, kom að sex rússneskum og einum spænskum togara að veiðum á Reykjaneshrygg á úthafskarfaveiðisvæði. Samkvæmt reglum Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) mega úthafskarfaveiðar ekki hefjast fyrr en 10 maí. 29.4.2011 20:54
Fimmtungi fóstra er eytt á Íslandi Næstum fimmta hverju fóstri á Íslandi er eytt, samkvæmt tölum sem birtust í Talnabrunni Landlæknis í dag. Sé Ísland borið saman við önnur Norðurlönd eru tiltölulega fáar fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi miðað við annarsstaðar. 29.4.2011 20:02
Björgólfur bar silfurúr - ekki gull Björgólfur Thor Björgólfsson, einn af aðaleigendum Landsbankans fyrir hrun, gerir alvarlegar athugasemdir við frásagnir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis af atburðum daginn áður en Neyðarlögin voru sett. Björgólfur var einn fjölmargra bankamanna sem mættu í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Þar ræddu þeir við forystumenn ríkisstjórnarinnar. 29.4.2011 19:12
Vilja reisa metanorkuver í Melasveit Vonast er til að fyrsta metanorkuverið rísi á Íslandi fyrir lok næsta árs. Framleiðslan samsvarar ársnotkun þúsund fólksbíla. 29.4.2011 18:52
Olíuleit Norðmanna í sumar nýtist Íslendingum Svæðið milli Íslands og Jan Mayen, þar sem Norðmenn ætla að leita að olíu í sumar, nær inn á íslenska Drekasvæðið og einnig yfir þann hluta í norsku lögsögunni sem Íslendingar eiga rétt á að nýta. 29.4.2011 18:45
SA vilja semja Það stendur ekki á Samtökum atvinnulífsins að skrifa undir kjarasamninga, segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, sem eru hluti af SA. Margrét segir að kjarasamningarnir strandi ekki á deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið. 29.4.2011 17:25
Brúðkaupið dró Íslendinga úr símanum Notkun á farsímaneti Vodafone dróst nokkuð saman í morgun samanborið við hefðbundinn föstudag á meðan brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton, nú hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, stóð yfir. Mestur var samdrátturinn í upphafi vígsluathafnarinnar í Westminster Abbey, en símnotkun færðist smám saman aftur í eðlilegt horf eftir því sem leið á athöfnina. Landsmenn virðast hins vegar hafa flykkst að sjónvarpsskjánum við lok athafnarinnar þegar brúðhjónin gengu út og óku með hestvagni sem leið lág til Buckingham hallar við mikinn fögnuð gríðarlegs mannfjölda sem fylgdist með. Almennt eykst farsímanotkun jafnt og þétt eftir því sem líður á daginn. 29. apríl var hins vegar frábrugðinn öðrum dögum eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem áhrif hins konunglega brúðkaups eru greinileg. 29.4.2011 15:23
Nú eru þáttaskil - ASÍ lætur sverfa til stáls "Samtök atvinnulífsins hafa haft landssamböndin innan ASÍ að ginningarfíflum í næstum hálft ár þar sem grímulaus hagsmunagæsla fyrir LÍÚ vegur þyngra en hagsmunir almenns launafólks. Nú verður látið sverfa til stáls í krafti samstöðunnar sem á tæpum hundrað árum hefur fært vinnandi fólki á Íslandi ófáa sigrana. Nú þarf að brjóta gíslatöku SA á bak aftur." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum. Þar segir að yfirlýsing Samtaka atvinnulýfsins frá því fyrr í dag þess efnis að samtökin vilji gera 3 ára kjarasamning komi of seint. "Það sem var í umræðunni fyrir páska kemur ekki lengur til greina. SA hafnaði þeim 3 ára kjarasamningi sem þá lá á borðinu og gerði síðan kjarasamning nokkrum dögum síðar sem fól í sér mun meiri hækkanir en menn ræddu fyrir páska. Eðlilegt er að aðildarsamtök innan ASÍ vilji sækja þær hækkanir. SA hefur í þessum kjaraviðræðum hagað sér eins og spilltur krakki. Allt skildi vera á þeirra forsendum. Nú vilja þeir snúa tímahjólinu aftur til 15. apríl eins og ekkert hafi gerst. Svona hegðun hefur nákvæmlega engan trúverðugleika. Nú eru þáttaskil. Aðildarsamtök ASÍ eru ekki til viðræðu um lengri samning en til eins árs,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. "Nú er svo komið að ekki verður lengur við makalausa framkomu SA búið. Hvert landssambandið innan ASÍ á fætur öðru hefur vísað kjaradeilunni við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara og í flestum þeirra er farið að huga að verkfallsaðgerðum. Verkfallsvopnið er öflugt og notast aðeins í brýnni neyð. Nú er sú stund runnin upp að verkalýðshreyfingin sér ekki annan kost en að beita þessu vopni sínu.“ 29.4.2011 14:34
Samtök ferðaþjónustunnar vilja ódýrara bensín Samtök ferðaþjónustunnar taka undir áskorun FÍB, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands til stjórnvalda um að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti. Vegagerðin spáir verulegum samdrætti í umferð framundan og er ljóst að það mun koma fram í fækkun ferðamanna úti á landsbyggðinni, sérstaklega í þeim byggðum sem langt er að sækja. „Ferðaþjónustan er ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins í bæði gjaldeyris- og atvinnusköpun og getur það því haft alvarlegar afleiðingar ef samdráttur í ferðum um landið verður mikill,“ segir í tilkynningu frá Samtökunum. Eldsneytisverð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og er staðan nú þannig að aðeins er ekið á Vík í Mýrdal fyrir það eldsneyti sem fór í að aka á Höfn í Hornafirði árið 2007. 29.4.2011 14:28
Uppselt á Maxímús í Hörpu 3000 miðar á tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tónelsku músarinnar Maxímús Músikús í Hörpu seldust upp á nokkrum klukkustundum. Tónleikarnir verða á sérstökum barnadegi sem haldin verður í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu þann 15. maí. Barnadagurinn er hluti af opnunarhátíð Hörpu og verða fjöldi annarra viðburða í húsinu þennan dag fyrir unga tónlistaráhugamenn og fjölskyldur þeirra þar sem ekki þarf aðgöngumiða til að njóta. 29.4.2011 14:10
Klikkað kaffi á geðveiku kaffihúsi „Á Geðveiku kaffihúsi er kaffið klikkað og baksturinn brjálæðislega góður." Þannig hljómar lýsing á kaffihúsi sem Hugarafl verður með opið á morgun, sem lið í hátíðinni List án landamæra. Opnunarhátíðin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan fimm þar sem fjöldi listafólks sýnir verk sín. Þá mun Táknmálskórinn „syngja" fyrir gesti. Geðveika kaffihúsið verður opið á morgun milli klukkan eitt og fimm síðdegis, og verður í Hinu húsinu Pósthússtræti. Dagskrá hátíðarinnar er veigamikil og má lesa dagskrárbæking með því að smella hér. Samstarfsaðilar í stjórn Listar án landamæra eru: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak - félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Landssamtökin Þroskahjálp, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Öryrkjabandalag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna. Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar og eru allir velkomnir. 29.4.2011 13:44
Eftirlýstur af Interpol - gaf sig fram og kominn í Hegningarhúsið Chigozie Óskar Anoruo, íslenskur ríkisborgari sem var eftirlýstur af Interpol, hefur gefið sig fram við fangelsismálayfirvöld og hóf afplánun í gær. Óskar er vistaður í Hegningarhúsinu, eins og venjan um karlkyns fanga í upphafi afplánunar. Ástæða þess að hann var eftirlýstur er sú að íslensk fangelsismálayfirvöld höfðu upplýsingar um að Óskar væri erlendis. Hann var hins vegar kominn aftur til landsins og gaf sig fram eftir að lýst var eftir honum. Óskar hlaup tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2009 fyrir að stinga mann í hálsinn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík. Hending var talin að ekki hlaust af alvarlegt líkamstjón eða jafnvel dauði, að því er fram kom í læknisvottorðum, sem lögð voru fyrir dóminn. Þetta var í fjórða sinn sem Óskar var dæmdur fyrir líkamsárás. Vegna plássleysis í íslenskum fangelsum gat Óskar ekki hafið afplánun fyrr. "Í venjulegu árferði með hefðbundna nýtingu hefði hann verið boðaður inn fyrr," segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fangelsismálastofnun fékk þær upplýsingar hafa fengist frá íslenskum yfirvöldum að Óskari hefði farið úr landi. "Við óskuðum þá eftir að hann yrði eftirlýstur," segir hann. Aðspurður segir Páll að Óskar hafi ekki verið metinn hættulegur en eftir honum lýst þegar hann fannst ekki eftir að boða átti hann til afplánunar. 29.4.2011 13:11
Telja lögreglu brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum. 29.4.2011 11:59
Skýrist á mánudag hvenær Landeyjahöfn opnar Enn liggur ekki ljóst fyrir hvenær Landeyjahöfn verður opnuð. Á mánudag mun þó vonandi skýrast hvenær það verður. Vonast hafði verið til að hægt yrði að opna höfnina þann 1. maí en það gengur ekki upp. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun verður dýpkunarskipið Skandia við störf við Landeyjahöfn í dag og jafnvel fram í miðja næstu viku. Í ljósi þessa mun Herjólfur sigla til og frá Þorlákshöfn þangað til annað verður gefið út. 29.4.2011 11:49
Úthlutar styrkjum til atvinnumála kvenna Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra úthlutar í dag styrkjum til atvinnumála kvenna. Alls fá 42 konur styrki að þessu sinni til fjölbreyttra verkefna en til úthlutunar eru 30 milljónir króna. Styrkirnir eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum sem fela í sér nýnæmi eða nýsköpun. Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. 29.4.2011 11:15
Tölvum og flatskjám stolið úr Búðinni í nótt Brotist var inn í húsakynni vefverslunarinnar Búðarinnar í nótt og þaðan meðal annars stolið tölvum, flatskjám og myndavélum. Ránið hefur verið verið kært til lögreglu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Líklegt er talið að reynt verði að selja þýfið á svörtum markaði en vakin er athygli á því að lögregla hefur heimild til að gera þýfi upptækt hjá kaupendum þess, og skiptir þá engu hvort fólk segist ekki hafa vitað af því að um þýfi var að ræða við kaupin. Meðal þess sem var stolið í Búðinni eru 14 tommu Asus fartölvur, 32 tommu Sony flatskjár, Olymps og Canon Ixus myndavélar, flakkarar og minnislyklar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ránið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. 29.4.2011 11:08
SA: Vilja semja til þriggja ára Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ætlar að leita eftir því við samningsaðila að ljúka gerð kjarasamnings. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem samtökin héldu nú rétt fyrir ellefu. 29.4.2011 11:05
SA boðar til blaðamannafundar Framkvæmdastjórn Samtaka Atvinnulífsins hafa boðað til blaðamannafundar í Borgartúni klukkan kortér fyrir ellefu í dag. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að í útspili ríkisstjórnarinnar til samtakanna í gærkvöldi, hafi vissulega verið komið til móts við kröfur þeirra. 29.4.2011 10:14