Fleiri fréttir

Fjármálaráðuneytið leiðréttir Sigmund Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með rangt mál í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag um Icesave. í greininni gagnrýnir Sigmundur þá ákvörðun að samþykkju Icesave og segir margar fráleitar staðhæfingar hafa fallið um kostnaðinn við að greiða ekki Icesave

119 krefjast bóta vegna vistunar í Breiðavík

Alls fær sýslumaðurinn á Siglufirði 119 kröfur um sanngirnisbætur frá fyrrum vistmönnum Breiðavíkur og erfingjum látinna vistmanna Breiðavíkur. Vistmenn á Breiðavík voru alls 158 og því koma fram bótakröfur vegna 75% þeirra. Innköllun krafna vegna vistmanna Kumbaravogs og Heyrnleysingjaskólans hefst í dag, 3. febrúar, samkvæmt auglýsingu í blöðum dagsins.

Viðskiptaráð hvetur Alþingi til þess að samþykkja Icesave

Viðskiptaráð Íslands hvetur Alþingi til þess að samþykkja nýja Icesave-frumvarpið en áréttar jafnframt að með hvatningunni sé ráðið ekki að taka afstöðu hvort ríkissjóði beri skylda til þess að veita ríkisábyrgð á skuld Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs Íslands.

Bílstjórar mega ekki ofmeta eigin hæfni

Umferðin var nokkuð þung í morgun og Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu brýnir fyrir fólki að ofmeta ekki eigin hæfni við skyndilega snjókomu eins og síðustu daga.

Óvissa um stuðning fimm þingmanna Sjálfstæðisflokks

Óvissa er um stuðning a.m.k fimm þingmanna Sjálfstæðisflokksins við nýja Icesave-samninginn og því skiptist þingflokkurinn í tvær fylkingar í afstöðu til hans en öll forysta flokksins styður nýjan samning. Tuttugu og níu félagsmenn hafa skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum frá því í gær.

ECA ekki með herflugvélar - ekki hægt að banna verkefnið

Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir ekki hægt að neita hollensku félagi um ECA-verkefnið þar sem Ísland sé hluti af evróspka efnahagssvæðinu. Það snúist um að koma á fót viðhaldsstöð fyrir flugvélar og hafnar því að um herflugvélar sé að ræða.

Jóhanna vill skoða reglur um þögn seðlabankastjórans

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að þingflokksformaður Framsóknarflokksins þyrfti að skoða lög og reglur um það hvort seðlabankastjóri hafi brotið reglur þegar hann neitaði að veita þingnefnd upplýsingar um söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá.

Ingi Freyr krefst ómerkingar tíu ummæla Agnesar

Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri á DV, krefst þess að tíu ummæli í fréttum sem Agnes Bragadóttur skrifaði í Morgunblaðið um málefni njósnatölvunnar á Alþingi verði dæmd dauð og ómerk.

Forseti Hæstaréttar sitji í 5 ár

Allt bendir til að kjörtímabil forseta Hæstaréttar lengist úr tveimur árum í fimm. Fyrir Alþingi liggur frumvarp innanríkisráðherra um tímabundna fjölgun dómara vegna mikils álags. Þar sem ekki er talið unnt að koma á millidómstigi lýsti Hæstiréttur sig í umsögn samþykkan fjölguninni. Lagði rétturinn til breytingar, meðal annars þá að forseti sitji í fimm ár. Á það féllst allsherjarnefnd sem hefur nú málið aftur til meðferðar eftir aðra umræðu.- bþs

Áfrýjunarnefnd neytendamála - Niðurstaða í stóra ginseng málinu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur komist að því að neytendastofu beri að rannsaka meint vörusvik Eggerts Kristjánsson sem selur „Rautt Royal ginseng". Sigurður Þórðarson hjá Eðalvörum kærði hinn meintu vörusvik en hann selur vöruna Rautt eðal ginseng.

Stækkun verndarsvæðis fugla í Andakíl

Svandís Svavarsdótti umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði. Landeigendur þrettán jarða í Andakíl og sveitarfélagið Borgarbyggð standa að friðlýsingunni.

Sólbaðsstofurígur í Reykjavík: Sohósól þarf að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á sólbaðsstofuna Sohósól vegna notkunar á heitinu Smarter þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu og er sólbaðsstofunni gert að greiða 50 þúsund krónur þar til farið hefur verið að ákvörðuninni.

SUF fordæmir framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings

„Stjórn SUF, Sambands ungra framsóknarmanna, lýsir yfir miklum vonbrigðum með að jafn illa hafi verið staðið að kosningum til Stjórnlagaþings og dómur Hæstaréttar ber vitni um.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í morgun. Stjórn SUF vill ítreka það að Stjórnlagaþingið er mál sem að Framsókn hefur barist fyrir og telur það ekki koma til greina að hætta við þingið. Stjórn SUF vill brýna fyrir alþingismönnum að leggja ekki stein í götu þessa máls, heldur tryggja að betur verði staðið að framkvæmd nýrra kosninga, svo þjóðin fái tækifæri til að koma að löngu tímabærri endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Kristinn býður sig aftur fram

Formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson, hyggst sækjast eftir endurkjöri sem formaður félagsins. Þetta kemur fram í í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla fyrir stundu. Þar segir hann meðal annars:

Erfðamál Fischers endurflutt

Erfðamál meintrar ekkju skáksnillingssins Bobby Fischer, Miyoko Watai, gegn frændum Fischers, verður endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem of langt er liðið síðan málið var flutt í héraðsdómi. Ekki þykir sannað að Miyoko hafi sannarlega verið gift hinum sérvitra Fischer og því var dómsmál höfðað til þess að skera úr um hver eigi rétt á jarðneskum eigum Fischers.

Skólinn rýmdur samkvæmt eldvarnaaætlun

Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri í Laugalækjarskóla, segir nemendur hafa staðið sig með prýði þegar skólinn var rýmdur í morgunn. Eldur kom upp í rafmagnsdós, sem bráðnaði og barst reykjalykt um skólann.

Eldur í Laugalækjarskóla

Eldur kom upp í Laugalækjarskóla í morgun og þurfti að rýma skólann þess vegna. Vakstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að upptök eldsins hafi verið í rafmagnstöflu. Slökkviliðið mætti á vettvang og réð niðurlögum eldsins. Nemendum hefur verið hleypt aftur inn í skólann og verður skólahald með eðlilegum hætti þar í dag.

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag

Fyrri ferð Herjólfs til Þorlákshafnar fellur niður í dag fimmtudag. Athugað verður með seinni ferð um hádegi, en veður- og ölduspá er slæm fyrir daginn.

Sautján bæjarstjórar styðja samningaleiðina

Sautján bæjarstjórar um allt land, sem starfa fyrir ólíka meirihluta og í ólíkum samfélögum hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við svonefnda samningaleið við stjórnun fiskveiða.

Grunnskólabygging langt fram úr áætlun

Kostnaður við nýja byggingu fyrir grunnskólann á Stokkseyri er nú kominn í um 806 milljónir króna og hefur ekki allur kostnaður verið talinn. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 477 milljónir króna. Nýja grunnskólabyggingin var boðin út árið 2008. Byggingin er nær tilbúin og hefur þegar verið tekin í notkun, segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar.

Nemendur fá að ljúka námi

Náðst hefur samkomulag um að hópur nemenda við Iðnskólann í Hafnarfirði fái að ljúka námi í útstillingum með samvinnu við verslunina Ikea. Ákveðið var skömmu fyrir jól að leggja námsbrautina niður án fyrirvara, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Fimm nemendur voru langt komnir í náminu og höfðu ætlað að útskrifast í vor.

Þrengir að bílstjórum í Ósló

Samönguyfirvöld í Noregi ætla að draga úr bílanotkun í Ósló og öðrum helstu borgum og bæjum landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um samgöngumál.

Mikilvæg fyrir blesgæsina

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undiritað friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði og Hvanneyrarjörðina alla, sem nú er friðlýst svæði blesgæsar.

Vilja sátt um sjávarauðlindina

Sautján stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga lýsa yfir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Ræða stöðu stjórnlagaþings

Málþing Rætt verður um ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings á málþingi á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviða Háskóla Íslands í dag.

Borg og eigendur togast á um tíu sentimetra

„Ef ég væri ekki ljóshærður þá væri ég löngu orðinn gráhærður,“ segir Marías Sveinsson, einn þriggja eigenda Klapparstígs 17, sem kveðst uppgefinn á samskiptum við byggingarfulltrúa vegna nýbyggingar á lóðinni.

Síldin í Breiðafirði mjög sýkt

Frumniðurstöður úr rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar í janúar staðfesta fyrri mælingar um mikla sýkingu í íslensku sumargotssíldinni í Breiðafirði.

Fengu ferðina bætta að fullu

Íslensk hjón hafa fengið bætur frá erlendu flugfélagi eftir að flugferð frá Englandi til Spánar, sem þau áttu pantaða, var aflýst. Á vef Neytendasamtakanna segir að hjónunum hafi næsta dag verið tjáð að flugfélagið myndi ekki fljúga til þessa áfangastaðar næstu tvo daga.

Byssumennirnir fjórir verða áfram í haldi

Fjórir karlmenn sem tóku þátt í skotárás í Bústaðahverfi á aðfangadag hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. febrúar. Einn þeirra kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur Hæstaréttar. Ríkissaksóknari mun á næstu dögum gefa út ákæru á hendur þeim.

Byssur og risastórir vísundar

„Þarna verður mikið af rifflum, skammbyssum og haglabyssum," segir veiðimaðurinn Páll Reynisson hjá Veiðisafninu á Stokkseyri.

Tveir á slysadeild eftir mjög harðan árekstur

Mjög harður árekstur varð á Vesturlandsvegi, nærri Blikdalsá, um hálfsjöleytið í kvöld. Tveir fólksbílar rákust þar saman en ekki er vitað neitt nánar um málavöxtu. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þeir einir í bílum sínum.

Varað við stormi

Spáð er stormi um suður og vesturströndina í kvöld, segir Soffía Sveinsdóttir, veðurfréttamaður hjá 365 miðlum. Hún segir að það muni hvessa fyrst allra syðst og síðan sums staðar við vesturströndina, Faxaflóa og á Snæfellsnesi.

Seðlabankastjóri verði settur af

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins kallaði eftir því á Alþingi í dag að Már Guðmundsson seðlabankastjóri yrði settur af eftir að hann neitaði að veita þingnefnd upplýsingar um söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá.

SUS gagnrýnir sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis.

Sjá næstu 50 fréttir