Fleiri fréttir

Epli og appelsínur - bréf Jóhönnu birt í heild sinni

Jóhanna Sigurðardóttir segir Ríkisendurskoðun vera að bera saman epli og appelsínur. Þetta kemur fram í bréfi hennar til ríkisendurskoðunar um rannsókn á svörum hennar við fyrirspurn um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Með þungar áhyggjur af stöðu tónlistarnáms

Stjórn Listaháskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu tónlistarnáms í Reykjavík nái boðaður niðurskurður á framlögum borgarinnar til tónlistarskólanna fram að ganga. „Skólarnir hafa nú þegar þurft að draga saman í starfseminni vegna niðurskurðar á síðustu misserum, sem hefur leitt til þess að þeir geta ekki boðið upp á eins öflugt og kröfuhart tónlistarnám og fyrr,“ segir meðal annars. Stjórnin segir að sama eigi við um um niðurskurð á framlagi borgarinnar til Myndlistaskólans í Reykjavík.

Opnunarhátíð Lífshlaupsins

Lífslaupið hófst formlega í fjórða sinn í Víkurskóla í Grafarvogi í dag. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd vilja samþykkja Icesave

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis hafa lagt fram nefndarálit sitt vegna Icesave-frumvarpsins. Meginniðurstaða þeirra er að leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Umræða um málið er að hefjast á Alþingi.

Árni Johnsen styður málstað Priyönku

„Ég myndi styðja það að veita henni íslenskan ríkisborgararétt," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um mál Priyönku Thapa, nepalskrar stúlku sem berst fyrir íslenskum ríkisborgararétti. Árni lagði á dögunum fram frumvarp um að veita konu sem var ólöglegur innflytjandi í Noregi íslenskan ríkisborgararétt .

Barnæska borgarstjóra ótengd niðurskurði í menntamálum

„Hans þrár og langanir sem barn koma niðurskurði í menntakerfinu núna ekki neitt við. Allavega benti hann ekki á nein tengsl þar á milli," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, um Jón Gnarr borgarstjóra og ræðu hans á fundi borgarstjórnar í gær þar sem niðurskurður í menntamálum var til umræðu.

Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum

Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni.

Hvetja Árna Johnsen að styðja Priyönku

Au Pair fjölskylda Priyönku Thapa, nepalskrar stúlku sem barist hefur fyrir því að verða ekki send úr landi, undrast það að útlendingum, sem engan áhuga hafa á Íslandi, sé boðinn ríkisborgararéttur en Priyönku ekki.

Sigraðist á svínaflensu - dreymdi geimverur í dáinu

„Ég ætlaði að hrista þetta úr mér yfir helgi,“ segir Sigurlína Rósa Kristmundsdóttir, sem lá á milli heims og helju á gjörgæsludeild Landspítalans í tvær vikur og barðist við svínaflensu.

Þingmenn gagnrýna leynd - kolniðamyrkur í gagnsæja ferlinu

Alþingismenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, gagnrýna að Már Guðmundsson seðlabankastjóri skyldi neita að gefa þingnefnd upplýsingar um söluna á tryggingafélaginu Sjóvá. Þingmaður Hreyfingarinnar segir að hið svokallaða gegnsæja ferli líkist fremur dimmum göngum í kolniðamyrkri.

Varað við stormi í kvöld og í nótt

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir vestan stormi í kvöld og er reiknað með að vindhraði nái 18-23 metrum á sekúndu. Þá er búist við dimmum éljum við suðurströndina, en einnig brestur sama veður skyndilega á vestanlands um og eftir miðnætti og norðvestanlands þegar líður á nóttina eða undir morgun.

Nýtt framboð kom verulega á óvart

„Það er fiðringur í fólki og tilfinningin er að margir séu byrjaðir að kjósa, en meiri kjörsókn var fyrri daginn í fyrra til dæmis" segir Jens Fjalar Skaptason núverandi formaður stúdentaráðs.

Björgunarsveitir leita að Skotanum

Lögregla og björgunarsveitir leita enn að Frank Dalgarno, Skota á sextugsaldri sem búsettur er í Sandgerði. Ekkert hefur spurst til hans frá 26.janúar. Hann er talinn vera í svartri North Face kuldaúlpu, brúnum leðurskóm og bláum gallabuxum.

Upplýsingum haldið frá stofnfjáreigenum Sparisjóðanna

Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar Alþingis, segir fjölda rannsóknarbeiðna bíða þess að verða afgreiddar úr nefnd. Málefni Sparisjóðs Keflavíkur hafa verið í kastljósinu síðustu daga en rannsókn á sparisjóðunum er enn ekki hafin.

Bærinn gerir nýja leið að gömlum vita

„Við erum að reyna að tryggja skilgreinda aðkomu að vitanum,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um vandamál sem skapast vegna áhuga manna á að skoða gamlan vita í bænum.

Krefur Agnesi um hærri miskabætur

„Þessi afsökunarbeiðni er hvorki fugl né fiskur," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður um afsökunarbeiðni Morgunblaðsins vegna rangfærslna Agnesar Bragadóttur. Umbjóðandi hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og fréttastjóri á DV, ætlar að halda máli sínu gegn Agnesi til streitu og fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur, auk 500 þúsund króna vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum.

Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar

Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða.

Höfnin seld upp í skuldir

Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í minnihluta í byggðaráði Borgarbyggðar, vilja að 4,84 prósenta eignarhluti sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum verði seldur.

Hvað er gert við mismuninn?

Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, hefur lagt fram fyrir­spurn til mennta- og menningarmálaráðherra um nefskattinn og Ríkisútvarpið. Hún spyr hve mikið hafi verið greitt í nefskatt frá því að gjaldið var tekið upp og hversu há framlög ríkisins til RÚV hafa verið á sama tíma.

Endurnýjað á kostnað ríkisins

Framkvæmdasjóður fatlaðra mun leggja 27 milljónir króna í endurnýjun á húsnæði fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í gær.

Heiðruð fyrir sjálfboðastarf

Hróshópurinn heiðraði í fyrradag fjölmarga einstaklinga og hópa fyrir framlag þeirra í þágu betra samfélags. Viðurkenningarnar voru veittar við athöfn í Tjarnarsalnum í Ráðhúsinu í Reykjavík en tilgangurinn með starfi Hróshópsins er „að heiðra sjálfboðastarf og vekja athygli á þeirri samfélagslegu meðvitund sem hefur komið fram í starfi margs konar grasrótarhópa sem hafa sprottið upp í kjölfar bankahrunsins“ eins og segir á vef hópsins.

Lítil endurnýjun áhyggjuefni

Sala á mótorhjólum hefur hrapað á undanförnum mánuðum og hefur ekki verið minni síðan árið 2002. Þetta má glögglega lesa úr tölum frá Umferðarstofu um nýskráningar innfluttra mótorhjóla, nýrra jafnt sem notaðra hjóla.

Staða íslenskunnar verði tryggð í lögum

„Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrsta grein frumvarps til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls sem mennta- og menningarmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær.

Árás á æðstu stjórn ríkisins

Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki segir að tenging ómerktrar tölvu við tölvukerfi þingsins hafi verið árás á æðstu stjórn ríkisins. Í fyrirspurn til þingforseta spyr hún hvort athygli ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þeirri staðreynd.

Formsatriðin mesti kosningaglæpur lýðræðissögunnar

Formsatriðin sem réðu úrskurði Hæstaréttar, en höfðu engin áhrif á niðurstöðu kosningarinnar, eru mesti kosningaglæpur sem framinn hefur verið í vestrænu lýðræðisríki, fyrr og síðar. Þetta er í það minnsta sú ályktun sem Þórhildur Þorleifsdóttir, sem kjörin var á þingið, segir að hægt væri að draga eftir málstofu lagadeildar HÍ um úrskurð Hæstaréttar í dag.

Tíu fræðirit tilnefnd til verðlauna Hagþenkis

Tíu höfundar eru tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis 2010, sem kynntar voru í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar í gær. Sigurvegarinn verður kunngjörður um miðjan næsta mánuð.

Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög

„Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“

Sekt fyrir vanhirðu hrossa

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtíu þúsund króna sekt í héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir að hafa vanrækt umhirðu á tveimur hrossum sem voru í hans eigu.

Hreyfingin leggst gegn Icesave samningnum

Hreyfingin telur nýja Icesave samninginn of áhættusaman til að hægt sé að samþykkja hann. Þetta kemur fram í nefndaráliti Þórs Saari, sem sæti á í fjárlaganefnd Alþingis. Þór segir í nefndarálitinu að skuldsetning ríkissjóðs og þjóðarbúsins sé nú þegar við þolmörk eða komin yfir þau og því sé of áhættusamt að bæta við skulda vegna Icesave sem geti numið 233 milljörðum króna.

200 sóttu um starf húsvarðar í Hörpu

Rétt tæplega tvö hundruð umsóknir bárust um starf húsvarðar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnar­formaður Ago, rekstrarfélags Hörpunnar, er ánægð með þann fjölda sem sækist eftir starfinu.

Lögreglan stöðvaði sextán ára ökuþór

Lögreglan stöðvaði í gær sextán ára gamlan pilt sem ók bíl í úthverfi borgarinnar um miðnætti. Eðli málsins samkvæmt hefur pilturinn ekki öðlast ökuréttindi. Þrír jafnaldrar piltsins voru með honum í bílnum. Lögreglan segir að þrátt fyrir ungan aldur hafi þessi sami ökumaður áður gerst sekur um umferðarlagabrot.

Flýja til baka til Noregs vegna skattpíningar

Sú þróun sem hófst á níundu öld, að Íslendingar flúðu Noreg vegna skattpíningar, hefur snúist við og flýja þeir nú til baka undan íslenskri skattpíningu. Þetta var sagt á Alþingi í dag í umræðum um skattamál þar sem ríkisstjórnin var sögð hafa hækkað alla skatta sem hægt væri að hækka.

Stjórnlagaþingskosningar gætu farið fram 16. júní

Forsætisráðherra hefur hyggst skipa nefnd til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna til stjórnlagaþings. Til greina kemur að kjósa á ný 16. júní ef það verður niðurstaða nefndarinnar.

Munu flytja að Skjólbraut

Fimm íbúar sambýlis við Borgarholtsbraut 51 munu á næstunni flytja í rýmra og betra húsnæði að Skjólbraut 1a sem mætir betur þörfum þeirra.

Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað

Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmaður eða innri endurskoðandi borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi.

Bjarni Ben vill að Alþingi endurskoði stjórnarskrána

Í yfirlýsingu frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hvetur hann til þess að Alþingi hefjist tafarlaust handa við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann segir stjórnarskránna kveða á um að Alþingi eitt geti gert á henni breytingar og flokkurinn sé tilbúinn í umræður um auðlindaákvæði.

Fáum aldrei leið hver á öðrum

Í dag eru tíu ár frá því að útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis fór fyrst í loftið á Bylgjunni. Þorgeir Ástvaldsson settist þá við hljóðnemann ásamt Sighvati Jónssyni, en síðustu ár hefur Þorgeir notið liðsinnis Kristófers Helgasonar og Braga Guðmundssonar. Þeir félagar segja gott samstarf og fjölbreytt efnistök grunninn að góðu gengi.

Sjá næstu 50 fréttir