Tíu sinnum fleiri í tónlistarskóla í Vesturbæ en í Breiðholti Ingimar Karl Helgason skrifar 2. febrúar 2011 18:43 Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira