Óvissa um stuðning fimm þingmanna Sjálfstæðisflokks Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. febrúar 2011 12:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er samkvæmur sjálfum sér í málinu að því leytinu til að hann studdi samningaleið í málinu sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis árið 2008. Ungir sjálfstæðismenn eru óánægðir og vilja kanna umboð formannsins. Óvissa er um stuðning a.m.k fimm þingmanna Sjálfstæðisflokksins við nýja Icesave-samninginn og því skiptist þingflokkurinn í tvær fylkingar í afstöðu til hans en öll forysta flokksins styður nýjan samning. Tuttugu og níu félagsmenn hafa skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum frá því í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti í gær yfir stuðningi við nýjan Icesave-samning, hinn þriðja í röðinni en áður höfðu þrír nefndarmenn flokksins í fjárlaganefnd gefið út álit um stuðning við samninginn. Bjarni hafði áður lýst því yfir, sem formaður utanríkismálanefndar þingsins í desember 2008 að fara ætti samningaleiðina í Icesave-málinu. Þá átti stjórnarandstaðan jafnframt tvær tilnefningar í nýju Icesave-nefndina undir forystu Lee Buchheits, en Lárus Blöndal var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í nefndinni og var formennska Buchheits samkomulagsatriði. Stjórnarandstaðan, og þá sérstaklega sjálfstæðismenn, höfðu mælt sérstaklega með honum. Forysta Sjálfstæðisflokksins mat það svo, með hliðsjón af nýjum samningi og þeirri áhættu sem fylgdi því að tapa dómsmáli gegn ESA, eftirlitsnefnd EFTA, fyrir EFTA-dómstólnum að hagsmunum Íslands væri best borgið að ganga frá málinu núna með samningum.Öll forysta flokksins með formanninum í málinu Eftir því sem fréttastofa kemst næst styður öll forysta Sjálfstæðisflokksins formanninn í málinu, en þar má nefna Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, formann þingflokksins og Einar K. Guðfinnsson, varaformann þingflokksins. Flestir aðrir eru jafnframt sagðir styðja forystuna að málum. Óvissa er hins vegar um stuðning a.m.k fimm þingmanna af þeim sextán sem skipa þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Pétur Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson gefa ekki upp afstöðu sína. Birgir Ármannsson, segist ekki vera sammála meirihluta þingflokksins. „Það liggur alveg fyrir að ég er ekki samstíga meirihluta þingflokksins eins og hún birtist í niðurstöðunni út úr fjárlaganefnd. Afstaða mín að öðru leyti mun birtast í þinginu," segir Birgir. Hann segir ljóst að óánægja sé meðal margra sjálfstæðismanna. „Ég held að það leiki enginn vafi á því að það eru skiptar skoðanir innan flokksins um þetta mál."Vilja kanna umboð formannsins Mikil óánægja er meðal ungra sjálfstæðismanna, en bæði Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og Samband ungra sjálfstæðismanna sendu frá sér ályktanir um málið í gær en í ályktun Sus segir að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd séu „fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu," eins og það er orðað. Í ályktun Heimdallar segir að halda þurfi landsfund sem fyrst til að kanna umboð formannsins. Þá sköpuðust fjörugar umræður á síðu formanns flokksins á Facebook og þegar fréttin var skrifuð höfðu 117 athugasemdir verið skrifaðar við færslu hans þar sem hann lýsti yfir stuðningi við samninginn, en flestir lýsa yfir óánægju með þá afstöðu hans. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins í Valhöll höfðu tuttugu og níu félagsmenn skráð sig úr flokknum núna laust fyrir hádegið, en á sjötta tug þúsunda manna eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti í dag þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. 2. febrúar 2011 22:43 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Óvissa er um stuðning a.m.k fimm þingmanna Sjálfstæðisflokksins við nýja Icesave-samninginn og því skiptist þingflokkurinn í tvær fylkingar í afstöðu til hans en öll forysta flokksins styður nýjan samning. Tuttugu og níu félagsmenn hafa skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum frá því í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti í gær yfir stuðningi við nýjan Icesave-samning, hinn þriðja í röðinni en áður höfðu þrír nefndarmenn flokksins í fjárlaganefnd gefið út álit um stuðning við samninginn. Bjarni hafði áður lýst því yfir, sem formaður utanríkismálanefndar þingsins í desember 2008 að fara ætti samningaleiðina í Icesave-málinu. Þá átti stjórnarandstaðan jafnframt tvær tilnefningar í nýju Icesave-nefndina undir forystu Lee Buchheits, en Lárus Blöndal var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í nefndinni og var formennska Buchheits samkomulagsatriði. Stjórnarandstaðan, og þá sérstaklega sjálfstæðismenn, höfðu mælt sérstaklega með honum. Forysta Sjálfstæðisflokksins mat það svo, með hliðsjón af nýjum samningi og þeirri áhættu sem fylgdi því að tapa dómsmáli gegn ESA, eftirlitsnefnd EFTA, fyrir EFTA-dómstólnum að hagsmunum Íslands væri best borgið að ganga frá málinu núna með samningum.Öll forysta flokksins með formanninum í málinu Eftir því sem fréttastofa kemst næst styður öll forysta Sjálfstæðisflokksins formanninn í málinu, en þar má nefna Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, formann þingflokksins og Einar K. Guðfinnsson, varaformann þingflokksins. Flestir aðrir eru jafnframt sagðir styðja forystuna að málum. Óvissa er hins vegar um stuðning a.m.k fimm þingmanna af þeim sextán sem skipa þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Pétur Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson gefa ekki upp afstöðu sína. Birgir Ármannsson, segist ekki vera sammála meirihluta þingflokksins. „Það liggur alveg fyrir að ég er ekki samstíga meirihluta þingflokksins eins og hún birtist í niðurstöðunni út úr fjárlaganefnd. Afstaða mín að öðru leyti mun birtast í þinginu," segir Birgir. Hann segir ljóst að óánægja sé meðal margra sjálfstæðismanna. „Ég held að það leiki enginn vafi á því að það eru skiptar skoðanir innan flokksins um þetta mál."Vilja kanna umboð formannsins Mikil óánægja er meðal ungra sjálfstæðismanna, en bæði Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og Samband ungra sjálfstæðismanna sendu frá sér ályktanir um málið í gær en í ályktun Sus segir að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd séu „fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu," eins og það er orðað. Í ályktun Heimdallar segir að halda þurfi landsfund sem fyrst til að kanna umboð formannsins. Þá sköpuðust fjörugar umræður á síðu formanns flokksins á Facebook og þegar fréttin var skrifuð höfðu 117 athugasemdir verið skrifaðar við færslu hans þar sem hann lýsti yfir stuðningi við samninginn, en flestir lýsa yfir óánægju með þá afstöðu hans. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins í Valhöll höfðu tuttugu og níu félagsmenn skráð sig úr flokknum núna laust fyrir hádegið, en á sjötta tug þúsunda manna eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti í dag þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. 2. febrúar 2011 22:43 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti í dag þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. 2. febrúar 2011 22:43