Innlent

Sólbaðsstofurígur í Reykjavík: Sohósól þarf að greiða dagsektir

Ljósabekkur. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Ljósabekkur. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á sólbaðsstofuna Sohósól vegna notkunar á heitinu Smarter þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu og er sólbaðsstofunni gert að greiða 50 þúsund krónur í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðuninni.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í nóvember á síðasta ári að Sohósól mætti ekki nota heitið Smarter, en það var sólbaðsstofan Smart sem kvartaði því nöfnin þóttu of lík. Neytendastofa féllst á sjónarmið Smart.

Þegar Sohósól varð ekki við úrskurði Neytendastofu var þeim sent bréf en því var ekki svarað. Því skal Sohosól greiða 50 þúsund á dag þar til farið hefur verið eftir ákvörðuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×