Innlent

Kristinn býður sig aftur fram

Kristinn Örn Jóhannesson
Kristinn Örn Jóhannesson

Formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson, hyggst sækjast eftir endurkjöri sem formaður félagsins. Þetta kemur fram í í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla fyrir stundu. Þar segir hann meðal annars:

„Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félagsmönnum, trúnaðarráðsmönnum, stjórnarmönnum og starfsmönnum félagsins. Þeim vil ég ekki bregðast og hef því tekið áskorun þeirra um að sækjast eftir endurkjöri sem formaður félagsins. Með þessum hætti legg ég jafnframt störf mín í dóm félagsmanna en það er í þeirra umboði sem ég hef starfað síðastliðin tvö ár."

Mikil átök hafa verið innan VR en eitt framboð hefur borist til formanns VR en það var Stefán Einar Stefánsson sem gaf kost á sér á dögunum.

Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×