Innlent

SUF fordæmir framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings

„Stjórn SUF, Sambands ungra framsóknarmanna, lýsir yfir miklum vonbrigðum með að jafn illa hafi verið staðið að kosningum til Stjórnlagaþings og dómur Hæstaréttar ber vitni um." Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í morgun.

Stjórn SUF vill ítreka það að Stjórnlagaþingið er mál sem að Framsókn hefur barist fyrir og telur það ekki koma til greina að hætta við þingið.

Stjórn SUF vill brýna fyrir alþingismönnum að leggja ekki stein í götu þessa máls, heldur tryggja að betur verði staðið að framkvæmd nýrra kosninga, svo þjóðin fái tækifæri til að koma að löngu tímabærri endurskoðun stjórnarskrárinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×