Fleiri fréttir Hollvinir Strætó sameinast Strætó er ágætis ferðamáti og vanmetinn, segir Vésteinn Valgarðsson, sem stendur að stofnun Hollvinasamtaka Strætó. Samtökin verða stofnuð á morgun. Vésteinn segir að tilgangurinn sé að stofna þverpólitískan hóp til að stuðla að betri almenningssamgöngum, einkum strætó. „Ég fer flestra minna ferða í strætó. Það sem ég fer ekki gangandi," segir Vésteinn. 9.2.2011 11:48 Mótmæla því að börnin séu notuð í tilraunaskyni „Lærdómur finnsku þjóðarinnar, af þeirra efnahagshruni, var að skera ekki niður í menntakerfinu! Foreldrar barna í Laugarnesskóla krefjast þess að menntayfirvöld starfi faglega, dragi lærdóm af þeirra reynslu, en noti ekki börnin okkar sem í tilraunaskyni," segir í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í morgun. 9.2.2011 11:44 Þórður Friðjónsson látinn Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, er látinn, 59 ára að aldri. Þórður lést á sjúkrahúsi í borginni Friedrichshafen í Suður-Þýskalandi í gær eftir skammvinna baráttu við krabbamein en hann var á ferðalagi með 9.2.2011 11:23 Perlan þótti ógn á sínum tíma - Harpan alveg meinlaus Þær áhyggjur sem fram komu í fjölmiðlum í gær um samkeppni frá Hörpunni eru fullkomlega óþarfar. Íslenskum ráðstefnu- og viðburðahöldurum stafar ekki ógn af Hörpunni - heldur felur hún miklu frekar í sér tækifæri fyrir þá og aðra ferðaþjónustuaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, hefur sent frá sér í tilefni af fréttaumfjöllun þar sem fram hefur komið að rekstraraðilar veislusala hafa áhyggjur af afkomu sinni þegar þeir þurfa að keppa við glæsihýsið Hörpuna. 9.2.2011 11:13 Spá fækkun dauðsfalla af völdum krabbameins Sérfræðingar búast við því að töluvert dragi úr dauðsföllum af völdum krabbameins í Evrópu þetta árið samanborið við síðustu ár. Sérfræðingarnir styðjast við gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og segjast þeir geri ráð fyrir að dauðsföllum af völdum krabbameins fækki um sjö prósent hjá körlum og um sex prósent hjá konum, borið saman við árið 2007. Reiknað er með að samanlagt látist 1,3 milljónir manna af völdum krabbameins á árinu. 9.2.2011 11:00 Íslendingar stela meira af tónlist en aðrar þjóðir „Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. 9.2.2011 11:00 Hár- og blóðsýni skimuð við leit að díoxínmengun í fólki Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að gera sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum þriggja sveitarfélaga vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum. Viðlíka rannsókn hefur aldrei verið gerð áður hér á landi. 9.2.2011 11:00 Krefjast samráðs um sameiningaráform Fulltrúar í menntaráði Reykjavíkurborgar hafa ekki verið hafðir nægilega með í ráðum í yfirstandandi vinnu varðandi sameiningar eða samrekstur innan skólastarfs borgarinnar. 9.2.2011 11:00 Byggðu tvö snjóhús og grófu göng á milli Það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni undanfarna daga mörgum til ama, en öðrum til skemmtunar. Félagarnir Viktor Helgi Benediktsson, Kolbeinn Sveinsson og Hrafn Friðriksson, sem eru allir tólf ára gamlir, nýttu snjóinn til þess að grafa göng. 9.2.2011 10:34 Ekki merki um eitrunaráhrif í mjólk og kjöti Frumathuganir á díóxinmengun í mjólk og kjöti í Skutulsfirði, nálægum fjörðum og á Svínafelli benda ekki til þess að eitrunaráhrif í þessum vörum séu merkjanleg. Haldinn var fundur í samstarfsnefnd um sóttvarnir í gær þar sem rætt var um nýlegar mælingar á díoxínmengun í mjólk og kjöti. Fundinn sátu fulltrúar Matvælastofnunar, Sóttvarnalæknis og Umhverfisstofnunar. Einnig komu á fundinn sérfræðingar í eiturefnafræðum. 9.2.2011 10:29 Bræður grunaðir um að kaupa þýfi Tveir erlendir bræður hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. febrúar vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tugum innbrota og þjófnaðarmála. 9.2.2011 10:00 Björgunarsveitarmenn unnu fram á nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru víða við vinnu fram á nótt í verkefnum sem sköpuðust í óveðrinu sem gekk yfir landið. 9.2.2011 09:47 Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9.2.2011 09:28 Vilja 7-8% launahækkun á þremur árum Samtök atvinnulífsins vilja gera kjarasamninga til þriggja ára með 7-8% launahækkunum á tímabilinu. Þetta kom fram í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, á fundi samtakanna um launamál og kjaraviðræður á Grand Hotel. 9.2.2011 09:20 80 stefnuljósatrassar stöðvaðir Lögreglan stöðvaði 80 ökumenn, sem fóru um Grandatorg í Reykjavík í gær, án þess að nota stefnuljós, en lögreglan leggur nú áherslu á að fylgjast með notkun stefnuljósa í hringtorgum. 9.2.2011 09:04 Fundað í bræðsludeilunni á morgun Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og starfsmanna í loðnubræðslum hafa verið boðaðir til samningafundar á morgun, en að óbreyttu hefst verkfall í loðnubræðslunum í næstu viku. 9.2.2011 09:01 Geislagleraugu í alla lögreglubíla Sérstök sólgleraugu til varnar leysigeislum verða senn komin í alla lögreglubíla í Svíþjóð, en tilgangurinn er að verja lögregluþjóna gegn augnskaða sem getur orsakast af bláum og grænum geislum. 9.2.2011 08:30 Fólk farið að spara einkabílinn Almenningur virðist vera farinn að draga úr akstri einkabíla, einkum eftir að bensín- og dísilverð fór yfir 200 krónur á lítrann. 9.2.2011 08:17 Ofbeldismaður áfram í haldi Hæstiréttur hefur staðfest framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Andra Vilhelm Guðmundssyni, 24 ára Keflvíkingi sem grunaður er um lífshættulega líkamsárás í Hafnarstræti á nýársnótt. 9.2.2011 08:00 Verklagi hefur þegar verið breytt Flugmálastjórn vísar á bug aðdróttunum um að vera handbendi ákveðins flugrekanda enda leitast stofnunin við að veita heimildir í takt við alþjóðlegt verklag í flugréttindum, en veitir hins vegar ekki heimildir á grundvelli samkeppnislaga. 9.2.2011 08:00 Mannlausir bílar lentu í árekstri í rokinu Tveir mannlausir bílar lentu í árekstri í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, þegar hvöss vindhviða feykti þeim saman á svelluðu bílastæði. 9.2.2011 07:52 Fái bætur fyrir tengiskostnað Bæjarráð Hveragerðis hefur ákveðið að taka að sér að reka dómsmál fyrir húseiganda í bænum gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarráðið telur að Orkuveitan, sem keypti Hitaveitu Hveragerðis fyrir nokkrum árum, eigi að kosta sérstakan búnað sem húseigendur á vissu svæði í bænum þurfa til að tengjast hitaveitunni. 9.2.2011 07:15 Hot Springs hótel með áfengi á Heilsuhælinu „Það er ekki nema von að menn séu hissa á því að verið sé að sækja um vínveitingaleyfi fyrir heilsustofnun,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri NLFÍ hótel sem hefur fengið leyfi til að selja vín á heilsuhælinu í Hveragerði. 9.2.2011 07:00 Vilja kaupmáttarskerðingu bætta Krafan um samræmda launastefnu og heildarkjarasamninga undir forystu ASÍ og SA mætir mikilli andstöðu frá forsvarsmönnum og félagsmönnum stéttarfélaga þar sem starfsfólk í útflutningsgreinum er ráðandi. „Nú eru útflutningsgreinarnar að velta sér upp úr peningum,“ segir Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfsgreinafélags á Austurlandi. „Við viljum eitthvað af þessum peningum til okkar félagsmanna.“ 9.2.2011 07:00 Vilja setja vistvænan kjúkling á markað Eigendur Brúneggs eru nú að skoða þann möguleika að setja vistvæna unghana sem matvöru á markað. 9.2.2011 07:00 Iðnaðarhúsnæði brann við Bolafót Mikið tjón varð þegar iðnaðarhús við Bolafót í Njarðvík i Reykjanesbæ, gjör eyilagðist í eldi í nótt. Þar voru þrjú fyrirtæki, og kviknaði eldurinn í húsnæði eins þeirra og barst hratt um allt húsið. 9.2.2011 06:17 Eyða ágengum plöntum í Vatnsmýri Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Norræna húsið eru komin í samstarf um friðland í Vatnsmýrinni. 9.2.2011 06:00 „Loðnubrestur af mannavöldum“ Boðað hefur verið ótímabundið verkfall í nær öllum loðnubræðslum landsins frá næsta þriðjudagskvöldi. Þrjú verkalýðsfélög samþykktu verkfallsboðun í gær með meginþorra atkvæða. 9.2.2011 06:00 Efast um „alkunna“ ályktun Hæstaréttar Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur taki upp ákvörðun sína um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings vegna galla á málsmeðferðinni og að ógildingin verði felld úr gildi ellegar atkvæði talin á nýjan leik. 9.2.2011 05:00 Strákar hreyfa sig meira en stelpur Allt of fá níu og fimmtán ára börn hér á landi hreyfa sig nægjanlega lengi af meðalerfiðri og erfiðri ákefð dag hvern. Drengir virðast hreyfa sig meira en stúlkur og það mælast neikvæð tengsl milli hreyfingar og holdafars íslenskra barna. 9.2.2011 05:00 Hannes sleppur við 400 milljóna skuld að sinni Hannes Smárason þarf ekki að sinni að standa skil á 400 milljóna króna skuld, samkvæmt sjálfskuldarábyrgð á láni Glitnis til einkahlutafélags hans. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi um þetta í gær. 9.2.2011 05:00 Styðja Kristján og segja aðra bera ábyrgðina Stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lýsir fyllsta trausti á Kristjáni Gunnarssyni til að gegna formennsku í félaginu og harmar þá ákvörðun hans að segja af sér formennsku í Starfsgreinasambandinu og draga sig út úr störfum fyrir ASÍ og lífeyrissjóðinn Festu. 9.2.2011 04:00 Íslendingum fjölgar að nýju Íslendingum fjölgaði um 822 á árinu 2010, en 1. janúar síðastliðinn voru landsmenn 318.452 talsins og hafði fjölgað um 0,3 prósent milli ára, að því er fram kemur í nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Fjöldinn hefur þó ekki enn náð hámarkinu sem var árið 2009, þegar 319.368 bjuggu á landinu. 9.2.2011 04:00 Aldrei fleiri erlendir gestir Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margir í janúar og í ár, frá því að Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. 9.2.2011 03:30 Nokkur útköll - engar fregnir af miklu tjóni Björgunarsveitir hafa verið í nokkur útköll í kvöld vegna óveðursins sem gengur nú yfir. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í Hveragerði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, á Kjalarnesi og Selfossi. 8.2.2011 21:43 Harpa fær flygil: Gefendur hefðu orðið jóðlandi glaðir „Ég varð himinlifandi þegar ég heyrði að hluti arfsins hefði farið í kaup á slíkum dýrgrip og veit að Einar og Knútur hefðu orðið jóðlandi glaðir," segir Guðrún Bergsveinsdóttir, kær vinkona menningarunnendanna Einars G. Eggertssonar og Knúts R. Einarssonar sem arfleiddu Hörpu að öllum eigum sínum en rausnarlegur arfur þeirra gerði Hörpu kleift að kaupa afbragðs Steinway konsertflygil. 8.2.2011 20:45 Vegleg blót hjá Íslendingafélögum „Það hefur bæst við fólk jafnt og þétt síðasta ár, á meðan ég hef verið formaður,“ segir Haraldur Karlsson, formaður Íslendingafélagsins í Ósló. Starfsemi Íslendingafélaga víða um heim er í miklum blóma um þessar mundir. Haraldur segir stöðuga fjölgun vera í félaginu í Ósló, enda margir Íslendingar sem hafa flust þangað í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Það ganga þó ekki allir sem flytja út í félagið. 8.2.2011 20:00 Innbrot í Gullbúðina upplýst Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur upplýst innbrot í Gullbúðina við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags 2010. Brotin var rúða í versluninni og skartgripum og úrum sem voru í glugganum stolið. 8.2.2011 17:13 Ávísun á hreyfingu í stað lyfseðla Hreyfiseðlar hafa í ákveðnum tilvikum tekið við af lyfseðlum í Svíþjóð. Nú hillir einnig undir slíkt fyrirkomulag hérlendis. „Í stað þess að skrifa út lyfseðla eru skrifaðir út hreyfiseðlar sem geta verið mismunandi eftir eðli heilsufarsvandamálsins,“ segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði og varaforstöðumaður streiturannsóknarstöðvar í Gautaborg. 8.2.2011 20:15 Vonast eftir undirritun samninga um kísilver á föstudag Vonir standa til að unnt verði að undirrita á föstudag samninga um átján milljarða króna uppbyggingu kísilvers í Helguvík. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir þrjá mánuði. 8.2.2011 19:09 Hellisheiðin lokuð vegna veðurs Lögregla og Vegagerðin hafa lokað Hellisheiði, Þrengslavegi og Sandskeiði vegna veðurs. Fjöldi bíla eru fastir en mikið óveður er á svæðinu og spáð er stormi í kvöld. 8.2.2011 19:05 Milljónir í öskubætur Viðlagatrygging hefur greitt íbúum undir Eyjafjöllum og nágrenni um 45 milljónir í bætur vegna tjóns af völdum öskufalls sem varð í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Heildaráætlun viðlagatryggingar gerir ráð fyrir að 250 milljónir króna verði greiddar í bætur. 8.2.2011 18:45 Von á stormi fram á nótt Veðurstofa Íslands vekur athygli á stormviðvörun en spáð er austan og suðaustan stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt. 8.2.2011 17:49 Krefst þess að Jón Steinar víki sæti Gísli Tryggvason lögmaður, sem kjörinn var stjórnlagaþingsfulltrúi fór í dag fram á endurupptöku á ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings. Gísli óskar eftir því að meðferð beiðninnar verði flýtt eins og kostur sé og bendir á að stjórnlagaþing eigi að koma saman hinn 15. febrúar samkvæmt lögum. Þá krefst Gísli þess að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, sem tók þátt í málsmeðferð Hæstaréttar í umræddum kærumálum, víki sæti við afgreiðslu. Gísli telur að Jón Steinar sé vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsþættinum Návígi. 8.2.2011 16:40 Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8.2.2011 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hollvinir Strætó sameinast Strætó er ágætis ferðamáti og vanmetinn, segir Vésteinn Valgarðsson, sem stendur að stofnun Hollvinasamtaka Strætó. Samtökin verða stofnuð á morgun. Vésteinn segir að tilgangurinn sé að stofna þverpólitískan hóp til að stuðla að betri almenningssamgöngum, einkum strætó. „Ég fer flestra minna ferða í strætó. Það sem ég fer ekki gangandi," segir Vésteinn. 9.2.2011 11:48
Mótmæla því að börnin séu notuð í tilraunaskyni „Lærdómur finnsku þjóðarinnar, af þeirra efnahagshruni, var að skera ekki niður í menntakerfinu! Foreldrar barna í Laugarnesskóla krefjast þess að menntayfirvöld starfi faglega, dragi lærdóm af þeirra reynslu, en noti ekki börnin okkar sem í tilraunaskyni," segir í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í morgun. 9.2.2011 11:44
Þórður Friðjónsson látinn Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, er látinn, 59 ára að aldri. Þórður lést á sjúkrahúsi í borginni Friedrichshafen í Suður-Þýskalandi í gær eftir skammvinna baráttu við krabbamein en hann var á ferðalagi með 9.2.2011 11:23
Perlan þótti ógn á sínum tíma - Harpan alveg meinlaus Þær áhyggjur sem fram komu í fjölmiðlum í gær um samkeppni frá Hörpunni eru fullkomlega óþarfar. Íslenskum ráðstefnu- og viðburðahöldurum stafar ekki ógn af Hörpunni - heldur felur hún miklu frekar í sér tækifæri fyrir þá og aðra ferðaþjónustuaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, hefur sent frá sér í tilefni af fréttaumfjöllun þar sem fram hefur komið að rekstraraðilar veislusala hafa áhyggjur af afkomu sinni þegar þeir þurfa að keppa við glæsihýsið Hörpuna. 9.2.2011 11:13
Spá fækkun dauðsfalla af völdum krabbameins Sérfræðingar búast við því að töluvert dragi úr dauðsföllum af völdum krabbameins í Evrópu þetta árið samanborið við síðustu ár. Sérfræðingarnir styðjast við gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og segjast þeir geri ráð fyrir að dauðsföllum af völdum krabbameins fækki um sjö prósent hjá körlum og um sex prósent hjá konum, borið saman við árið 2007. Reiknað er með að samanlagt látist 1,3 milljónir manna af völdum krabbameins á árinu. 9.2.2011 11:00
Íslendingar stela meira af tónlist en aðrar þjóðir „Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. 9.2.2011 11:00
Hár- og blóðsýni skimuð við leit að díoxínmengun í fólki Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að gera sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum þriggja sveitarfélaga vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum. Viðlíka rannsókn hefur aldrei verið gerð áður hér á landi. 9.2.2011 11:00
Krefjast samráðs um sameiningaráform Fulltrúar í menntaráði Reykjavíkurborgar hafa ekki verið hafðir nægilega með í ráðum í yfirstandandi vinnu varðandi sameiningar eða samrekstur innan skólastarfs borgarinnar. 9.2.2011 11:00
Byggðu tvö snjóhús og grófu göng á milli Það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni undanfarna daga mörgum til ama, en öðrum til skemmtunar. Félagarnir Viktor Helgi Benediktsson, Kolbeinn Sveinsson og Hrafn Friðriksson, sem eru allir tólf ára gamlir, nýttu snjóinn til þess að grafa göng. 9.2.2011 10:34
Ekki merki um eitrunaráhrif í mjólk og kjöti Frumathuganir á díóxinmengun í mjólk og kjöti í Skutulsfirði, nálægum fjörðum og á Svínafelli benda ekki til þess að eitrunaráhrif í þessum vörum séu merkjanleg. Haldinn var fundur í samstarfsnefnd um sóttvarnir í gær þar sem rætt var um nýlegar mælingar á díoxínmengun í mjólk og kjöti. Fundinn sátu fulltrúar Matvælastofnunar, Sóttvarnalæknis og Umhverfisstofnunar. Einnig komu á fundinn sérfræðingar í eiturefnafræðum. 9.2.2011 10:29
Bræður grunaðir um að kaupa þýfi Tveir erlendir bræður hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. febrúar vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tugum innbrota og þjófnaðarmála. 9.2.2011 10:00
Björgunarsveitarmenn unnu fram á nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru víða við vinnu fram á nótt í verkefnum sem sköpuðust í óveðrinu sem gekk yfir landið. 9.2.2011 09:47
Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9.2.2011 09:28
Vilja 7-8% launahækkun á þremur árum Samtök atvinnulífsins vilja gera kjarasamninga til þriggja ára með 7-8% launahækkunum á tímabilinu. Þetta kom fram í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, á fundi samtakanna um launamál og kjaraviðræður á Grand Hotel. 9.2.2011 09:20
80 stefnuljósatrassar stöðvaðir Lögreglan stöðvaði 80 ökumenn, sem fóru um Grandatorg í Reykjavík í gær, án þess að nota stefnuljós, en lögreglan leggur nú áherslu á að fylgjast með notkun stefnuljósa í hringtorgum. 9.2.2011 09:04
Fundað í bræðsludeilunni á morgun Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og starfsmanna í loðnubræðslum hafa verið boðaðir til samningafundar á morgun, en að óbreyttu hefst verkfall í loðnubræðslunum í næstu viku. 9.2.2011 09:01
Geislagleraugu í alla lögreglubíla Sérstök sólgleraugu til varnar leysigeislum verða senn komin í alla lögreglubíla í Svíþjóð, en tilgangurinn er að verja lögregluþjóna gegn augnskaða sem getur orsakast af bláum og grænum geislum. 9.2.2011 08:30
Fólk farið að spara einkabílinn Almenningur virðist vera farinn að draga úr akstri einkabíla, einkum eftir að bensín- og dísilverð fór yfir 200 krónur á lítrann. 9.2.2011 08:17
Ofbeldismaður áfram í haldi Hæstiréttur hefur staðfest framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Andra Vilhelm Guðmundssyni, 24 ára Keflvíkingi sem grunaður er um lífshættulega líkamsárás í Hafnarstræti á nýársnótt. 9.2.2011 08:00
Verklagi hefur þegar verið breytt Flugmálastjórn vísar á bug aðdróttunum um að vera handbendi ákveðins flugrekanda enda leitast stofnunin við að veita heimildir í takt við alþjóðlegt verklag í flugréttindum, en veitir hins vegar ekki heimildir á grundvelli samkeppnislaga. 9.2.2011 08:00
Mannlausir bílar lentu í árekstri í rokinu Tveir mannlausir bílar lentu í árekstri í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, þegar hvöss vindhviða feykti þeim saman á svelluðu bílastæði. 9.2.2011 07:52
Fái bætur fyrir tengiskostnað Bæjarráð Hveragerðis hefur ákveðið að taka að sér að reka dómsmál fyrir húseiganda í bænum gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarráðið telur að Orkuveitan, sem keypti Hitaveitu Hveragerðis fyrir nokkrum árum, eigi að kosta sérstakan búnað sem húseigendur á vissu svæði í bænum þurfa til að tengjast hitaveitunni. 9.2.2011 07:15
Hot Springs hótel með áfengi á Heilsuhælinu „Það er ekki nema von að menn séu hissa á því að verið sé að sækja um vínveitingaleyfi fyrir heilsustofnun,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri NLFÍ hótel sem hefur fengið leyfi til að selja vín á heilsuhælinu í Hveragerði. 9.2.2011 07:00
Vilja kaupmáttarskerðingu bætta Krafan um samræmda launastefnu og heildarkjarasamninga undir forystu ASÍ og SA mætir mikilli andstöðu frá forsvarsmönnum og félagsmönnum stéttarfélaga þar sem starfsfólk í útflutningsgreinum er ráðandi. „Nú eru útflutningsgreinarnar að velta sér upp úr peningum,“ segir Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfsgreinafélags á Austurlandi. „Við viljum eitthvað af þessum peningum til okkar félagsmanna.“ 9.2.2011 07:00
Vilja setja vistvænan kjúkling á markað Eigendur Brúneggs eru nú að skoða þann möguleika að setja vistvæna unghana sem matvöru á markað. 9.2.2011 07:00
Iðnaðarhúsnæði brann við Bolafót Mikið tjón varð þegar iðnaðarhús við Bolafót í Njarðvík i Reykjanesbæ, gjör eyilagðist í eldi í nótt. Þar voru þrjú fyrirtæki, og kviknaði eldurinn í húsnæði eins þeirra og barst hratt um allt húsið. 9.2.2011 06:17
Eyða ágengum plöntum í Vatnsmýri Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Norræna húsið eru komin í samstarf um friðland í Vatnsmýrinni. 9.2.2011 06:00
„Loðnubrestur af mannavöldum“ Boðað hefur verið ótímabundið verkfall í nær öllum loðnubræðslum landsins frá næsta þriðjudagskvöldi. Þrjú verkalýðsfélög samþykktu verkfallsboðun í gær með meginþorra atkvæða. 9.2.2011 06:00
Efast um „alkunna“ ályktun Hæstaréttar Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur taki upp ákvörðun sína um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings vegna galla á málsmeðferðinni og að ógildingin verði felld úr gildi ellegar atkvæði talin á nýjan leik. 9.2.2011 05:00
Strákar hreyfa sig meira en stelpur Allt of fá níu og fimmtán ára börn hér á landi hreyfa sig nægjanlega lengi af meðalerfiðri og erfiðri ákefð dag hvern. Drengir virðast hreyfa sig meira en stúlkur og það mælast neikvæð tengsl milli hreyfingar og holdafars íslenskra barna. 9.2.2011 05:00
Hannes sleppur við 400 milljóna skuld að sinni Hannes Smárason þarf ekki að sinni að standa skil á 400 milljóna króna skuld, samkvæmt sjálfskuldarábyrgð á láni Glitnis til einkahlutafélags hans. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi um þetta í gær. 9.2.2011 05:00
Styðja Kristján og segja aðra bera ábyrgðina Stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lýsir fyllsta trausti á Kristjáni Gunnarssyni til að gegna formennsku í félaginu og harmar þá ákvörðun hans að segja af sér formennsku í Starfsgreinasambandinu og draga sig út úr störfum fyrir ASÍ og lífeyrissjóðinn Festu. 9.2.2011 04:00
Íslendingum fjölgar að nýju Íslendingum fjölgaði um 822 á árinu 2010, en 1. janúar síðastliðinn voru landsmenn 318.452 talsins og hafði fjölgað um 0,3 prósent milli ára, að því er fram kemur í nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Fjöldinn hefur þó ekki enn náð hámarkinu sem var árið 2009, þegar 319.368 bjuggu á landinu. 9.2.2011 04:00
Aldrei fleiri erlendir gestir Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margir í janúar og í ár, frá því að Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. 9.2.2011 03:30
Nokkur útköll - engar fregnir af miklu tjóni Björgunarsveitir hafa verið í nokkur útköll í kvöld vegna óveðursins sem gengur nú yfir. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í Hveragerði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, á Kjalarnesi og Selfossi. 8.2.2011 21:43
Harpa fær flygil: Gefendur hefðu orðið jóðlandi glaðir „Ég varð himinlifandi þegar ég heyrði að hluti arfsins hefði farið í kaup á slíkum dýrgrip og veit að Einar og Knútur hefðu orðið jóðlandi glaðir," segir Guðrún Bergsveinsdóttir, kær vinkona menningarunnendanna Einars G. Eggertssonar og Knúts R. Einarssonar sem arfleiddu Hörpu að öllum eigum sínum en rausnarlegur arfur þeirra gerði Hörpu kleift að kaupa afbragðs Steinway konsertflygil. 8.2.2011 20:45
Vegleg blót hjá Íslendingafélögum „Það hefur bæst við fólk jafnt og þétt síðasta ár, á meðan ég hef verið formaður,“ segir Haraldur Karlsson, formaður Íslendingafélagsins í Ósló. Starfsemi Íslendingafélaga víða um heim er í miklum blóma um þessar mundir. Haraldur segir stöðuga fjölgun vera í félaginu í Ósló, enda margir Íslendingar sem hafa flust þangað í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Það ganga þó ekki allir sem flytja út í félagið. 8.2.2011 20:00
Innbrot í Gullbúðina upplýst Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur upplýst innbrot í Gullbúðina við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags 2010. Brotin var rúða í versluninni og skartgripum og úrum sem voru í glugganum stolið. 8.2.2011 17:13
Ávísun á hreyfingu í stað lyfseðla Hreyfiseðlar hafa í ákveðnum tilvikum tekið við af lyfseðlum í Svíþjóð. Nú hillir einnig undir slíkt fyrirkomulag hérlendis. „Í stað þess að skrifa út lyfseðla eru skrifaðir út hreyfiseðlar sem geta verið mismunandi eftir eðli heilsufarsvandamálsins,“ segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði og varaforstöðumaður streiturannsóknarstöðvar í Gautaborg. 8.2.2011 20:15
Vonast eftir undirritun samninga um kísilver á föstudag Vonir standa til að unnt verði að undirrita á föstudag samninga um átján milljarða króna uppbyggingu kísilvers í Helguvík. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir þrjá mánuði. 8.2.2011 19:09
Hellisheiðin lokuð vegna veðurs Lögregla og Vegagerðin hafa lokað Hellisheiði, Þrengslavegi og Sandskeiði vegna veðurs. Fjöldi bíla eru fastir en mikið óveður er á svæðinu og spáð er stormi í kvöld. 8.2.2011 19:05
Milljónir í öskubætur Viðlagatrygging hefur greitt íbúum undir Eyjafjöllum og nágrenni um 45 milljónir í bætur vegna tjóns af völdum öskufalls sem varð í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Heildaráætlun viðlagatryggingar gerir ráð fyrir að 250 milljónir króna verði greiddar í bætur. 8.2.2011 18:45
Von á stormi fram á nótt Veðurstofa Íslands vekur athygli á stormviðvörun en spáð er austan og suðaustan stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt. 8.2.2011 17:49
Krefst þess að Jón Steinar víki sæti Gísli Tryggvason lögmaður, sem kjörinn var stjórnlagaþingsfulltrúi fór í dag fram á endurupptöku á ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings. Gísli óskar eftir því að meðferð beiðninnar verði flýtt eins og kostur sé og bendir á að stjórnlagaþing eigi að koma saman hinn 15. febrúar samkvæmt lögum. Þá krefst Gísli þess að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, sem tók þátt í málsmeðferð Hæstaréttar í umræddum kærumálum, víki sæti við afgreiðslu. Gísli telur að Jón Steinar sé vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsþættinum Návígi. 8.2.2011 16:40
Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8.2.2011 16:30