Vilja kaupmáttarskerðingu bætta 9. febrúar 2011 07:00 Álverið í Reyðarfirði samdi við starfsmenn sína um háar eingreiðslur gegn því að framlengja kjarasamning til skamms tíma. Þrýst er á um að fleiri útflutningsfyrirtæki fari sömu leið. Krafan um samræmda launastefnu og heildarkjarasamninga undir forystu ASÍ og SA mætir mikilli andstöðu frá forsvarsmönnum og félagsmönnum stéttarfélaga þar sem starfsfólk í útflutningsgreinum er ráðandi. „Nú eru útflutningsgreinarnar að velta sér upp úr peningum,“ segir Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfsgreinafélags á Austurlandi. „Við viljum eitthvað af þessum peningum til okkar félagsmanna.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), nálgast málið með svipuðum hætti. Um 70 prósent félagsmanna í VLFA starfa í útflutningsgreinum; sjávarútvegi og stóriðju. Félagið gerði síðast kjarasamning 17. febrúar árið 2008. Þá kostaði Bandaríkjadalurinn um 66 krónur. Í dag er gengi dalsins tæpar 116 krónur. Kostnaður útflutningsfyrirtækja við launagreiðslur til íslenskra starfsmanna er því mun lægra hlutfall af tekjum heldur en var þegar síðustu samningar voru gerðir. „Við gerum þá kröfu að kaupmáttarskerðingunni verði skilað til baka. Það eru engar forsendur fyrir þeirri skerðingu,“ segir Vilhjálmur. „Það mun aldrei ríkja sátt um það að taka allan íslenskan vinnumarkað undir í samræmdri launastefnu óháð getu hverrar atvinnugreinar fyrir sig. Sverrir Albertsson nefnir að starfsfólk útflutningsfyrirtækja á landsbyggðinni naut þess í engu þegar krónan var sterkust á þensluárunum. Vilhjálmur og Sverrir leggja áherslu á að félagsleg samstaða sé innan félaganna um þessa nálgun. „Við erum algjörlega tilbúin til að taka þátt í að sýna atvinnugreinum sem eiga undir högg að sækja skilning,“ segir Vilhjálmur og nefnir byggingariðnaðinn í því sambandi. „Ástand atvinnugreina er afar mismunandi.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hvikar hins vegar ekki frá kröfum um samræmda launastefnu. „Við ætlum ekki að láta undan kröfum um umframhækkanir og framkalla verðbólgu,“ segir hann. Núverandi staða krónunnar sé tímabundið ástand og óeðlilegt. Afstaða atvinnurekenda sé skýr og hún sé sú að sömu hækkanir eigi að bjóða starfsmönnum í sjávarútvegi, byggingariðnaði, stóriðju og öðrum greinum á almennum markaði og að þeim samningum undirrituðum, starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Miklar hækkanir til einstakra greina muni flæða yfir allt atvinnulífið og valda verðbólgu.peturg@frettabladid.is Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Krafan um samræmda launastefnu og heildarkjarasamninga undir forystu ASÍ og SA mætir mikilli andstöðu frá forsvarsmönnum og félagsmönnum stéttarfélaga þar sem starfsfólk í útflutningsgreinum er ráðandi. „Nú eru útflutningsgreinarnar að velta sér upp úr peningum,“ segir Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfsgreinafélags á Austurlandi. „Við viljum eitthvað af þessum peningum til okkar félagsmanna.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), nálgast málið með svipuðum hætti. Um 70 prósent félagsmanna í VLFA starfa í útflutningsgreinum; sjávarútvegi og stóriðju. Félagið gerði síðast kjarasamning 17. febrúar árið 2008. Þá kostaði Bandaríkjadalurinn um 66 krónur. Í dag er gengi dalsins tæpar 116 krónur. Kostnaður útflutningsfyrirtækja við launagreiðslur til íslenskra starfsmanna er því mun lægra hlutfall af tekjum heldur en var þegar síðustu samningar voru gerðir. „Við gerum þá kröfu að kaupmáttarskerðingunni verði skilað til baka. Það eru engar forsendur fyrir þeirri skerðingu,“ segir Vilhjálmur. „Það mun aldrei ríkja sátt um það að taka allan íslenskan vinnumarkað undir í samræmdri launastefnu óháð getu hverrar atvinnugreinar fyrir sig. Sverrir Albertsson nefnir að starfsfólk útflutningsfyrirtækja á landsbyggðinni naut þess í engu þegar krónan var sterkust á þensluárunum. Vilhjálmur og Sverrir leggja áherslu á að félagsleg samstaða sé innan félaganna um þessa nálgun. „Við erum algjörlega tilbúin til að taka þátt í að sýna atvinnugreinum sem eiga undir högg að sækja skilning,“ segir Vilhjálmur og nefnir byggingariðnaðinn í því sambandi. „Ástand atvinnugreina er afar mismunandi.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hvikar hins vegar ekki frá kröfum um samræmda launastefnu. „Við ætlum ekki að láta undan kröfum um umframhækkanir og framkalla verðbólgu,“ segir hann. Núverandi staða krónunnar sé tímabundið ástand og óeðlilegt. Afstaða atvinnurekenda sé skýr og hún sé sú að sömu hækkanir eigi að bjóða starfsmönnum í sjávarútvegi, byggingariðnaði, stóriðju og öðrum greinum á almennum markaði og að þeim samningum undirrituðum, starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Miklar hækkanir til einstakra greina muni flæða yfir allt atvinnulífið og valda verðbólgu.peturg@frettabladid.is
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira