Íslendingar stela meira af tónlist en aðrar þjóðir 9. febrúar 2011 11:00 Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir. Engilbert Hafsteinsson á Tonlist.is bendir þó á að kaup á tónlist á netinu á Íslandi séu í mikilli sókn. fréttablaðið/gva „Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira