Efast um „alkunna“ ályktun Hæstaréttar 9. febrúar 2011 05:00 Gísli Tryggvason. Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur taki upp ákvörðun sína um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings vegna galla á málsmeðferðinni og að ógildingin verði felld úr gildi ellegar atkvæði talin á nýjan leik. Gísli Tryggvason, einn þeirra 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið, lagði fram beiðni um þetta í Hæstarétti í gær. Hún var unnin í samstarfi við nokkra aðra úr hópi hinna kjörnu og kynnt meirihluta 25-menninganna á fundi í fyrrakvöld þar sem hún mæltist vel fyrir að sögn Gísla. Rökin fyrir endurupptöku eru þau að málið geti ekki talist fullrannsakað af hálfu Hæstaréttar. Ákvörðunin byggist að miklu leyti á þeim ágalla á kosningunni að atkvæði hafi verið rekjanleg til kjósenda. Um það atriði segir í niðurstöðu Hæstaréttar að „alkunna" sé að stemma af fjölda kjósenda sem mæta á kjörstað með því að rita nafn nöfn þeirra í þeirri röð sem þeir mæta. Vegna þess að kjörseðlar voru merktir með auðkennisnúmerum hefði þannig mátt komast að því hver átti hvaða seðil. Í endurupptökubeiðninni er þessu mótmælt sem ósönnuðu, og meðal annars vitnað til nokkurra einstaklinga sem starfað hafa að kosningum og kannast ekki við skráningu af því tagi sem Hæstiréttur lýsir sem alkunnu verklagi. Því er það mat Gísla að Hæstiréttur hafi byggt ákvörðun sína á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum og beri að skoða málið á nýjan leik og kanna það þá til hlítar. Verði fallist á endurupptökubeiðnina er það aðalkrafa Gísla að ákvörðun Hæstaréttar verði snúið og kosningin talin gild, enda hafi ekkert komið fram um að ágallarnir hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Varakrafan er sú að atkvæðin verði talin á nýjan leik, og leggur Gísli til að þá yrði komið í veg fyrir öll vafaatriði; auðkenni afmáð og ný færð inn ef þurfa þykir, óháð hinum, talningin fari fram fyrir opnum dyrum og jafnvel handvirkt. „Tíminn er naumur - það er vika til stefnu," segir Gísli, og vísar til þess að stjórnlagaþing hefði átt að taka til starfa 15. febrúar. Hann vonast til að botn fáist í málið fyrir þann tíma. stigur@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur taki upp ákvörðun sína um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings vegna galla á málsmeðferðinni og að ógildingin verði felld úr gildi ellegar atkvæði talin á nýjan leik. Gísli Tryggvason, einn þeirra 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið, lagði fram beiðni um þetta í Hæstarétti í gær. Hún var unnin í samstarfi við nokkra aðra úr hópi hinna kjörnu og kynnt meirihluta 25-menninganna á fundi í fyrrakvöld þar sem hún mæltist vel fyrir að sögn Gísla. Rökin fyrir endurupptöku eru þau að málið geti ekki talist fullrannsakað af hálfu Hæstaréttar. Ákvörðunin byggist að miklu leyti á þeim ágalla á kosningunni að atkvæði hafi verið rekjanleg til kjósenda. Um það atriði segir í niðurstöðu Hæstaréttar að „alkunna" sé að stemma af fjölda kjósenda sem mæta á kjörstað með því að rita nafn nöfn þeirra í þeirri röð sem þeir mæta. Vegna þess að kjörseðlar voru merktir með auðkennisnúmerum hefði þannig mátt komast að því hver átti hvaða seðil. Í endurupptökubeiðninni er þessu mótmælt sem ósönnuðu, og meðal annars vitnað til nokkurra einstaklinga sem starfað hafa að kosningum og kannast ekki við skráningu af því tagi sem Hæstiréttur lýsir sem alkunnu verklagi. Því er það mat Gísla að Hæstiréttur hafi byggt ákvörðun sína á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum og beri að skoða málið á nýjan leik og kanna það þá til hlítar. Verði fallist á endurupptökubeiðnina er það aðalkrafa Gísla að ákvörðun Hæstaréttar verði snúið og kosningin talin gild, enda hafi ekkert komið fram um að ágallarnir hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Varakrafan er sú að atkvæðin verði talin á nýjan leik, og leggur Gísli til að þá yrði komið í veg fyrir öll vafaatriði; auðkenni afmáð og ný færð inn ef þurfa þykir, óháð hinum, talningin fari fram fyrir opnum dyrum og jafnvel handvirkt. „Tíminn er naumur - það er vika til stefnu," segir Gísli, og vísar til þess að stjórnlagaþing hefði átt að taka til starfa 15. febrúar. Hann vonast til að botn fáist í málið fyrir þann tíma. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira