Krefjast samráðs um sameiningaráform 9. febrúar 2011 11:00 Líf Magneudóttir Fulltrúar í menntaráði Reykjavíkurborgar hafa ekki verið hafðir nægilega með í ráðum í yfirstandandi vinnu varðandi sameiningar eða samrekstur innan skólastarfs borgarinnar. Þetta segir Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna (VG) í menntaráði. „Þau skipuðu starfshópinn um sameiningar í nóvember og nú hafa skólastjórnendur fengið bréf um að þeirra skóli verði mögulega sameinaður öðrum, en það hefur aldrei komið inn á borð menntaráðs. Tal um þverpólitíska sátt í menntaráði í þessum málum er þess vegna ekki rétt. Þessi vinnubrögð meirihlutans finnast mér ámælisverð." Fyrir helgi óskaði Líf eftir því að fá að sjá öll bréfaskipti í málinu og lista yfir þá skóla og leikskóla sem rætt hefur verið um að sameina. „Þau svör sem við höfum fengið frá Oddnýju [Sturludóttur, formanni menntaráðs] eru að málið sé á viðkvæmu stigi og að ekkert hafi enn verið ákveðið." Líf segir VG hafa lýst yfir óánægju vegna væntanlegs niðurskurðar í menntamálum á meðan heimild til útsvarshækkunar væri ekki fullnýtt í Reykjavík. Þegar sé búið að ganga á þjónustu við börn og nú eigi enn eftir að ganga lengra. „Við erum ekki á móti sameiningum sem slíkum, ef það er vænsti kosturinn og faglegur ávinningur hlýst af. Það er hins vegar ekki það sem býr hér að baki að okkar mati. Ég sé ekki að það sem á að sparast sé forsvaranlegt með þeim aðgerðum sem nú eru í farvatninu." Samtök foreldra barna í grunn- og leikskólum borgarinnar, SAMFOK og Börnin okkar, taka undir gagnrýni Lífar, en Oddný segir verkið vera á áætlun. „Borgarráð skipaði starfshópinn til að vinna þessa vinnu og nú fær menntaráð yfirlit yfir málið, á eðlilegum tíma. Við höfum átt samtal við foreldra á hverfafundum og í rýnihópum og allt í allt hafa því um 600 starfsmenn og foreldrar komið að málinu." Oddný bætir því við að þrír borgarfulltrúar eigi sæti í starfshópnum, en VG hafi ekki lagt sig eftir því að taka þátt. „VG var velkomið að taka þátt í þessari vinnu frá upphafi. Það hefði verið ákjósanlegast ef allir flokkar hefðu komið að og mótað þetta verkefni í sameiningu." Málið verður einnig tekið fyrir í borgarráði og á fundi með stjórnendum á morgun. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Á næstunni er svo enn meira samtal og greining." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Fulltrúar í menntaráði Reykjavíkurborgar hafa ekki verið hafðir nægilega með í ráðum í yfirstandandi vinnu varðandi sameiningar eða samrekstur innan skólastarfs borgarinnar. Þetta segir Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna (VG) í menntaráði. „Þau skipuðu starfshópinn um sameiningar í nóvember og nú hafa skólastjórnendur fengið bréf um að þeirra skóli verði mögulega sameinaður öðrum, en það hefur aldrei komið inn á borð menntaráðs. Tal um þverpólitíska sátt í menntaráði í þessum málum er þess vegna ekki rétt. Þessi vinnubrögð meirihlutans finnast mér ámælisverð." Fyrir helgi óskaði Líf eftir því að fá að sjá öll bréfaskipti í málinu og lista yfir þá skóla og leikskóla sem rætt hefur verið um að sameina. „Þau svör sem við höfum fengið frá Oddnýju [Sturludóttur, formanni menntaráðs] eru að málið sé á viðkvæmu stigi og að ekkert hafi enn verið ákveðið." Líf segir VG hafa lýst yfir óánægju vegna væntanlegs niðurskurðar í menntamálum á meðan heimild til útsvarshækkunar væri ekki fullnýtt í Reykjavík. Þegar sé búið að ganga á þjónustu við börn og nú eigi enn eftir að ganga lengra. „Við erum ekki á móti sameiningum sem slíkum, ef það er vænsti kosturinn og faglegur ávinningur hlýst af. Það er hins vegar ekki það sem býr hér að baki að okkar mati. Ég sé ekki að það sem á að sparast sé forsvaranlegt með þeim aðgerðum sem nú eru í farvatninu." Samtök foreldra barna í grunn- og leikskólum borgarinnar, SAMFOK og Börnin okkar, taka undir gagnrýni Lífar, en Oddný segir verkið vera á áætlun. „Borgarráð skipaði starfshópinn til að vinna þessa vinnu og nú fær menntaráð yfirlit yfir málið, á eðlilegum tíma. Við höfum átt samtal við foreldra á hverfafundum og í rýnihópum og allt í allt hafa því um 600 starfsmenn og foreldrar komið að málinu." Oddný bætir því við að þrír borgarfulltrúar eigi sæti í starfshópnum, en VG hafi ekki lagt sig eftir því að taka þátt. „VG var velkomið að taka þátt í þessari vinnu frá upphafi. Það hefði verið ákjósanlegast ef allir flokkar hefðu komið að og mótað þetta verkefni í sameiningu." Málið verður einnig tekið fyrir í borgarráði og á fundi með stjórnendum á morgun. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Á næstunni er svo enn meira samtal og greining." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira