Fleiri fréttir

Hefur mjög góð áhrif á lífsgæði

Blindrafélagið ætlar að hafa forgöngu um smíði á íslenskum talgervli sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum. Talgervill er hugbúnaður sem hægt er að keyra á vélbúnaði, svo sem tölvum, símum, hraðbönkum og mp3-spilurum. Tækið breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Gæði talgervla eru metin út frá því hversu góður upplesturinn er. Blindrafélagið segir verkefnið munu hafa góð áhrif á lífsgæði þeirra mörg þúsund Íslendinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, hvort sem er vegna blindu, sjónskerðingar, lesblindu eða annarrar fötlunar.

Heimasíða ráðherra hrunin

Heimasíða Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, liggur niðri eftir gabb sem birtist á síðunni fyrr í dag. Þar var búið að birta færslu þar sem einhver tilkynnti um afsögn Árna Páls í hans nafni.

Valtýr hættir sem ríkissaksóknari

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að láta af embætti þann 1. apríl næstkomandi. Hann hefur starfað hjá embættinu eftir rúmlega þrjú ár hjá embættinu. Valtýr segir í samtali við Vísi að hann sé búinn að vinna í opinberri þjónustu í 40 ár og því sé komið nóg. Hann segist þó ekki vera alveg hættur að vinna. „Ég hef gaman af því að vinna og mun gera það áfram,“ segir Valtýr í samtali við Vísi.

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins - óskað eftir tilnefningum

Fréttablaðið skorar á lesendur að senda inn tilnefningar til samfélagsverðlauna blaðsins 2011. Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta íslenskt samfélag, jafnt þekktir sem óþekktir einstaklingar eða félagasamtök sem hafa verið öðrum fyrirmynd með gjörðum sínum og athöfnum.

Sagður hafa slegið móðurina við brjóstagjöf: Fær dæturnar út

Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu föður um að þrjár dætur hans verði færðar úr umsjá móður þeirra og til hans. Móðirin flúði með stúlkurnar frá Danmörku til Íslands vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis sem hún segir föður stúlknanna hafa beitt sig. Þá taldi hún börnunum beinlínis stafa hætta af umgengni við föður sinn, að því er segir í dómi, og segir móðirin hann hafa beitt þau ofbeldi.

Skokkari réðist á tólf ára dreng

Tólf ára gamall drengur varð fyrir líkamsárás við Arion banka við Breiðumörk í Hveragerði um klukkan hálfátta í gærkvöldi.

Átta óku undir áhrifum fíkniefna

Um helgina voru átta ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sjö þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, fjórir á laugardag, tveir á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 17-49 ára og þrjár konur en þær eru allar í kringum tvítugt. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptur ökuleyfi og einn var á stolnum bíl.

Tíu teknir fyrir ölvunarakstur um helgina

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, fjórir á laugardag og fimm á sunnudag. Þetta voru níu karlar á aldrinum 21-67 ára og ein kona, 45 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Ekið á hross nærri Landeyjavegi

Ekið var á hross á Landeyjavegi nærri Hvolsvelli á sunnudagskvöldinu. Aflífa varð hrossið sem ekið var á. Fjöldi tilkynninga um lausagöngu dýra, hrossa og nautgripa kom inn til lögreglunnar á Hvolsvelli í vikunni.

Tvær bílveltur nærri Hvolsvelli

Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni til lögreglunnar á Hvolsvelli. Tildrög þeirra má rekja til snjós og hálku á vegum en mikið hefur snjóað. Eins leituðu ökumenn aðstoðar lögreglu og björgunarsveita sem lent höfðu í vandræðum eftir að hafa misst bifreiðar sínar útaf.

Slæmt ferðaveður undir Eyjafjöllum

Það er slæmt ferðaveður undir Eyjafjöllum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli. Þar er að hvessa töluvert og töluverðri úrkomu er spáð. Því má búast við mikilli hálku og erfiðu færi.

Króaði vopnaðan ræningja af

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir tilraun til ráns, þjófnað og gripdeildir. Manninum er gefið að sök að hafa í nóvember 2009 farið inn í Háteigskjör í Reykjavík, vopnaður hnífi, ógnað starfsmanni og öskrað: „Þetta er rán, þetta er rán.“

Óliðlegt hjá borginni að moka ekki eldri borgara út

„Ég hef ekki heyrt svona lagað áður og finnst þetta heldur óliðlegt hjá borginni,“ segir Sigurður Einarsson, framkvæmdarstjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, en Vísir greindi frá því í morgun að maður á níræðisaldri væri fastur heima hjá sér eftir að borgin stíflaði innkeyrsluna hans eftir snjómokstur.

Fréttir af afsögn Árna Páls stórlega ýktar

„Fréttir af afsögn minni eru stórlega ýktar,“ sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við starfsmann sinn í ráðuneytinu þegar hann tilkynnti honum að frásagnir af afsögn væru komnar á kreik.

Reglur um klæðaburð unglinga á dansleikjum hóflegar

Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman.

Aldrei fór ég suður verður haldin - stuð mælt í travoltum

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og velunnarar hátíðarinnar blása til opins borgarafundar í sal Edinborgarhússins á Ísafirði á fimmtudagskvöld samkvæmt fréttavef Bæjarins bestu, bb.is.

Heimasíða Árna Páls hökkuð - Segir af sér vegna óánægju

„Ég hef ákveðið að segja af mér vegna vaxandi óánægju í minn garð frá almenningi.“ Svona hljóðar yfirlýsing sem birt er á vefsíðu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í dag. Engar fréttir hafa borist af því að til stæði að Árni Páll viki úr ríkisstjórn á næstunni og því verður að teljast víst að hann hafi ekki skrifað færsluna sjálfur.

Borgarstjóri á spítala

Jón Gnarr borgarstjóri fór á spítala í dag og mun vera frá vinnu næstu viku. „Þetta er ekkert alvarlegt og bara búið að standa til lengi. Hann er búinn að vera með þrálátt kvef og þurfti að bregðast við því," segir Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins.

Hvetur til samninga við Alcoa um álver við Húsavík

Bæjarstjóri Norðurþings hvetur til þess að gengið verði til samninga við Alcoa um álver á Bakka. Búið sé að undirbúa það verkefni árum saman og tími til kominn að hefja atvinnuuppbyggingu.

Bjarni segir starfið leggjast vel í sig

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að ráða Bjarna Bjarnason jarðfræðing og verkfræðing forstjóra fyrirtækisins. Hann tekur við starfinu af Helga Þór Ingasyni, sem ráðinn var tímabundið í ágúst 2010. Bjarni tekur til starfa 1. mars. Umsækjendur um starfið voru sextíu talsins og hefur ráðningarferlið staðið frá 28. september.

Bræðslumenn á Austurlandi í verkfall

Mikill meirihluti starfsmanna í báðum fiskimjölsverksmiðjunum í Vestmannaeyjum, í verksmiðjunum sex á Austurlandi og á Akranesi samþykkti tillögu um verkfallsboðun eftir viku. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni.

Bestu íslensku vefirnir - listinn

Meniga.is var valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaunum sem Samtök vefiðnaðarins stóðu fyrir. Simon Collison afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Tjarnarbíói og voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi vefi í 11 flokkum. Alls bárust yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna að þessu sinni, en þetta er í tíunda skipti sem Íslensku Vefverðlaunin eru haldin.

Lárus ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum

Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum. Hann er sakaður um að hafa neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu og flytja sig um set þegar lögreglan stóð fyrir framan Sendiráð Bandaríkjanna að Laufásvegi þann 4. nóvember síðastliðinn.

Eigendur steinbæjar kæra borgaryfirvöld

„Í mínum huga er þetta ekki steinbær heldur rústir steinbæjar,“ segir Stefán S. Guðjónsson, talsmaður eigenda Klapparstígs 19, sem ekki fá að rífa húsið sem þar stendur til að byggja nýtt.

Fordæma „öfgafullt“ frumvarp: Íþyngjandi fyrir skógrækt

„Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu."

Biðst afsökunar á ummælum um Aratúnsfjölskylduna

Tæplega þrítugur karlmaður hefur beðið Aratúnsfjölskylduna afsökunar á ummælum sem hann lét falla um frétt sem birtist á dv.is á síðasta ári. Fjölskylda, sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ, hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Þessi maður er sá eini sem hefur beðist afsökunar.

Ókeypis fræðsla um Evrópuferli

Mímir-símenntun stendur næstu fimm vikur fyrir fundaröð um samningaferli og aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrsti fundur verður í kvöld í Ofanleiti 2, þar sem formaður samninganefndar Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, greinir frá samningaferlinu almennt séð.

Bjargaði pilti upp úr Tjörninni: „Algjör heppni að ég sá hann“

„Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni,“ segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags.

Páll Óskar tekur upp plötu í New York

„Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008.

Salernum lokað á Akureyri

Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar stendur við ákvörðun sína um lokun almenningssalerna undir kirkjutröppunun vegna opnunar menningarmiðstöðvarinnar Hofs og salerna þar. Fyrirspurn var lögð fram í viðtalstíma bæjarfulltrúa um miðjan janúar þar sem spurst var fyrir um salernin við kirkjuna og opnun þar í sumar. „Mikill fjöldi farþega af skipunum fer í miðbæinn, kirkjuna og í Lystigarðinn. Hof muni ekki anna þessu á háannatíma. Óskað eftir að ákvörðun um lokun salernanna verði endurskoðuð í bæjarráði,“ segir í fundargerð framkvæmdaráðs frá 4. febrúar þar sem fyrirspurnin var tekin fyrir. Framkvæmdaráð tók þá endanlega ákvörðun um að staðið verður við lokun salernanna.

Landsmenn nálgast 320 þúsund

Landsmenn voru 318.452 talsins þann 1. janúar síðastliðinn og hafði fjölgað um 822 frá sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 0,3%.

Sonur Ólafs metinn sakhæfur

Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðst með hrottafengnum hætti á föður sinn, Ólaf Þórðarson, í nóvember, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem hann hefur gengist undir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Spáir stormi í dag

Veðurstofan spáir stormi, eða 18 til 25 metrum á sekúndu, á Suðvesturlandi upp úr hádegi og að það fari að hlýna.

Forstjórinn valdi fyrrum yfirmann sem eftirmann

Bjarni Bjarnason verður næsti forstjóri Orkuveitunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrir­tækisins í gær. Bjarni er forstjóri Landsvirkjunar Powers, dóttur­félags Landsvirkjunar.

Stálu 30 þúsund sígarettum

150 kartonum, eða fimmtánhundruð pökkum af sígarettum og einhverju af skiptimynt var stolið úr söluturni við Starengi í Reykjavík í nótt og komst þjófurinn undan. Tilkynnt var um innbrotið um klukkan þrjú en þjófurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Verið er að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum á vettvangi, en niðurstaða úr þeirri skoðun hefur ekki enn leitt til handtöku.

Harður árekstur á Akureyri

Ökumenn tveggja bíla sluppu ómeiddir þegar bílarnir skullu harkalega saman á mótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis í gærkvöldi.

Verkfall samþykkt í Eyjum

Mikill meirihluti starfsmanna í báðum fiskimjölsverksmiðjunum í Vestmannaeyjum samþykktu tillögu um verkfallsboðun, í atkvæðagreiðslu í gær.

ASÍ átti von á tölum um þörf í stað neyslu

Velferðarráðuneytið kynnti í gær ný neysluviðmið fyrir Íslendinga sem hópur sérfræðinga hefur reiknað út. Við útreikning neysluviðmiðanna var stuðst við rannsóknir Hagstofunnar á raunverulegri neyslu og gefin upp miðgildi miðað við ýmsar aðstæður. Kemur meðal annars fram að meðaltalsgildi neyslu fjölskyldu með tvö börn er 618 þúsund krónur á mánuði.

Fjögurra manna fjölskylda notar 618 þúsund á mánuði

„Menn mega ekki hafa þær væntingar að hér sé verið að svara öllum spurningum heldur erum við fyrst og fremst að hefja vinnuna,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra þegar hann kynnti í gær þrenns konar ný neysluviðmið fyrir Íslendinga.

Sjá næstu 50 fréttir