Innlent

Ávísun á hreyfingu í stað lyfseðla

Ingibjörg segir Íslendinga í eðli sínu þolnari en Svía gagnvart andlegu álagi.
Ingibjörg segir Íslendinga í eðli sínu þolnari en Svía gagnvart andlegu álagi. Mynd/Stefán Karlsson

Hreyfiseðlar hafa í ákveðnum tilvikum tekið við af lyfseðlum í Svíþjóð. Nú hillir einnig undir slíkt fyrirkomulag hérlendis. „Í stað þess að skrifa út lyfseðla eru skrifaðir út hreyfiseðlar sem geta verið mismunandi eftir eðli heilsufarsvandamálsins," segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði og varaforstöðumaður streiturannsóknarstöðvar í Gautaborg.

„Ef fólk er með tiltekinn sjúkdóm þá henta vissar hreyfingar og aðrar hreyfingar geta verið betri við öðrum kvillum," útskýrir hún og segir nýlegar sænskar rannsóknir sýna að hreyfing verki betur en lyf gegn vægu þunglyndi og streitu.

Mikið vinnuálag er ástæða þess að konur leita meira til heilsugæslu en karlar samkvæmt nýjum rannsóknum í Gautaborg. Ingibjörg segir konur almennt vinna 100% vinnu utan heimilis en hafi ekki náð að minnka vinnuna heima fyrir til mótvægis.

Fjárhagsáhyggjur eru ein algengasta orsök streitu að sögn Ingibjargar. Hún telur Íslendinga þolnari en Svía gagnvart andlegu álagi. „Íslendingar eru betri í að hrista hluti af sér en Svíarnir, að vissu marki," segir hún. - gun /

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.