Mótmæla því að börnin séu notuð í tilraunaskyni 9. febrúar 2011 11:44 Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru ósáttir við að ráðist sé að sérstöðu skólans Mynd úr safni „Lærdómur finnsku þjóðarinnar, af þeirra efnahagshruni, var að skera ekki niður í menntakerfinu! Foreldrar barna í Laugarnesskóla krefjast þess að menntayfirvöld starfi faglega, dragi lærdóm af þeirra reynslu, en noti ekki börnin okkar sem í tilraunaskyni," segir í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í morgun. Fundurinn mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði í menntakerfinu og sameingu skóla. Fullt var út úr dyrum á fundinum þar sem skólastjóri kynnti stöðu mála fyrir næsta skólaár og hvað þyrfti að skera niður. Þetta er þriðja árið í röð þar sem skorið er niður í skólum borgarinnar. Foreldrar samþykktu meðfylgjandi ályktun með dynjandi lófataki. Þar sagði: Niðurskurðurinn mun hafa í för með sér mjög fjölmenna bekki þar sem fyrirséð er að ókleift er að framfylgja stefnu Menntayfirvalda um skóla án aðgreiningar. Hann mun því bitna harðast á þeim börnum sem standa utan meðaltalsins og stórlega auka áhættu á lélegri menntun og slæmu sjálfsmati sem kostar samfélag okkar margfalt meira þegar upp er staðið. Niðurskurður sveigjanlegra kennslustunda mun þýða að draga þarf úr eða jafnvel hætta kennslu einhverra verklegra og skapandi greina! Þetta mun einnig bitna harðast á þeim sem erfitt eiga með bóknám en eru sterk á verk- og listasviði. Laugarnesskóli státar af sterkri áralangri hefð í kennslu skapandi greina og hefur alið upp fjöldan allan af skapandi fólki í 75 ára sögu skólans. Fundurinn mótmælir alfarið að ráðist sé svona að sérstöðu skólans! Almenn ánægja er meðal foreldra og barna með faglegt starf, þjónustu og menningu innan skólans. Fundurinn leggur á það áherslu að sameining menntastofnana verði að vera á faglegum grunni og öruggt mál að hún spari meira en hún kostar. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Lærdómur finnsku þjóðarinnar, af þeirra efnahagshruni, var að skera ekki niður í menntakerfinu! Foreldrar barna í Laugarnesskóla krefjast þess að menntayfirvöld starfi faglega, dragi lærdóm af þeirra reynslu, en noti ekki börnin okkar sem í tilraunaskyni," segir í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í morgun. Fundurinn mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði í menntakerfinu og sameingu skóla. Fullt var út úr dyrum á fundinum þar sem skólastjóri kynnti stöðu mála fyrir næsta skólaár og hvað þyrfti að skera niður. Þetta er þriðja árið í röð þar sem skorið er niður í skólum borgarinnar. Foreldrar samþykktu meðfylgjandi ályktun með dynjandi lófataki. Þar sagði: Niðurskurðurinn mun hafa í för með sér mjög fjölmenna bekki þar sem fyrirséð er að ókleift er að framfylgja stefnu Menntayfirvalda um skóla án aðgreiningar. Hann mun því bitna harðast á þeim börnum sem standa utan meðaltalsins og stórlega auka áhættu á lélegri menntun og slæmu sjálfsmati sem kostar samfélag okkar margfalt meira þegar upp er staðið. Niðurskurður sveigjanlegra kennslustunda mun þýða að draga þarf úr eða jafnvel hætta kennslu einhverra verklegra og skapandi greina! Þetta mun einnig bitna harðast á þeim sem erfitt eiga með bóknám en eru sterk á verk- og listasviði. Laugarnesskóli státar af sterkri áralangri hefð í kennslu skapandi greina og hefur alið upp fjöldan allan af skapandi fólki í 75 ára sögu skólans. Fundurinn mótmælir alfarið að ráðist sé svona að sérstöðu skólans! Almenn ánægja er meðal foreldra og barna með faglegt starf, þjónustu og menningu innan skólans. Fundurinn leggur á það áherslu að sameining menntastofnana verði að vera á faglegum grunni og öruggt mál að hún spari meira en hún kostar.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira