Innlent

Milljónir í öskubætur

Viðlagatrygging hefur greitt íbúum undir Eyjafjöllum og nágrenni um 45 milljónir í bætur vegna tjóns af völdum öskufalls sem varð í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Heildaráætlun viðlagatryggingar gerir ráð fyrir að 250 milljónir króna verði greiddar í bætur.

Viðlagatrygging er lögbundin náttúruhamfaratrygging sem bætir beint tjón á tryggðum eignum af völdum eldgosa, jarðskjálfta og annarra hamfara.

Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli bárust um 140 tilkyningar um tjón vegna öskufalls allt frá Fljótshlíð og Austur fyrir Vík.

Matsmenn viðlagatryggingar hafa lokið við að meta 100 tjónstaði. Og nú þegar hefur verið gert upp vegna 30 tilkynninga, alls 45 milljónir.

Algengast er að tilkynnt sé um tjón á þakjárni.

Viðlagatrygging greiðir bætur vegna tjóns á fasteignum en bjargráðasjóður bætir annars konar tjón af völdum eldgossins til að mynda vegna endurræktunar túna, heykaupa og gripaflutninga. En sjóðurinn hefur þegar greitt rúmlega 100 milljónir króna í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×