Fleiri fréttir

Aðstoðuðu bíla í Víkurskarði

Lögreglan á Akureyri kallaði í gærkvöldi út björgunarsveit til að aðstoða fólk í föstum bílum í Víkurskarði, skammt frá Akureyri, en þar var orðið mjög þungfært óg hríð geysaði. Björgunarleiðangurinn gekk vel og lenti engin í hrakningum.

Snjóflóð féll í Ljósavatnsskarði

Snjóflóð hefur fallið á þjóðveginn um Ljósavatnsskarð á milli bæjanna Sigríðarstaða og Birkihlíðar, á leiðinni á milli Akureyrar og Húsavíkur. Lögreglan á Húsavík varaði vegfarendur í gærkvöldi við því að vera þar á ferð, og var engin þar þegar flóðið féll. Verið er að kanna það nánar.

Enn hækkar eldsneytið

Olíufélögin Skeljungur og N-1hafa hækkað bensínlítrann um þrjár krónur og 50 aura og kostar hann nú 213 krónur í sjálfsafgreiðslu.

Blindur piltur kærir vegna ferðaþjónustu: Glatað dæmi

„Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi,“ segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir.

Fólk fylgdist dolfallið með samförum steinbíta

„Það er mjög spes að verða vitni að þessu,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, forstöðumaður Sæheima í Vestmannaeyjum, sem fylgdist í gær með samförum steinbítspars í búri á safninu.

Þremenningar sagðir hressir

„Þeir voru bara hressir," sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra aðspurð í gærkvöld um málefni VG-þingmannanna þriggja sem eru ósáttir við ríkistjórnina. Þingflokkur VG hélt í gær fundi með hléum frá hádegi til klukkan hálftíu í gærkvöld.

Barði föðurinn fyrir framan börnin

Fórnarlamb handrukkara, sem varð fyrir byssuárás ásamt fjölskyldu sinni í Bústaðahverfi á aðfangadag, kveðst hafa orðið fyrir síendurteknu ónæði af hendi rukkaranna.

Í varðhald vegna nauðgunar á skemmistað

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um að hann hefði nauðgað konu í Reykjavík um nýliðna helgi. Maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.

Ákærum vegna efnahagsbrota snarfjölgar

Ákærum hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur fjölgað verulega á milli ára, úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur á árinu 2010. Á árinu 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 talsins.

Fjarnemum fækkar um 66% á milli ára

Nemendum í grunnskóla sem sækja fjarnám í framhaldsskólum fækkaði úr 444 í 150 á milli áranna 2009 og 2010, eða um 66 prósent. Öllum nemendum í fjarnámi í framhaldsskólum hefur fækkað úr 3.755 í 2.462 á milli ára, sem er rúmlega þriðjungs fækkun.

Háskólarnir ættu að tryggja hlutlægnina

Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum.

Loka lögreglustöðinni í Búðardal

Lögregluumdæmi Borgarfjarðar og Dala þyrfti að fá tíu til tólf milljóna króna aukafjárveitingu ef halda ætti lögregluvarðstöðinni í Búðardal áfram opinni, að sögn Theodórs Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgarnesi.

Lamandi hönd leggst yfir ræktunarstarfið

„Það blasir við að stefnt er að því að setja innflutning á plöntum og útplöntun þeirra á Íslandi, svo og flutning á innlendum plöntum innan lands, undir eins konar lögreglueftirlit, leyfisskyldu og bannákvæði.“ Þetta segir Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands, um frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd sem umhverfisráðherra hefur kynnt.

Ólíklegt að erlendir aðilar bjóði í verkið

Ríkiskaup, sem veita opinberum stofnunum þjónustu og ráðgjöf á sviði útboða, ráða hvort útboðsgögn sem gefin eru út innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eru á íslensku eða á öðrum tungumálum. Gögn fyrir framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði verða birt á íslensku.

Skeljungur byrjaði og N1 fylgdi

Skeljungur hækkaði í gær verð á bensíni um 3,50 krónur og olíu um tvær krónur, þannig að bensínlítrinn kostaði eftir hækkun víða á stöðvum félagsins 213,60 og dísilolíulítrinn 213,40.

Gaf falska fjarvistarsönnun

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir rangan framburð í skýrslugjöf hjá lögreglu. Maðurinn gaf skýrslu sem vitni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í febrúar á síðasta ári og síðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur síðar á árinu. Hann bar ranglega að hann hefði verið með öðrum manni á tilteknum stað á tilteknum tíma til þess að veita honum fjarvistarsönnun. Síðarnefndi maðurinn var þá til rannsóknar hjá lögreglu og síðar fyrir dómi fyrir stórfellda líkamsárás. Hann var í héraði dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.- jss

Vilja ekki missa lækni úr Hrísey

Læknir frá Heilsugæslustöð Dalvíkur sem haft hefur viðveru í Hrísey einu sinni í viku í eina klukkustund í senn mun ekki heimsækja eyna frá og með næstu mánaðamótum vegna niðurskurðar. Bæði Hverfisráð Hríseyjar og bæjarráð Akureyrar hafa mótmælt þessari skerðingu. Taka á upp viðræður við heilbrigðis­ráðuneytið vegna málsins.

Fengu rúm og skólavörur

Nærri 600 börn á Haítí njóta góðs af tombólum álíkra margra íslenskra barna, sem höfðu safnað samtals rúmlega einni milljón króna til styrktar starfi Rauða kross Íslands á Haítí.

Braut tennur með glerglasi

Ríkissaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir að kasta glasi í andlit annarrar konu með þeim afleiðingum að tennur brotnuðu í hinni síðarnefndu. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum á Vegamótum í Reykjavík aðfaranótt sunnudags í febrúar í fyrra.

Íslendingar betri neytendur eftir hrun

„Ég held að Íslendingar hafi tekið sig á sem neytendur frá hruni. Þeir eru meira vakandi og meðvitaðir um rétt sinn og meira tilbúnir að berjast í málunum heldur en áður. Það er í sjálfu sér jákvætt,“ Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögræðingur Neytendasamtakanna.

„Nú fer lyftan niður“

Þingflokksfundi Vinstri grænna lauk á tíunda tímanum í kvöld. Aðspurður hvort hann hefði óskað eftir því að starfandi þingflokksformaður VG bæðist afsökunar sagði Ásmundur Einar Daðason: „Nú fer lyftan niður. Hún fór upp fyrr í dag." Spurður nánar út í þau orð svaraði þingmaðurinn: „Það þýðir að hún er búin að fara upp og fer núna niður."

Óvenju mikið um sinubruna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í hvert útkallið á fætur öðru vegna sinuelda fyrr í kvöld. Frá klukkan 20 til 21 sinntu slökkviliðsmenn þremur slíkum útköllum, einu í Mosfellsbæ og tveimur í Hafnarfirði. Engin mannvirki voru í hættu.

„Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi"

„Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld.

Bjarni: Við höfum rétt úr kútnum

„Frá því að kosið var síðast þá höfum við mjög verulega rétt úr kútnum. Ég finn fyrir því að okkar sjónarmið eru smám saman að ná í gegn. Fólk er farið að finna á eigin skinni að það gengur ekki að fara skattahækkunaleiðuna út af þeim þrengingum sem við höfum lent í,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði

Lögreglan á Húsavík vill beina þeim tilmælum til vegfarenda að vera ekki á ferðinni um Hringveg í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Þar er iðulaus stórhríð og færð tekin að spillast mjög. Snjósöfnun hefur verið mikil í fjöll í Ljósavatnsskarði og telur lögregla snjóflóðahættu vera til staðar.

Aðeins tveir kostir í stöðunni

Ríkisstjórnin getur keypt HS Orku í frjálsum samningum eða tekið fyrirtækið eignarnámi með lögum. Þessar tvær leiðir eru færar að mati sérfræðings í löggjöf um orkugeirann. Tvær nefndir á vegum hins opinbera hafa fjallað um kaupin sem nú eru fullfrágengin og talið þau lögmæt.

Kaffihús sérsniðin að þörfum barna nýjasta æðið

Hugmyndin fæddist í móðurkviði en Lára Guðrún Jóhönnudóttir lét ekki þar við sitja heldur bretti upp ermar og opnaði kaffihús með stóru leiksvæði. Eftir margra ára bið foreldra hafa á einum vetri tvö barnvæn kaffihús sprottið upp og tvö til eru í burðarliðnum.

Steingrímur: Engin krafa um afsökunarbeiðni

Enn eru harðar deilur í þingflokki Vinstri grænna en þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga saka meirihlutann á Alþingi um ofríki. Þá krefja þeir starfandi formann þingflokks Vinstri grænna um opinbera afsökunarbeiðni.

Þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að stöðva drukkið fólk

Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þá ábyrgð hvíla á herðum einstaklinga að meta hvort þeir séu hæfir til að setjast undir stýri, en sömuleiðis annarra viðstaddra. Þannig sé þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að reyna að hindra að drukkið fólk keyri ölvað.

Umdeildar framkvæmdir við Landeyjahöfn

Vinna við að færa ósa Markarfljóts austur frá Landeyjahöfn er hafin. Siglingastofnun fullyrðir að ekki þurfi umhverfismat vegna framkvæmdanna eins og krafist hafði verið.

Frægur vegarkafli hverfur í sumar

Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ.

Snjóflóð féll á Fnjóskadalsveg eystri

Snjóflóð féll á Fnjóskadalsveg eystri um klukkan 17 í dag, rétt norðan við bæinn Veisusel. Snjóflóðið lokaði veginum og biður lögreglan vegfarendur um að vera alls ekki á ferðinni á þessu svæði.

Þingmenn VG funda um ágreining

Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman á nýjan leik klukkan 18 eftir að hlé var gert á fundi þingflokksins síðdegis. Þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga gagnrýna það sem þeir kalla ofríki meirihlutans á Alþingi. Þingflokkurinn reynir nú að jafna ágreining milli ólíkra fylkinga.

Ótrúlegur trassaskapur: Skráningarnúmer fjarlægð af 40 bílum

Um helgina voru skráningarnúmer fjarlægð af 40 ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu sem voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að trassaskapur sumra í þessum efnum sé með ólíkindum.

Háskólinn fylgist betur með fjármálum Raunvísindastofnunar

Háskóli Íslands þarf að hafa virkari afskipti af starfsemi Raunvísindastofnunar, að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur að stjórnendur HÍ eigi að taka aukinn þátt í gerð og eftirfylgni rekstaráætlana Raunvísindastofnunar og að setja verði skýrar verklagsreglur um ýmsa þætti í rekstrinum. Halli hefur verið á rekstri Raunvísindastofnunar undanfarin ár.

Bandaríkjamenn segjast fara að lögum

Bandarísk stjórnvöld segjast fullvissa íslensk yfirvöld um að rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna fari fram í samræmi við bandarísk lög og lúti öllum viðmiðunum um réttarreglur og sanngjarna málsmeðferð sem bundnar eru í stjórnarskrá Bandaríkjanna og viðeigandi alríkislögum.

Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ

Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest.

Lýst eftir Matthíasi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Matthíasi Þórarinssyni. Ekkert hefur spurst til hans í nokkurn tíma. Matthías er um 180 sentimetrar á hæð ljósskolhærður. Talið er líklegt að hann haldi til einhversstaðar á Suðurlandi. Matthías hefur til umráða gamlan rússajeppa og hefur ferðast á honum um landið. Bíllinn hefur verið útbúinn sem húsbíll. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Matthíasar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000

New York Times sýnir Mömmu Gógó áhuga

Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma Gógó, er ein af 65 erlendum kvikmyndum sem mögulega gætu verið tilnefndar til óskarsverðlauna í Hollywood. New York Times ákvað af þessari ástæðu að ræða við Friðrik Þór þar sem hann hefur áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, þá fyrir Börn náttúrunnar.

Snjóþungt á Akureyri

Það er snjóþungt á Akureyri en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru flestir vegir í bænum færir. Snjónum kyngir niður að sögn varðstjóra lögreglunnar en það er logn og því líkir hann veðrinu við jólasnjóinn.

Símaþjófurinn fundinn: Baðst afsökunar

Rekstrarstjóri Bæjarbakarís í Hafnarfirði hefur fjarlægt af YouTube myndband þar sem fullorðinn karlmaður og tveir drengir sjást á upptöku úr eftirlitsmyndavél stela síma. Upplýst hefur verið um hvaða mann er að ræða. Hann hafði sjálfur samband við bakaríið, baðst afsökunar á gjörðum sonar síns og ætlar að koma símanum aftur í réttar hendur.

Símaþjófnaður í bakaríi: Upptökur úr eftirlitsmyndavél

„GSM síma er stolið af starfsmanni í bakaríi í Hafnarfirði. Fullorðinn karlmaður ásamt tveimur ungum drengjum, koma að versla í bakaríinu. Á borðinu næst myndavélinni var starfsmaður með símann sinn en skyldi hann eftir þegar viðkomandi þurfti að afgreiða viðskiptavin. Notar þá annar drengurinn tækifærið og stelur símanum.

Leynilögga og Íslandsvinur skemmir málsókn í Bretlandi

Leynilögreglumaðurinn Mark Kennedy hefur orðið til þess að málssókn gegn sex aðgerðasinnum í Bretlandi hefur verið látið niður falla. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið auk þess sem RÚV greindi frá því í hádeginu að Mark hefði mótmælt meðal annars á Kárahnjúkum ásamt Saving Iceland hópnum.

Sinueldur á Smiðjuvegi

Sinueldur kviknaði við Smiðjuveg fyrir stundu og hefur slökkviliðið verið kallað á staðinn. Ekki er vitað um neitt tjón af völdum eldsins en hann er farinn að nálgast bíla sem hann gæti mögulega læst sig í.

Sjá næstu 50 fréttir