Innlent

Aðeins tveir kostir í stöðunni

Ríkisstjórnin getur keypt HS Orku í frjálsum samningum eða tekið fyrirtækið eignarnámi með lögum. Þessar tvær leiðir eru færar að mati sérfræðings í löggjöf um orkugeirann. Tvær nefndir á vegum hins opinbera hafa fjallað um kaupin sem nú eru fullfrágengin og talið þau lögmæt.

Kaup kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku voru fullfrágengin í desember síðastliðnum þegar gengið var frá síðustu greiðslu vegna kaupanna.

Um 46 þúsund manns hafa nú skráð sig á vefsíðuna Orkuauðlindir.is og hvatt stjórnvöld til að koma í veg fyrir kaupin. Tvær nefndir á vegum hins opinbera hafa fjallað um kaupin á HS Orku og talið þau lögmæt. Annars vegar nefnd um erlenda fjárfestingu sem heimilaði kaupin og hins vegar sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar sem sagði að viðskiptin stæðust lög og að stjórnvöld ættu ekki beina aðild að þeim.

Sérstakur starfshópur ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna um eignarhald á orkufyrirtækjum komst síðan að þeirri niðurstöðu að það væri óráð að ríkið tæki HS Orku eignarnámi, en það kom fram í drögum að niðurstöðu hópsins sem hefur þó ekki enn lokið störfum.

Ketill Sigurjónsson lögfræðingur er sérfræðingur á sviði auðlindalöggjafar. Hann segir að nú séu aðeins tveir kostir í stöðinni fyrir íslensk stjórnvöld vilji þau vinda ofan af kaupunum á HS Orku og fyrirtækið verði í opinberri eigu.

„Ef að ríkisstjórnin vill að ríkið eignist HS Orku þá sé ekki að hún eigi neina aðra kosti en að leggja fram frumvarp um Alþingi um eignanám á HS Orku. Ég fæ ekki séð að það sé neinn annar kostur í stöðunni nema þá náttúrulega að reyna að kaupa HS Orku í frjálslum samningum," segir Ketill.

Ef ríkið ætlar að taka þetta eignarnámi þá þarf að uppfylla skilyrði um almenningsþörf auk þess sem fullt verð þarf að koma fyrir.

„Mín skoðun er sú ef að HS Orka yrði tekin eignanámi þá myndi það fæla erlenda fjárfestingu frá landinu," segir Ketill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×