Steingrímur: Engin krafa um afsökunarbeiðni 10. janúar 2011 19:25 Enn eru harðar deilur í þingflokki Vinstri grænna en þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga saka meirihlutann á Alþingi um ofríki. Þá krefja þeir starfandi formann þingflokks Vinstri grænna um opinbera afsökunarbeiðni. Slík krafa var ekki sett fram á fundi þingflokksins í dag, að sögn Steingríms J. Sigfússonar. Á þingflokksfundi á miðvikudaginn í síðustu viku lögðu Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þau hin sömu og sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga, fram greinargerð þar sem þau svara Árna Þór Sigurðssyni, starfandi þingflokksformanni, en hann sakaði þau um að reyna að þvinga ríkisstjórnina til að skipta um stefnu í greinargerð sem hann lagði fyrir þingflokkinn daginn fyrir Þorláksmessu. Í greinargerðinni segja þremenningarnir að tillögur þeirra hafi ekki fengið málefnalega umræðu í þingflokknum. Þá segja þau að viðbrögð meirihlutans við tillögum þeirra líkist því sem í rannsóknarskýrslunni var kallað „ofríki meirihlutans og framkvæmdavaldsins á þingi." Þá segja þau niðurskurðinn í fjárlögum fyrst og fremst hafa verið „pólitíska ákvörðun meirihlutans." Jafnframt segja þau fordæmingu Árna Þórs á ummælum Lilju byggða á rangfærslu og því sé ástæða til að fara fram á opinbera afsökunarbeiðni hans. Þingflokkurinn kom saman í Aðalstræti í dag í annað sinn til þess að reyna jafna ágreininginn. Um fjögur leytið var gert fundarhlé. „Við erum alltaf að ræða málin," sagði Steingrímur. Hann sagði að krafa um afsökunarbeiðni hefði ekki verið sett fram á þingflokksfundinum sjálfum. „Ég hef hvergi séð það nema þá í fjölmiðlum." Steingrímur sagðist líta á þremenninganna sem hluta af stjórnarliðinu. Tengdar fréttir Þingmenn VG funda um ágreining Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman á nýjan leik klukkan 18 eftir að hlé var gert á fundi þingflokksins síðdegis. Þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga gagnrýna það sem þeir kalla ofríki meirihlutans á Alþingi. Þingflokkurinn reynir nú að jafna ágreining milli ólíkra fylkinga. 10. janúar 2011 17:51 Þremenningar í VG: Fjárlögin auka vanda heimilanna og ójöfnuð Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi. 9. janúar 2011 18:05 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Enn eru harðar deilur í þingflokki Vinstri grænna en þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga saka meirihlutann á Alþingi um ofríki. Þá krefja þeir starfandi formann þingflokks Vinstri grænna um opinbera afsökunarbeiðni. Slík krafa var ekki sett fram á fundi þingflokksins í dag, að sögn Steingríms J. Sigfússonar. Á þingflokksfundi á miðvikudaginn í síðustu viku lögðu Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þau hin sömu og sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga, fram greinargerð þar sem þau svara Árna Þór Sigurðssyni, starfandi þingflokksformanni, en hann sakaði þau um að reyna að þvinga ríkisstjórnina til að skipta um stefnu í greinargerð sem hann lagði fyrir þingflokkinn daginn fyrir Þorláksmessu. Í greinargerðinni segja þremenningarnir að tillögur þeirra hafi ekki fengið málefnalega umræðu í þingflokknum. Þá segja þau að viðbrögð meirihlutans við tillögum þeirra líkist því sem í rannsóknarskýrslunni var kallað „ofríki meirihlutans og framkvæmdavaldsins á þingi." Þá segja þau niðurskurðinn í fjárlögum fyrst og fremst hafa verið „pólitíska ákvörðun meirihlutans." Jafnframt segja þau fordæmingu Árna Þórs á ummælum Lilju byggða á rangfærslu og því sé ástæða til að fara fram á opinbera afsökunarbeiðni hans. Þingflokkurinn kom saman í Aðalstræti í dag í annað sinn til þess að reyna jafna ágreininginn. Um fjögur leytið var gert fundarhlé. „Við erum alltaf að ræða málin," sagði Steingrímur. Hann sagði að krafa um afsökunarbeiðni hefði ekki verið sett fram á þingflokksfundinum sjálfum. „Ég hef hvergi séð það nema þá í fjölmiðlum." Steingrímur sagðist líta á þremenninganna sem hluta af stjórnarliðinu.
Tengdar fréttir Þingmenn VG funda um ágreining Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman á nýjan leik klukkan 18 eftir að hlé var gert á fundi þingflokksins síðdegis. Þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga gagnrýna það sem þeir kalla ofríki meirihlutans á Alþingi. Þingflokkurinn reynir nú að jafna ágreining milli ólíkra fylkinga. 10. janúar 2011 17:51 Þremenningar í VG: Fjárlögin auka vanda heimilanna og ójöfnuð Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi. 9. janúar 2011 18:05 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þingmenn VG funda um ágreining Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman á nýjan leik klukkan 18 eftir að hlé var gert á fundi þingflokksins síðdegis. Þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga gagnrýna það sem þeir kalla ofríki meirihlutans á Alþingi. Þingflokkurinn reynir nú að jafna ágreining milli ólíkra fylkinga. 10. janúar 2011 17:51
Þremenningar í VG: Fjárlögin auka vanda heimilanna og ójöfnuð Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi. 9. janúar 2011 18:05