Fleiri fréttir

Jarðskjálfti í Chile

Jarðskjálfti sem mældist 5.9 á Richter kvarðanum reið yfir Chile um klukkan fimm að íslenskum tíma í nótt. Engar fregnir hafa enn borist af tjóni eða mannfalli af völdum skjálftans en upptök hans eru um 80 kílómetra undan ströndum landsins og í um 350 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Santiago.

Ekið á hross í Grafningi

Ekið var á hross á móts vi bæinn Torfastaði í Grafningi í gærkvöldi. Hesturinn meiddist svo alvarlega að ákveðið var að aflífa hann á staðnum.

Enn snjóar fyrir norðan

Enn tók að snjóa á Akureyri í gærkvöldi og er talið að snjólagið sem féll í nótt, sé tíu til fimmtán sentímetra djúpt. Þæfingsfærð er því sumstaðar á götum, eftir þrotlausan snjómoksktur í bænum alla helgina.

Grunur um lungnapest í fé

Margt bendir til þess að kindur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal hafi veikst af lungnapest. Ekki hefur verið staðfest að um venjulega lungnapest sé um að ræða, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (Mast).

Hið augljósa var vel falið

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ætlar að láta gera óháða rannsókn á Funamálinu. Hér er saga málsins, sem nú má kalla mengunarhneyksli, rakin.

Bílpróf í sjónmáli eftir langa bið

„Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur.

Sjö tonn af olíu voru í togaranum

Viðbragðskerfi Umhverfisstofnunar vegna bráðamengunar var ræst í dag þegar tilkynning barst um að gat hefði komið á olíutank á togaranum Eldborgin. Skipið sigldi á ísjaka á Grænlandsmiðum.

Þremenningar í VG: Fjárlögin auka vanda heimilanna og ójöfnuð

Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi.

Þrettándabrenna á Ásvöllum á morgun

Ákveðið hefur verið að hafa Þrettándagleðina á Ásvöllum á morgun mánudag. Hátíðin hefst kl. 18.00 með gleði, söng og dansi undir stjórn Magga Kjartans og Helgu Möller.

Kom til hafnar eftir að hafa rekist á ísjaka

Gat kom á olíutank á togaranum Eldborgin RE 13 á Grænlandsmiðum í dag eftir að hann rakst á ísjaka. Viðbragðskerfi Umhverfisstofnunar vegna bráðamengunar var ræst eftir að Landhelgisgæslan tilkynnti um slysið.

Össur búinn að boða sendiherrann á fund

Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur verið boðaður á fund hjá Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, til að útskýra hvers vegna bandarísk yfirvöld vilji fá upplýsingar um Birgittu Jónsdóttur, þingmann.

Ljúka fjórðu endurskoðun á mánudag

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ljúka fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á mánudaginn kemur. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni og er haft eftir Franek Roszvadovski sendifulltrúi sjóðsins hér á landi.

Fjölskyldan þakkar hlýhug

Líðan Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem slasaðist þegar hann féll fram af bjargi í Austurríki á nýársnótt og skaddaðist alvarlega á mænu, er stöðug og er hann á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hans. Vonir standa til að Pétur geti komist heim til Íslands sem fyrst.

„Viljum fá sem flesta á listann okkar“

Rúmlega fjörtíu og þrjú þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra en karaókímaraþoni til stuðnings málefninu lauk á miðnætti.

Betur fór en á horfðist í upphafi

Líðan barnsins sem fékk sjóðandi vatn yfir sig í gær er eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Landsspítalanum. Fjórtán mánaða gömul stúlka fékk sjóðandi vatn yfir sig í Þorlákshöfn í gær þegar foreldrarnir litu í örstutta stund frá potti sem var verið að sjóða í vatn.

Lýsa vanþóknun á aðför bandarískra stjórnvalda

Hreyfingin lýsir vanþóknun á aðför bandarískra stjórnvalda á tjáningar- og persónufrelsi þeirra sem hafa komið að birtingu upplýsinga sem sýna stríðsglæpi bandaríska hersins í Írak.

Reyndu að stinga öryggisvörðinn af

Par undir tvítugu braust inn í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þau klifruðu yfir girðingu og skelltu sér í heitu pottana þar sem þau dvöldu í dágóða stund áður en þjófavarnarkerfi laugarinnar fór í gang.

Sleginn með glerflösku í höfuðið

Fangageymslur á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu fullar eftir nóttina. Er það vegna ýmissa mála, líkamsárása, ölvunaraksturs, þjófnaða og svo aðstoð við borgarana vegna ölvunar. Nokkuð var um minniháttar pústra og slagsmál í miðbænum, hávaðaútköll og ágreininga.

Rafmagnslaust vegna skammhlaups

Eldur kom upp í spennustöð í við gamla barnaskólann við Ljósafossvirkjun í nótt. Að sögn lögreglu á Selfossi varð skammhlaup í stöðinni og var kallað á slökkvilið. Eldurinn var ekki mikill en skemmdir eru einhverjar. Unnið er að viðgerð.

Yfir 40 þúsund vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

Rúmlega fjörtíu og tvö þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Tunnumótmæli á Austurvelli 17. janúar

Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli 17. janúar næstkomandi. Á Facebook síðu hópsins segir að tunnuslættinum í mótmælunum undanfarna mánuði hafi verið líkt við „hjartslátt þjóðarinnar" og að nú skuli hann fá að heyrast á ný.

Tvær bílveltur með skömmu millibili

Tveir bílar ultu með skömmu millibili á hádegi í dag við Skíðaskálann í Hveradölum. Mikil hálka var á svæðinu en enginn slasaðist.

Ætla að syngja auðlindirnar aftur til þjóðarinnar

Gestir karaókímaraþons fögnuðu ákaft þegar ljóst varð að þrjátíu og sjö þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til stjórnvalda um eignarhald á orkuauðlindum og nýtingu þeirra. Fjölmargir tóku þátt í fjöldasöng, þar á meðal Björk og Megas.

Innanríkisráðherra segir mál Birgittu alvarlegt

Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag.

Stefna á ferðatengda læknisþjónustu

Hópur íslenskra lækna hefur stofnað fyrirtæki sem hyggst selja íslenska heilbrigðisþjónustu til erlendra ferðamanna og bjóða uppá skurðaðgerðir hér á landi gegn greiðslu. Framkvæmdastjórinn segir ferðatengda læknisþjónustu vera ört stækkandi geira út í heimi og bjóða upp á mörg sóknarfæri.

Enginn með allar tölurnar réttar

Enginn var með allar tölur í lottóinu réttar. Tveir voru þó með fjórar tölur réttar plús bónustölu. Þeir fá rúmlega 100 þúsund krónur á mann. Þá voru tveir með fjórar tölur réttar í röð og fá þeir sömu upphæð.

Fjórtán mánaða gamalt barn fékk brennandi vatn yfir sig

Fjórtán mánaða gamalt barn var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur frá Selfossi um fjögurleytið í dag. Foreldrar barnsins voru að sjóða vatn á hellu og litu frá því í örstutta stund en á þeim tíma teygði barnið sig í pottinn og fékk sjóðandi heitt vatnið yfir sig.

Líkamsárásarkæra í Vestmannaeyjum

Stelpa kærði líkamsárás í Vestmannaeyjum í dag eftir að hún var slegin hnefahöggi í nótt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Atvikið átti sér stað fyrir utan heimahús bænum en ágreiningur var á milli aðila og stelpan reyndi að skakka leikinn. Þá var hún slegin hnefahöggi af karlmanni.

Björk: Til hamingju Ísland

"Til hamingju Ísland: klukkan er ekki þrjú og það eru komnar 35073 undirskriftir," skrifar Björk Guðmundsdóttir á Twitter-síðu sína. Björk stóð fyrir undirskriftarsöfnun þar sem einstaklingar skora á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Nokkrar Þrettándabrennur haldnar í dag

Síðbúnar Þrettándabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sú fyrri við Ægisíðu klukkan fimm en þar verður jafnframt flugeldasýning sem hefst korter fyrir sex. Í Leirdal í Grafarholti hefst svo brenna klukkan hálf sex.

Tekur langan tíma að vinna upp það sem tapast

Efldar rannsóknir, doktorsnám og fleira starfsfólk við Háskóla Íslands eru lykilatriði til að hann geti komist í röð hundrað bestu háskóla í heimi. Þetta er mat Kristínar Ingólfsdóttur rektor skólans sem segir vísindaárangur vera helstu forsendu fyrir góðu gengi háskóla.

Tveir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur

Tveir slösuðust og voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur í Hafnarfirði laust fyrir hádegið í dag. Slysið varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar. Tildrög slyssins liggja eru óljós.

Ólíðandi að vera sett undir hatt glæpamanns

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar býst við að bandarísk stjórnvöld hafi óskað eftir gögnum um hana af fleiri vefsíðum en Twitter, en þeirri síðu hefur verið stefnt til að afhenda öll gögn um hana.

Þyrlan kölluð út vegna fyrirburafæðingar

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gærkvöldi til Vestmannaeyja vegna fyrirburafæðingar á sjúkrahúsi þar í bæ. Sjúkrahúslæknir í Vestmannaeyjum óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Þá var óskað eftir hitakassa og fæðingarlækni frá Landspítalanum.

Víða skafrenningur og hálka

Á Norðurlandi eystra er þungfært inn Eyjafjörð og stendur mokstur yfir. Snjóþekja er frá Akureyri að Dalvík og í Víkurskarði að Ljósavatsskarði, þaðan og til Húsavíkur er snjóþekja og éljagangur. Ófært er út á Grenivík en mokstur stendur yfir.

Hvetja íbúa til að huga að húsum sínum

Vegna rafmagnstruflana kom upp bilun í dælum í Reykjaveitu, hitaveitu sem liggur frá Reykjum í Fnjóskadal niður á Grenivík, í gær. Allt vatn fór af veitunni og komst ekki á fyrr en um hádegisbil í gær. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að íhuga að húsum sínum.

Sprengjan sprakk í andlitið - augað slapp

Flugeldur sprakk í andlitið á pilti á sextánda ári í Vestmannaeyjum seint í gærkvöld. Hann og tveir aðrir piltar á sama aldri höfðu tekið í sundur sprengjutertu og ætlað að sprengja upp. Betur fór en áhorfðist í fyrstu því sprengjan sprakk við augabrún piltsins og augað slapp við skaða.

Bandaríkjamenn vilja upplýsingar um Birgittu

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að samskiptasíðan Twitter afhendi ráðuneytinu allar færslur Birgittu Jónsdóttur þingmanns Hreyfingarinnar og aðrar persónuupplýsingar hennar.

Svarar bréfi með áminningu

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu bréf til landbúnaðarráðuneytisins í gær, þess efnis að svínabændur væru nú að hækka svínakjötsverð sökum viðvarandi kjúklingaskorts í búðum.

Bæjarfulltrúar biðja Ísfirðinga afsökunar

Umhverfisnefnd Alþingis hefur falið Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanni að hafa umsjón með endurskoðun löggjafar um upplýsinga- og viðbragðsskyldu stjórnvalda til að kanna hvaða þátt veilur í lögum kunni að hafa haft í Funamálinu. Bæjarfulltrúar, bæði í meiri- og minnihluta, báðu íbúa afsökunar á andvaraleysi sínu á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag.

Sjá næstu 50 fréttir