Þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að stöðva drukkið fólk 10. janúar 2011 19:21 Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þá ábyrgð hvíla á herðum einstaklinga að meta hvort þeir séu hæfir til að setjast undir stýri, en sömuleiðis annarra viðstaddra. Þannig sé þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að reyna að hindra að drukkið fólk keyri ölvað. Fyrir helgi var í fréttum Stöðvar 2 sagt frá rúmlega tvítugri stúlku sem játaði nýlega á sig ölvunarakstur við Galtalæk í sumar. Hún var sektuð og missti prófið í hálft ár. Stúlkan er ósátt við niðurstöðuna því hún kveðst hafa fengið að blása í áfengismæli hjá lögreglu í Galtalæk, sem hafi gefið henni grænt ljós á að setjast undir stýri. Tvö vitni staðfesta þennan framburð. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir einstaklinga bera ábyrgð á að meta eigin ölvun. Raunar nái slík ábyrgð til vitna í ákveðnum starfsstéttum. Í umferðarlögum segir beinlínis að þegar maður hefur neytt áfengis á veitingastað og þjónar hans vita eða hafa ástæðu til að ætla, að hann sé stjórnandi ökutækis beri þeim að reyna að hindra hann í því að aka með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart. Sinni þjónn ekki þeirri skyldu er hægt að sekta hann. Sama gildir um bensínafgreiðslumenn - sem mega aukinheldur ekki að selja ökumanni eldsneyti, ef hann er augljóslega undir áhrifum. En er þá áfengismælum lögreglu á útihátíðum ekki treystandi? „Ábyrgðin er alltaf ökumannsins og ég held, þó að ég vilji nú ekki tjá mig um þetta tiltekna mál þar sem ég þekki það ekki í þaula, að það sé auðvitað besta reglan að menn standi fullkomlega sjálfir klárir á því hversu vel þeir eru á sig komnir til að fara út að keyra. Það á ekkert að taka neinar áhættur í þeim efnum," segir Einar Magnús. Tengdar fréttir Ótryggir áfengismælar Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. 6. janúar 2011 19:28 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þá ábyrgð hvíla á herðum einstaklinga að meta hvort þeir séu hæfir til að setjast undir stýri, en sömuleiðis annarra viðstaddra. Þannig sé þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að reyna að hindra að drukkið fólk keyri ölvað. Fyrir helgi var í fréttum Stöðvar 2 sagt frá rúmlega tvítugri stúlku sem játaði nýlega á sig ölvunarakstur við Galtalæk í sumar. Hún var sektuð og missti prófið í hálft ár. Stúlkan er ósátt við niðurstöðuna því hún kveðst hafa fengið að blása í áfengismæli hjá lögreglu í Galtalæk, sem hafi gefið henni grænt ljós á að setjast undir stýri. Tvö vitni staðfesta þennan framburð. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir einstaklinga bera ábyrgð á að meta eigin ölvun. Raunar nái slík ábyrgð til vitna í ákveðnum starfsstéttum. Í umferðarlögum segir beinlínis að þegar maður hefur neytt áfengis á veitingastað og þjónar hans vita eða hafa ástæðu til að ætla, að hann sé stjórnandi ökutækis beri þeim að reyna að hindra hann í því að aka með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart. Sinni þjónn ekki þeirri skyldu er hægt að sekta hann. Sama gildir um bensínafgreiðslumenn - sem mega aukinheldur ekki að selja ökumanni eldsneyti, ef hann er augljóslega undir áhrifum. En er þá áfengismælum lögreglu á útihátíðum ekki treystandi? „Ábyrgðin er alltaf ökumannsins og ég held, þó að ég vilji nú ekki tjá mig um þetta tiltekna mál þar sem ég þekki það ekki í þaula, að það sé auðvitað besta reglan að menn standi fullkomlega sjálfir klárir á því hversu vel þeir eru á sig komnir til að fara út að keyra. Það á ekkert að taka neinar áhættur í þeim efnum," segir Einar Magnús.
Tengdar fréttir Ótryggir áfengismælar Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. 6. janúar 2011 19:28 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Ótryggir áfengismælar Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. 6. janúar 2011 19:28