Lamandi hönd leggst yfir ræktunarstarfið 11. janúar 2011 05:30 Stjórnir ýmissa þar til bærra félaga efna til funda um þessar mundir til að ræða frumvarpsdrögin og ganga frá umsögn um þau.fréttablaðið/gva „Það blasir við að stefnt er að því að setja innflutning á plöntum og útplöntun þeirra á Íslandi, svo og flutning á innlendum plöntum innan lands, undir eins konar lögreglueftirlit, leyfisskyldu og bannákvæði.“ Þetta segir Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands, um frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Stjórnir ýmissa þar til bærra félaga efna til funda um þessar mundir til að ræða drögin og ganga frá umsögn um þau. Þar má nefna Garðyrkjufélagið og Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess. Stjórn fyrrnefnda félagsins fundar um málið í næstu viku. Spurður hvort ákvæði í frumvarpsdrögunum muni setja strik í reikninginn hvað varðar starfsemi Garðyrkjufélagsins verði þau að lögum segir Vilhjálmur svo vera. „Við getum ekki séð annað en að þetta muni setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar til dæmis notkun framandi plantna og innlendra í garðlöndum. Að vísu er tiltekið að þetta gildi ekki um garðplöntur í görðum en svo kemur ákvæði um dreifingu sem þýðir til dæmis að í sumarbústaðalöndum hafa menn ekki heimild til að setja niður framandi plöntur nema með leyfi. Þetta verður mjög íþyngjandi og mun setja strik í reikninginn hjá áhugafólki um ræktun í þessu landi.“ Vilhjálmur segir þá sem unnu frumvarpsdrögin hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvað eigi að vera og hvað eigi ekki að vera í íslenskri náttúru. Þeir virðist vilja ráða yfir áhugamálum ræktenda og framtakssemi einstaklinga og félagasamtaka á landinu. Hluti af félagsstarfi garðyrkjufélagins er svokallaður frælisti, þar sem meðlimir geta nálagst fræ sem þá fýsir að setja niður. „Notkun þessa lista verður háð mjög miklum takmörkunum ef fram heldur sem horfir,“ segir Vilhjálmur. „Starfsemi trjáræktarklúbbsins, sem gengið hefur út á að afla innfluttra tegunda sem menn hafa ætlað að setja út í rúmgóð lönd sem hætt er að nýta í þágu landbúnaðar, verður sett undir lamandi hönd hins opinbera.“ Loks segir Vilhjálmur að heimild í drögunum til að útrýma plöntum sem nái til eignarlanda sé einkennileg svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Einkennilegast af öllu þessu er þó að hömlur verða settar á flutning innlendra plöntutegunda innanlands.“ jss@frettabladid.is Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
„Það blasir við að stefnt er að því að setja innflutning á plöntum og útplöntun þeirra á Íslandi, svo og flutning á innlendum plöntum innan lands, undir eins konar lögreglueftirlit, leyfisskyldu og bannákvæði.“ Þetta segir Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands, um frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Stjórnir ýmissa þar til bærra félaga efna til funda um þessar mundir til að ræða drögin og ganga frá umsögn um þau. Þar má nefna Garðyrkjufélagið og Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess. Stjórn fyrrnefnda félagsins fundar um málið í næstu viku. Spurður hvort ákvæði í frumvarpsdrögunum muni setja strik í reikninginn hvað varðar starfsemi Garðyrkjufélagsins verði þau að lögum segir Vilhjálmur svo vera. „Við getum ekki séð annað en að þetta muni setja verulegt strik í reikninginn hvað varðar til dæmis notkun framandi plantna og innlendra í garðlöndum. Að vísu er tiltekið að þetta gildi ekki um garðplöntur í görðum en svo kemur ákvæði um dreifingu sem þýðir til dæmis að í sumarbústaðalöndum hafa menn ekki heimild til að setja niður framandi plöntur nema með leyfi. Þetta verður mjög íþyngjandi og mun setja strik í reikninginn hjá áhugafólki um ræktun í þessu landi.“ Vilhjálmur segir þá sem unnu frumvarpsdrögin hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvað eigi að vera og hvað eigi ekki að vera í íslenskri náttúru. Þeir virðist vilja ráða yfir áhugamálum ræktenda og framtakssemi einstaklinga og félagasamtaka á landinu. Hluti af félagsstarfi garðyrkjufélagins er svokallaður frælisti, þar sem meðlimir geta nálagst fræ sem þá fýsir að setja niður. „Notkun þessa lista verður háð mjög miklum takmörkunum ef fram heldur sem horfir,“ segir Vilhjálmur. „Starfsemi trjáræktarklúbbsins, sem gengið hefur út á að afla innfluttra tegunda sem menn hafa ætlað að setja út í rúmgóð lönd sem hætt er að nýta í þágu landbúnaðar, verður sett undir lamandi hönd hins opinbera.“ Loks segir Vilhjálmur að heimild í drögunum til að útrýma plöntum sem nái til eignarlanda sé einkennileg svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Einkennilegast af öllu þessu er þó að hömlur verða settar á flutning innlendra plöntutegunda innanlands.“ jss@frettabladid.is
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira