Innlent

Símaþjófnaður í bakaríi: Upptökur úr eftirlitsmyndavél

Erla Hlynsdóttir skrifar
Myndbrot úr eftirlitsmyndavélinni þar sem andlit mannsins og drengjanna hafa verið gerð óþekkjanleg - 
Breytt kl.15.05: Myndin úr eftirlitsmyndavélinni hefur verið fjarlægð að beiðni fjölskyldunnar
Myndbrot úr eftirlitsmyndavélinni þar sem andlit mannsins og drengjanna hafa verið gerð óþekkjanleg - Breytt kl.15.05: Myndin úr eftirlitsmyndavélinni hefur verið fjarlægð að beiðni fjölskyldunnar

„GSM síma er stolið af starfsmanni í bakaríi í Hafnarfirði. Fullorðinn karlmaður ásamt tveimur ungum drengjum, koma að versla í bakaríinu. Á borðinu næst myndavélinni var starfsmaður með símann sinn en skyldi hann eftir þegar viðkomandi þurfti að afgreiða viðskiptavin. Notar þá annar drengurinn tækifærið og stelur símanum. "

Þannig hljómar lýsing á myndbandi úr eftirlitsmyndavél í Bæjarbakarí í Hafnarfirði sem hefur verið sett inn á YouTube.

Logi Júlíusson, rekstarstjóri Bæjarbakarís, staðfestir í samtali við Vísi að starfsfólk bakarísins hafi sett myndbandið inn. Atvikið átti sér stað í bakaríinu á laugardag. Logi segist ekki hafa rætt við lögreglu áður en myndbandið var sett á netið og ætlar hann að taka það aftur niður ef í ljós kemur að birting þess opinberlega brýtur í bága við persónuverndarstjónarmið.

Í bakaríinu eru uppi skilti þar sem fram kemur að þar séu eftirlitsmyndavélar.

Myndbandið má sjá hér á YouTube.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 4441000

Viðbót klukkan 14.16:

Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube og því ekki lengur hægt að horfa á það með því að smella á tengilinn hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×