Háskólinn fylgist betur með fjármálum Raunvísindastofnunar 10. janúar 2011 17:07 Mynd/Pjetur Háskóli Íslands þarf að hafa virkari afskipti af starfsemi Raunvísindastofnunar, að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur að stjórnendur HÍ eigi að taka aukinn þátt í gerð og eftirfylgni rekstaráætlana Raunvísindastofnunar og að setja verði skýrar verklagsreglur um ýmsa þætti í rekstrinum. Halli hefur verið á rekstri Raunvísindastofnunar undanfarin ár. Raunvísindastofnun er hluti af Háskóla Íslands og skiptist í tvær undirstofnanir: Jarðvísindastofnun og Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun. Yfir Raunvísindastofnun er stjórn og undir hana heyra framkvæmdastjóri og skrifstofa. Jafnframt hefur hvor undirstofnun sína eigin stjórn. Samkvæmt lögum ber forseti verkfræði- og náttúrvísindasviðs HÍ ábyrgð á fjár- og starfsmannamálum Raunvísindastofnunar. Í nýrri skýrslu bendir Ríkisendurskoðun á að HÍ þurfi að hafa virkari afskipti en hingað til af starfsemi Raunvísindastofnunar og betra eftirlit með henni, að því er fram kemur í tilkynningu. Meðal annars þurfi stjórnendur háskólans að taka meiri þátt í gerð rekstraráætlana stofnunarinnar og tryggja að eftir þeim sé farið en halli hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Þá ber að mati Ríkisendurskoðunar að kanna hvort rétt sé að færa fjárveitingu til Raunvísindastofnunar undir HÍ en stofnunin er nú sjálfstæður liður í fjárlögum.Virða þarf forræði háskólans Í skýrslunni kemur fram að samskipti mennta- og menningarmálaráðuneytisins við stofnunina beri vott um að það líti ýmist á hana sem sjálfstæða ríkisstofnun eða hluta af HÍ. Ríkisendurskoðun telur að ráðuneytið eigi að haga samskiptum sínum við stofnunina með þeim hætti að forræði háskólans yfir henni sé virt. Ríkisendurskoðun telur að einfalda eigi skipulag Raunvísindastofnunar þannig að yfir henni verði aðeins ein stjórn. Þá telur Ríkisendurskoðun að setja þurfi skýrar verklagsreglur um ýmsa þætti í rekstri Raunvísindastofnunar og að hún þurfi að bæta umsýslu sína með styrkjum og rannsóknum. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Háskóli Íslands þarf að hafa virkari afskipti af starfsemi Raunvísindastofnunar, að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur að stjórnendur HÍ eigi að taka aukinn þátt í gerð og eftirfylgni rekstaráætlana Raunvísindastofnunar og að setja verði skýrar verklagsreglur um ýmsa þætti í rekstrinum. Halli hefur verið á rekstri Raunvísindastofnunar undanfarin ár. Raunvísindastofnun er hluti af Háskóla Íslands og skiptist í tvær undirstofnanir: Jarðvísindastofnun og Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun. Yfir Raunvísindastofnun er stjórn og undir hana heyra framkvæmdastjóri og skrifstofa. Jafnframt hefur hvor undirstofnun sína eigin stjórn. Samkvæmt lögum ber forseti verkfræði- og náttúrvísindasviðs HÍ ábyrgð á fjár- og starfsmannamálum Raunvísindastofnunar. Í nýrri skýrslu bendir Ríkisendurskoðun á að HÍ þurfi að hafa virkari afskipti en hingað til af starfsemi Raunvísindastofnunar og betra eftirlit með henni, að því er fram kemur í tilkynningu. Meðal annars þurfi stjórnendur háskólans að taka meiri þátt í gerð rekstraráætlana stofnunarinnar og tryggja að eftir þeim sé farið en halli hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Þá ber að mati Ríkisendurskoðunar að kanna hvort rétt sé að færa fjárveitingu til Raunvísindastofnunar undir HÍ en stofnunin er nú sjálfstæður liður í fjárlögum.Virða þarf forræði háskólans Í skýrslunni kemur fram að samskipti mennta- og menningarmálaráðuneytisins við stofnunina beri vott um að það líti ýmist á hana sem sjálfstæða ríkisstofnun eða hluta af HÍ. Ríkisendurskoðun telur að ráðuneytið eigi að haga samskiptum sínum við stofnunina með þeim hætti að forræði háskólans yfir henni sé virt. Ríkisendurskoðun telur að einfalda eigi skipulag Raunvísindastofnunar þannig að yfir henni verði aðeins ein stjórn. Þá telur Ríkisendurskoðun að setja þurfi skýrar verklagsreglur um ýmsa þætti í rekstri Raunvísindastofnunar og að hún þurfi að bæta umsýslu sína með styrkjum og rannsóknum.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira