Fjarnemum fækkar um 66% á milli ára 11. janúar 2011 05:45 Nemendum í fjarnámi hefur fækkað gífurlega á milli ára síðan fjárveitingum ríkisins til framhaldsskóla var hætt. Fréttablaðið/anton Nemendum í grunnskóla sem sækja fjarnám í framhaldsskólum fækkaði úr 444 í 150 á milli áranna 2009 og 2010, eða um 66 prósent. Öllum nemendum í fjarnámi í framhaldsskólum hefur fækkað úr 3.755 í 2.462 á milli ára, sem er rúmlega þriðjungs fækkun. Árið 2008 var ákveðið að veita grunnskólanemendum tækifæri til þess að sækja áfanga í framhaldsskóla í stað þess að sitja valáfanga. Menntamálaráðuneyti veitti þeim þrem framhaldsskólum sem bjóða upp á fjarnám, Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Verzlunarskóla Íslands og Verkmenntaskólanum á Akureyri, fjárveitingar til þess að mæta þörfum þessara nemenda. Í lok árs 2009 var ákveðið að hætta þessum fjárveitingum og var áætlaður sparnaður um 120 milljónir króna. Sum sveitarfélög hafa tekið yfir fjárveitingar til framhaldsskólanna og kostað þannig nám grunnskólanema, en að öðrum kosti fellur kostnaðurinn á foreldra. Hver eining í fjarnámi kostar frá 4 til 5 þúsund krónur og er skráningargjald á bilinu 6 til 8 þúsund krónur. þorbjörg helga vigfúsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, efast um lögmæti aðgerðanna þar sem lögin frá árinu 2008 eigi að veita nemendum sem skara fram úr það tækifæri að nýta framhaldsskólanámið samhliða grunnskólanum. Einnig bendir Þorbjörg á að í sumum tilvikum sé einungis verið að velta kostnaði yfir á sveitarfélögin, sem séu sum hver ekki vel í stakk búin til að standa undir því. „Það er hægt að færa rök fyrir því að sparnaðurinn þýði aukinn kostnað til lengri tíma þar sem þessir nemendur spari ríkinu fjármuni með því að fara hraðar í gegnum framhaldsskólakerfið,“ segir Þorbjörg. Fjölbraut við Ármúla og Verzlunarskólinn ákváðu að halda áfram að taka inn grunnskólanemendur til fjarnáms á vorönn 2010, þrátt fyrir afnám fjárveitinganna. Verkmenntaskólinn á Akureyri tók alfarið fyrir inngöngu grunnskólanema í fjarnám á síðasta ári. - sv Tengdar fréttir Umræðu um rafbíla vantar jarðtengingu Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum. 13. janúar 2011 05:30 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Nemendum í grunnskóla sem sækja fjarnám í framhaldsskólum fækkaði úr 444 í 150 á milli áranna 2009 og 2010, eða um 66 prósent. Öllum nemendum í fjarnámi í framhaldsskólum hefur fækkað úr 3.755 í 2.462 á milli ára, sem er rúmlega þriðjungs fækkun. Árið 2008 var ákveðið að veita grunnskólanemendum tækifæri til þess að sækja áfanga í framhaldsskóla í stað þess að sitja valáfanga. Menntamálaráðuneyti veitti þeim þrem framhaldsskólum sem bjóða upp á fjarnám, Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Verzlunarskóla Íslands og Verkmenntaskólanum á Akureyri, fjárveitingar til þess að mæta þörfum þessara nemenda. Í lok árs 2009 var ákveðið að hætta þessum fjárveitingum og var áætlaður sparnaður um 120 milljónir króna. Sum sveitarfélög hafa tekið yfir fjárveitingar til framhaldsskólanna og kostað þannig nám grunnskólanema, en að öðrum kosti fellur kostnaðurinn á foreldra. Hver eining í fjarnámi kostar frá 4 til 5 þúsund krónur og er skráningargjald á bilinu 6 til 8 þúsund krónur. þorbjörg helga vigfúsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, efast um lögmæti aðgerðanna þar sem lögin frá árinu 2008 eigi að veita nemendum sem skara fram úr það tækifæri að nýta framhaldsskólanámið samhliða grunnskólanum. Einnig bendir Þorbjörg á að í sumum tilvikum sé einungis verið að velta kostnaði yfir á sveitarfélögin, sem séu sum hver ekki vel í stakk búin til að standa undir því. „Það er hægt að færa rök fyrir því að sparnaðurinn þýði aukinn kostnað til lengri tíma þar sem þessir nemendur spari ríkinu fjármuni með því að fara hraðar í gegnum framhaldsskólakerfið,“ segir Þorbjörg. Fjölbraut við Ármúla og Verzlunarskólinn ákváðu að halda áfram að taka inn grunnskólanemendur til fjarnáms á vorönn 2010, þrátt fyrir afnám fjárveitinganna. Verkmenntaskólinn á Akureyri tók alfarið fyrir inngöngu grunnskólanema í fjarnám á síðasta ári. - sv
Tengdar fréttir Umræðu um rafbíla vantar jarðtengingu Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum. 13. janúar 2011 05:30 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Umræðu um rafbíla vantar jarðtengingu Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum. 13. janúar 2011 05:30