Fleiri fréttir

Hefur meiri áhyggjur af stuðningi við mótmælin en löku fylgi

Forsætisráðherra segir að erfið fjárlög útskýri minnkandi stuðning við ríkisstjórnina, en hann mælist aðeins 30 prósent. Forsætisráðherra segist hafa meiri áhyggjur af miklum stuðningi við mótmælaaðgerðir enda vinni þjóðin sig ekki úr kreppunni nema með jákvæðu hugarfari.

Guðjón í Oz gerður að heiðursfélaga: Ekki með stúdentspróf

„Ég er bara hissa og ánægður að vera hluti af fagfélagi, þrátt fyrir að vera ekki með stúdentspróf," segir Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ. Hann var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Félagi tölvunarfræðinga fyrir mikilsverð störf á sviði tölvunarfræði á undanförnum árum.

Sendinefnd AGS fundar um fjórðu endurskoðun

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kom til Íslands í dag til að funda með íslenskum yfirvöldum um fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og AGS. Nefndin verður hér á landi til 15. nóvember. Í tilkynningu sem Franek Rozwadowski, fastafulltrúi sjóðsins á Íslandi, sendi frá sér verða niðurstöður fundahaldanna kynntar fjölmiðlum áður en sendinefndin heldur af landi brott.

Segir ríkisstjórnina skulda þjóðinni svör

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórnin skuldi þjóðinni skýringar á nýjum tíðindum um að íslenska ríkið muni líklega þurfa að greiða miklu minna vegna Icesave-reikninganna. Greint hefur frá því að upphæðin verði líklega ekki hærri en 75 milljarðar króna.

Ósammála um líkur á eldgosi

Jarðvísindamenn eru ekki á einu máli um hvort eldgos gæti verið í aðsigi Grímsvötnum. Jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands segir engin bráðamerki um að gos sé að hefjast í Vatnajökli á næstu dögum eða vikum. Rennslið í Gígjukvísl hefur tvöfaldast síðan í gærkvöldi - en ekki þrefaldast eins og menn bjuggust við.

Össur styrkir tengslin við Rússland

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund ásamt sendinefnd með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og sjö manna fylgdarliði. Fundurinn fór fram í Osló.

Árni aðstoðarframkvæmdastjóri hjá FAO

Árni M. Mathiesen hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri þróunarstarfs á sviði sjávarútvegs og fiskeldis hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Höfuðstöðvar FAO eru í Róm.

Stoltenberg: Mikið áunnist í baráttunni við kreppuna

Mikill fjöldi fréttamanna var viðstaddur þegar norrænu forsætisráðherrarnir héldu blaðamannafund á Grand hótel í morgun. Í máli Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs kom fram að hann teldi að mikið hefði áunnist í efnahagsmálum á Íslandi síðustu misserin. Sagði hann greinilegt að Íslendingar væru á réttri leið út úr kreppunni sem skall á í kjölfar bankahrunsins 2008.

Megas, Gylfi og Rúnar taka Spáðu í mig

Ísland í dag hitti þá félaga í hljóðverinu þar sem þeir fluttu lagið Spáðu í mig eftir Megas. Nánar verður síðan rætt við þá í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55.

Aka upp í skíðabrekkur í Bláfjöllum

„Borið hefur á því að ökumenn geri sér að leik að aka upp í skíðabrekkur og í síðustu viku var einnig ekið um göngusvæðið og snjórinn spændur upp sem útilokaði að hægt var að nýta til skíðagöngu þann litla snjó sem var kominn. Þeim tilmælum er eindregið beint til allra ökumanna að virða bann við akstri utan vega og bílastæða í Bláfjöllum," segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra skíðasvæðanna.

Sturla er kominn heim

Sturla Jónsson, vörubílstjóri og mótmælandi, er fluttur aftur heim frá Noregi. „Ég var í flísalögnum þarna úti og hafði bara ekki skrokk í að liggja á hnjánum í tólf tíma á dag. Ég hugsaði því með mér hvort ég vildi kála mér strax eða flytja aftur heim," segir hann.

Fyrrverandi fjármálaráðherra vill vinna í Róm

Árni M. Mathiesen hefur sóst eftir starfi hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Ekki hefur fengið staðfest hvort hann hafi fengið starfið en samkvæmt bloggsíðu blaðamannsins, Eiríks Jónssonar, þá hefur hann fengið starfið og mun starfa í Róm.

Bæjarfulltrúar sýknaðir: „Óþægilegt að hafa þetta hangandi yfir sér“

„Ég var ekki mjög kvíðinn yfir þessu, en það er óþægilegt að hafa svona lagað hangandi yfir sér," segir Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún, Ólafur Þór Gunnarssyni og Hafsteinn Karlsson voru sýknuð í morgun í meiðyrðamáli sem Frjáls miðlun höfðaði í Héraðsdómi Reykjaness.

Varaformaður Siðmenntar stígur til hliðar í mannréttindaráði

Bjarni Jónsson, fulltrúi Samfylkingar í mannréttindaráði, hefur dregið sig í hlé frá afgreiðslu tillögu mannréttindaráðs um samskipti trúfélaga og skóla. Bjarni er varaformaður Siðmenntar, félags húmanista, og gagnrýndu sjálfstæðismenn í ráðinu að Bjarni tæki þátt í afgreiðslu málsins þar sem að þeirra mati hafði hann hagsmuna að gæta af því hver niðurstaðan yrði. Meirihluti ráðsins komst þó að þeirri niðurstöðu að Bjarni væri vel hæfur. Engu að síður hefur Bjarni ákveðið að stíga til hliðar.

Þing Norðurlandaráðs sett í dag

Þing Norðurlandaráðs verður sett klukkan 14.30 í dag á Grand hóteli. Þetta er 62. þingið sem haldið er. Þingið hefst með ávarpi forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur og forseta Norðurlandaráðs, Helga Hjörvars. Í kjölfarið hefst Norrænn leiðtogafundur. Efni leiðtogafundarins er: Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni. Að leiðtogafundi loknum kynnir forsætisráðherra Finna, Mari Kiviniemi, formennskuáætlun Finna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2011.

Umferð um þjóðveginn eykst að nýju

Umferð jókst um rúmlega þrjú prósent á hringveginum í síðasta mánuði, samkvæmt talningu Vegagerðarinnar á 16 mælingastöðvum umhverfis landið.

Þrír sluppu ómeiddir úr bílveltu

Þrír sluppu nær ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi um átta leitið í gærkvöldi og valt nokkrar veltur.

Hlaupið í Gígju gæti náð hámarki í kvöld

Vatnsrennsli og þar með vatnshæðin jukust jafnt og þétt í Gígju í alla nótt og rafleiðnin í vatninu stígur líka nokkuð nokkuð hratt, sem bendir til vaxandi hlutfalls jarðhitavatns.

Ákært um eða eftir áramót

Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar.

Kynnir skýrsluna fyrir ráðuneyti

Nettósparnaður vegna niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða yrði um 28 milljónir króna, samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir hönd grasrótarsamtakanna Heimavarnarliðsins. Skýrslan var unnin af Dóru Hlín Gísladóttur, verkfræðingi og talskonu Heimavarnarliðsins, og Kristni Hermannssyni hagfræðingi.

Verður kynnt á næstu dögum

Stefnt er að því að kynna niðurstöður sérfræðingahóps stjórnvalda sem reiknar nú út kostnað við mögulegar aðgerðir stjórnvalda fyrir skuldug heimili í þessari viku.

Landsdómur þarf að velja á milli hjóna

Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigur­björnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum.

Vilja hótel í Hafnarstræti á ný

Fosshótel hafa áhuga á því að starfrækja hótel á ný í Hafnarstræti 98 á Akureyri, gamla Hótel Akureyri. Fyrirtækið hefur skoðað málið með byggingafyrirtæki og eigendum hússins, Saga fjárfestingabanka og KEA, að undanförnu.

Jarðvarmageiri þarf umgjörð til að dafna

„Tími er kominn til að ræða um framtíðina og láta af umræðu um orsakir kreppunnar,“ sagði prófessor Michael Porter á Iceland Geothermal jarðvarmaráðstefnunni sem fram fór í Háskólabíói í gær. Á henni var fjallað um klasamyndun í jarðvarmageira og hvernig hún gæti orðið grundvöllur aukins hagvaxtar.

Deilur um þrotabú banka streyma til dómstólanna

Holskefla ágreiningsmála vegna föllnu bankanna hellist nú yfir héraðsdómstóla. Fyrstu níu mánuði ársins voru höfðuð 561 ágreiningsmál vegna gjaldþrotaskipta. Þetta eru um 25 sinnum fleiri mál en í meðalári, þegar þau fylla gjarnan annan tuginn.

Hver listnemi kostar allt að þremur milljónum króna

Verja á samtals 9,4 milljörðum króna til kennslu í háskólum landsins á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárframlög til hvers skóla um sig eru ákveðin út frá reiknilíkani þar sem tekið er tillit til kostnaðar við kennsluna.

Þriðjungur landsmanna styður stjórnina

„Þau stjórnvöld sem fara af hjörunum yfir því að mælast lágt í miðjum erfiðleikum eru ekki vandanum vaxin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna.

Brýnt að bæta stöðu aldraðra hér á landi

Þing Norðurlandaráðs verður sett í dag klukkan 14.30 á Grand Hóteli í Reykjavík. Alls eru 35 erlendir ráðherrar nú staddir hér á landi til þess að sitja þingið ásamt um 600 fjölmörgum embættismönnum og almennum starfsmönnum.

Upphaf Paradísar lofar góðu

Einn og hálfur mánuður er liðinn síðan Bíó Paradís tók til starfa í gamla Regnboganum. Þessum nýju heimkynnum listrænna bíómynda, klassískra mynda og kvikmyndahátíða hefur verið vel tekið að mati Lovísu Óladóttur framkvæmdastjóra.

Ingunn bjargaði lömbum úr sjálfheldu

Björgunarsveitin Ingunn, sem starfrækt er að Laugarvatni, bjargaði í morgun lambi úr sjálfheldu við Laugardalshóla. Þetta er í annað sinn á einni viku sem björgunarsveitin fer í björgunarleiðangur sem þennan vegna kindar.

Þrir til skoðunar eftir umferðaróhapp á Fróðarheiði

Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar þegar að bifreið valt á Fróðarheiði í nágrenni við Ólafsvík í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Snæfellsnesi var um tvo karlmenn og konu að ræða.

Ellefu vilja í Turninn á Lækjartorgi

Ellefu aðilar gerðu tilboð í leigu á Turninum á Lækjartorgi. Tilboðin voru opnuð í morgun hjá Innkaupaskrifstofu. Eins og fram hefur komið var turninn fluttur á Lækjartorg í sumar eftir að hafa verið geymdur annarsstaðar um skeið.

Læknum hefur fækkað um 100

Læknum á Íslandi hefur fækkað um 100 síðustu tvö árin, segir Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans. Þorbjörn sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væru um 10% allra starfandi lækna á Íslandi.

Sárvantar fólk til starfa

Hugbúnaðargeirann sárvantar fólk til starfa, segir forstjóri Marorku, og segir að niðurskurður á kennslu í tæknigreinum muni hamla eðlilegum vexti greinarinnar, sem skapað gæti mörg þúsund ný störf á næstu árum.

Bjarni Ben vill þjóðstjórn

Formaður Sjálfstæðisflokksins vill mynda þjóðstjórn þvert á flokka í nokkra mánuði og boða svo til kosninga en flokkurinn kynnti í dag tillögur í atvinnumálum sem eiga að skapa 22 þúsund ný störf.

Yfir 100 þjóðir taka þátt í Alþjóðlegri athafnaviku

Yfir 100 þjóðir munu taka þátt í Alþjóðlegri athafnaviku sem haldin verður í þriðja sinn dagana 15. - 21. nóvember næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá nýsköpunar og frumkvöðlasetrinu Innovit kemur fram að aldrei áður hafi jafn

Almannavarnir lýsa yfir lægsta háskastigi

Almannavarnir lýsa yfir lægsta háskastigi vegna jökulhlaups og jarðhræringa í Grímsvötnum. Fundur var haldinn í vísindamannaráði í dag vegna nýjustu atburða í náttúru Íslands.

Þorleifur: Víst niðurskurður í velferðarmálunum

Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í velferðarráði segir ekki rétt sem fram kom í máli S. Björns Blöndals, aðstoðarmanns borgarstjóra á Vísi fyrr í dag, að ekki standi til að skera niður í velferðarmálum hjá borginni umfram verðlagsbreytingar. Þorleifur segir að á fundi velferðarráðs í dag hafi verið rætt um að skera niður félagsstarf aldraðra, ferðir aldraðra í sund og í strætó, svo dæmi séu tekin. Þá eigi að skerða greiðslur til skammtímavistunar unglinga og til unglingasmiðja.

Holtavörðuheiðin opnuð á ný

Búið er að opna fyrir umferð á Holtavörðuheiði en hún lokaði í dag eftir að flutningabíll ók aftan á aðra bifreið.

Ísjaki sleit háspennulínu

Ísjaki úr hlaupinu úr Grímsvötnum rakst í háspennumastur sem er við árfarveginn og slitnaði rafmangslína í kjölfarið. Því er rafmagnslaust á Kirkjubæjarklaustri en varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli segir starfsmenn Landsnets vinna að lagfæringum.

Holtavörðuheiði lokuð - flutningabíll þversum á veginum

Holtavörðuheiðin er lokuð að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni vegna umferðaróhapps. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi sem er á vettvangi var um aftanákeyrslu að ræða. Einn ökumaður kvartaði undan eymslum en mun ekki vera alvarlega slasaður. Flutningabíll rann til við óhappið og er nú þversum á veginum og óljóst er hvenær hægt verður að opna hann á ný.

Langveik börn komast í utanlandsferðir

Iceland Express og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára. Með samningnum verður Iceland Express einn af styrktaraðilum Umhyggju.

Sjá næstu 50 fréttir