Innlent

Læknum hefur fækkað um 100

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsfólk Landspítalans. Læknum á Íslandi hefur fækkað um 100 á tveimur árum. Mynd/ Vilhelm.
Starfsfólk Landspítalans. Læknum á Íslandi hefur fækkað um 100 á tveimur árum. Mynd/ Vilhelm.
Læknum á Íslandi hefur fækkað um 100 síðustu tvö árin, segir Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans. Þorbjörn sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væru um 10% allra starfandi lækna á Íslandi.

Þorbjörn segir að læknastéttin standi frammi fyrir þríþættu vandamáli. „Hluti af yngri sérfræðilæknum taka sig upp og flytjast út. Unglæknar staldra skemur við. Og svo eru það læknar sem hafa lokið sérnámi og eru búsettir erlendis, virðast ekki vera tilbúnir til þess að sækja um stöður og flytja til Íslands," segir Þorbjörn.

Hann segir að hluti af ástæðunni sé að launin séu betri erlendis, en fleira komi til. „Starfsumhverfið er betra víða erlendis. Íslendingar hafa oft lært á stærri stöðum, þar sem eru fleiri læknar og hóflegra vinnuálag og kannski færri vaktir," segir Þorbjörn.



Hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×