Innlent

Hlaupið í Gígju gæti náð hámarki í kvöld

Vatnsrennsli og þar með vatnshæðin jukust jafnt og þétt í Gígju í alla nótt og rafleiðnin í vatninu stígur líka nokkuð nokkuð hratt, sem bendir til vaxandi hlutfalls jarðhitavatns.

Hinsvegar hefur engin snarpur jarðskjálfti verið í Grímsvötnum eftir að einn varð upp á 2,8 á Richter snemma í gærkvöldi.

Hlaupið núna hefur aukist mun hraðar en hlaupið árið 2004 og telja jarðvísindamenn að það geti jafnvel náð hámarki í kvöld.

Ekkert tjón hefur hlotist af hlaupinu fyrir utan að jaki braut niður háspennumastur í gær, í grennd við brúnna yfir Gígju, á þjóðveginum.

Almannavarnir lýstu í gær yfir óvissustigi, sem er lægsta háskastig Almannavarna og þýðir að grannt sé fylgst með framvindu mála.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×