Fleiri fréttir

Hálka á Holtavörðuheiði

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheðii og Bröttubrekku. Hálkublettir eru sömueiðis á Vatnaleið og í Borgarfirði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Síhækkandi vatnsyfirborð í Gígjukvísl

Vatnsrennsli hélt áfram að aukast í Gígjukvísl í nótt og hefur vatnsyfirborð hækkað um allt að einn metra. Eldfjallafræðingar bíða spenntir eftir því hvort Grímsvötn fari að gjósa.

Krafist 3% hagræðingar á leikskólasviði

Leikskólasvið Reykjavíkurborgar þarf að hagræða um 3 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar. Gert er ráð fyrir talsverðri aukningu barna á leikskólum og fær sviðið því viðbótarframlag að upphæð tæplega 660 milljónir króna.

Stórbruni á Eirhöfða

Ekkert liggur enn fyrir um það hvað olli stórbruna í iðnaðarhúsi við Eirhöfða í Reykjavík í nótt, sem hófst með því að það kviknaði í bíl innanhúss og allt fór úr böndunum. Myndatökumaður Stöðvar 2 var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndir.

Rjúpnaskytta látin á Vestfjörðum

Rjúpnaskytta sem saknað var á Vestfjörðum á föstudag fannst látinn sama dag. Maðurinn var við veiðar á hálendinu, ofan Gufudals, í Austur-Barðastrandarsýslu.

Nálin komin í pásu: Fiktað í útsendingarbúnaði

Útvarpsstöðin Nálin sem fór í loftið í sumar hefur verið lögð niður tímabundið. Einar Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri Nálarinnar, segir að fiktað hafi verið í útsendingarbúnaði útvarpsstöðvarinnar með þeim afleiðingum að útsendingar trufluðust. Spurður hvort þetta hafi verið skemmdarverk segir Einar Karl: „Ég myndi ekki nota það orð. Ætli þetta hafi ekki bara verið slys,“ segir hann.

Fermingarbörn safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku

Í dag hefst söfnun um allt land þegar fermingarbörn úr 65 sóknum ganga í hús á tímabilinu á milli klukkan 17:30 og 21 og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þrem löndum Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu. Söfnunin stendur til 9. nóvember.

Fyrsta íbúðin fyrir blinda og sjónskerta vígð

Fyrsta hæfingar- og endurhæfingaríbúð sem ætluð er blindum og sjónskertum einstaklingum á Íslandi verður vígð á morgun. Íbúðin er í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkura mánuði og mun fyrsti íbúinn flytja inn fimmtudaginn 4. nóvember.

Varað við lúmskri hálku

Þótt það sé rigning víða á láglendi líkt og á höfuðborgarsvæðinu þá er hitastig það lágt að það þarf ekki að fara upp í mikla hæð til að hitinn sé kominn niður við frostmark. Umferðarstofa vill af þeim sökum vara við því að víða getur verið lúmsk hálka.

Bandbrjálaður maður réðist á leigubíl

Lögreglan handsamaði í nótt bandbrjálaðan mann, sem meðal annars hafði ráðist á leigubíl og sparkað ítrekað í hann, þannig að skemmdir hlutust af.

Vatnsrennsli heldur áfram að aukast í Gígjukvísl

Vatnsrennsli hélt áfram að aukast í Gígjukvísl í nótt í kjölfar jarðhræringa í Grímsvötnum í Vatnajökli í gær. Búist er við að rennslið aukist jafnt og þétt næstu dagana og nái hámarki síðar í vikunni.

Dregur úr skjálftavirkni undir Blöndulóni

Mun minni skjálftavirkni var undir Blöndulóni í nótt en fyrrinótt. Snarpasti skjálftinn í nótt mældist 2,4 á Richter, en í fyrrinótt mældist stærsti skjálftinn yfir fjóra á Richter.

Austan hvassviðri með morgninum

Það gengur í austan hvassviðri með morgninum, 10 til 15 metar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu með rigningu, en 13 til 20 metar á sekúndu norðvestanlands.

Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Ökumenn tveggja bíla voru flulttir á slysadeild í gærkvöldi eftir harðann árekstur bíla þeirra á mótum Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í gærkvöldi.

Leituðu rjúpnaskyttu við óvenjuerfiðar aðstæður

Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu fundu rjúpnaskyttu við Heklu rætur laust fyrir klukkan ellelfu í gærkvöldi eftir nokkra leit við óvenju erfiðar aðstæður í myrkri, slyddu, havssviðri og öskufoki.

Ungir innbrotsþjófar urðu skelfingu lostnir

Tveir ungir innbrotsþjófar, sem ætluðu að brjótast inn í tölvuverkstæði í Hveragerði á þriðja tímanum í nótt, urður skelfingu lostnir þegar hurð, sem þeir ætluðu að brjóta upp, var skyndilega svipt upp á gátt og við þeim blasti stóru hundur og eigandi hans.

Eldur braust út í Goðafossi

Eldur varð laus í reykháfi á Goðafossi, gámaflutningaskipi Eimskipafélagsins, þar sem það var á siglingu í slæmu veðri milli Íslands og Færeyja aðfaranótt laugardags.

Skoða fordæmisgildi dóms

Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi.

Ekkert ólöglegt í bókhaldinu

„Það er skýr munur á óhófsneyslu og einkaneyslu. Ég verð seint sakaður um það að taka mér fé í eigin hagsmunaskyni,“ segir Jakob S. Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félags í eigu Heimilis og skóla í Svíþjóð. Jakob var ekki formaður félagsins, eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag.

Drukku ekki fyrr en Líndal hafði talað

Aldís Geirdal Sverrisdóttir, formaður Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, segir að í árlegum ferðum Málfundafélags Lögréttu á Þingvöll sé góð hegðun í fyrirrúmi.

Vilja reka móttöku fyrir eigin reikning

Viðræður standa yfir milli Orkuveitu Reykjavíkur og fyrrverandi starfsmanna um rekstur á móttökurými og safni í Hellisheiðarvirkjun. Móttökurýminu var lokað samhliða uppsögnum í fyrirtækinu í október. Mikill fjöldi fólks hefur heimsótt rýmið á hverju ári, langmest ferðamenn.

Auðvelda aðgang að opinberum gögnum

Gera á almenningi auðveldara en nú er að óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum, samkvæmt drögum að breytingum á upplýsingalögum. Lögin tóku gildi árið 1997. Með þeim er almenningi tryggður réttur til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum og hefur reynslan sýnt að þau hafa falið í sér umtalsverða réttarbót.

Sjá næstu 50 fréttir