Össur styrkir tengslin við Rússland 2. nóvember 2010 11:53 Össur og Lavrov á góðri stundu Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund ásamt sendinefnd með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og sjö manna fylgdarliði. Fundurinn fór fram í Osló. Á fundinum lýstu báðir ráðherrarnir eindregnum vilja til að efla samstarf Rússlands og Íslands á ýmsum sviðum, og lögðu sérstaka áherslu á orkumál og samvinnu um málefni Norðurslóða. Utanríkisráðherra lýsti þeirri afstöðu Íslands að Ísland bæri að skoða sem strandríki, þar sem umtalsverður hluti af efnahagslögsögu þess liggur norðan heimskautsbaugs. Hann lýsti andstöðu Íslands við að tiltekin ríki, þ.e.a.s. Kanada, Bandaríkin, Rússland, Noregur og Danmörk, héldu sérstaka fundi um norðurslóðir utan Norðurskautsráðsins. Ráðherrarnir voru sammála um að styrkja bæri Norðurskautsráðið sem vettvang fyrir málefni norðurslóða. Utanríkisráðherrarnir ræddu jafnframt ítarlega undirbúning samnings um nútímavæðingu samskipta ríkjanna. Báðir lögðu þeir Sergei Lavrov og Össur Skarphéðinsson áherslu á samvinnu á sviði jarðhitavinnslu, sérstaklega í svæðum einsog Kamtsjatka, þar sem mikinn jarðhita er að vinna. Pútín forsætisráðherra lagði í síðustu viku blessun sína yfir samvinnuverkefni sem er í mótun milli íslenskra og rússneskra aðila um virkjun jarðhita í stórum stíl á Kamtsjatka en málið hafði verið rætt ítarlega í heimsókn Sergeis Shmatko orkumálaráðherra Rússlands til Íslands í síðasta mánuði. Á fundinum í dag lagði utanríkisráðherra Rússlands jafnframt áherslu á að önnur svæði í Rússlandi hefðu áhuga á íslenskri tækni á þessu sviði. Ráðherrarnir voru sammála um að samvinna ríkjanna í jarðhitamálum í framtíðinni gæti einnig náð til þriðju ríkja. Össur Skarphéðinsson tók upp möguleg viðskipti með þjónustu sem tengist loftferðum, sem Rússar hafa vaxandi þörf fyrir, og íslensk fyrirtæki gætu sinnt. Var ákveðið að embættismenn könnuðu möguleika á þessu sviði nánar hið fyrsta. Íslenski ráðherrann ræddi einnig samning við Rússland um ættleiðingar, sem hefur verið í undirbúningi milli ríkjanna, og tók rússneski starfsbróðir hans vel í það, og taldi mögulegt að gera slíkan samning að formsatriðum og tæknilegum skilyrðum uppfylltum. Þá ræddu ráðherrarnir samskipti Atlantshafsbandalagsins og Rússa. Utanríkisráðherra ítrekaði það sjónarmið Íslands, sem áður hefur komið fram opinberlega, að jákvætt væri í þágu öryggissjónarmiða að samskiptin yrðu sem mest. Ráðherrarnir ræddu stuttlega um aðild Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni en viðræðum um inngöngu þeirra hefur verið stýrt af Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund ásamt sendinefnd með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og sjö manna fylgdarliði. Fundurinn fór fram í Osló. Á fundinum lýstu báðir ráðherrarnir eindregnum vilja til að efla samstarf Rússlands og Íslands á ýmsum sviðum, og lögðu sérstaka áherslu á orkumál og samvinnu um málefni Norðurslóða. Utanríkisráðherra lýsti þeirri afstöðu Íslands að Ísland bæri að skoða sem strandríki, þar sem umtalsverður hluti af efnahagslögsögu þess liggur norðan heimskautsbaugs. Hann lýsti andstöðu Íslands við að tiltekin ríki, þ.e.a.s. Kanada, Bandaríkin, Rússland, Noregur og Danmörk, héldu sérstaka fundi um norðurslóðir utan Norðurskautsráðsins. Ráðherrarnir voru sammála um að styrkja bæri Norðurskautsráðið sem vettvang fyrir málefni norðurslóða. Utanríkisráðherrarnir ræddu jafnframt ítarlega undirbúning samnings um nútímavæðingu samskipta ríkjanna. Báðir lögðu þeir Sergei Lavrov og Össur Skarphéðinsson áherslu á samvinnu á sviði jarðhitavinnslu, sérstaklega í svæðum einsog Kamtsjatka, þar sem mikinn jarðhita er að vinna. Pútín forsætisráðherra lagði í síðustu viku blessun sína yfir samvinnuverkefni sem er í mótun milli íslenskra og rússneskra aðila um virkjun jarðhita í stórum stíl á Kamtsjatka en málið hafði verið rætt ítarlega í heimsókn Sergeis Shmatko orkumálaráðherra Rússlands til Íslands í síðasta mánuði. Á fundinum í dag lagði utanríkisráðherra Rússlands jafnframt áherslu á að önnur svæði í Rússlandi hefðu áhuga á íslenskri tækni á þessu sviði. Ráðherrarnir voru sammála um að samvinna ríkjanna í jarðhitamálum í framtíðinni gæti einnig náð til þriðju ríkja. Össur Skarphéðinsson tók upp möguleg viðskipti með þjónustu sem tengist loftferðum, sem Rússar hafa vaxandi þörf fyrir, og íslensk fyrirtæki gætu sinnt. Var ákveðið að embættismenn könnuðu möguleika á þessu sviði nánar hið fyrsta. Íslenski ráðherrann ræddi einnig samning við Rússland um ættleiðingar, sem hefur verið í undirbúningi milli ríkjanna, og tók rússneski starfsbróðir hans vel í það, og taldi mögulegt að gera slíkan samning að formsatriðum og tæknilegum skilyrðum uppfylltum. Þá ræddu ráðherrarnir samskipti Atlantshafsbandalagsins og Rússa. Utanríkisráðherra ítrekaði það sjónarmið Íslands, sem áður hefur komið fram opinberlega, að jákvætt væri í þágu öryggissjónarmiða að samskiptin yrðu sem mest. Ráðherrarnir ræddu stuttlega um aðild Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni en viðræðum um inngöngu þeirra hefur verið stýrt af Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira