Innlent

Þögul íhugun á fundi um samskipti trúfélaga og skóla

Erla Hlynsdóttir skrifar
Engar umræður verða á fundinum - aðeins íhugun
Engar umræður verða á fundinum - aðeins íhugun
Fulltrúar kristinna, múslima, trúlausra, grunnskóla og leikskóla halda stutt erindi á fundi um samskipti trúfélaga og skólasamfélagsins sem haldinn verður í Laugalækjarskóla síðdegis.

Hver framsögumaður talar í sjö mínútur. Milli erinda verður síðan mínútu þögn

.

„Fólk á þá að íhuga það sem fram hefur komið," segir séra Bjarni Karlsson, einn framsögumanna.

Þegar öll erindin hafa verið flutt mun Gunnar Hersveinn rithöfundur draga saman það helsta sem sagt hefur verið og varpa ljósi á þau gildi sem eru sameiginleg í máli framsögumanna og þau sem ósamkomulag ríkir um.

Engar umræður verða að því loknu heldur er fólk hvatt til þess eins að hlusta.

Þeir sem verða með framsögur á fundinum eru:

  • Fulltrúi múslima: Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi
  • Fulltrúi kristinna: Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju
  • Fulltrúi trúlausra: Bjarni Jónsson, stjórnarmaður í Siðmennt
  • Fulltrúi grunnskólasamfélagsins: Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri í Laugalækjarskóla.
  • Fulltrúi leikskólasamfélagsins: Krístín Dýrfjörð leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyri


Fundurinn er haldinn að frumkvæði óformlegra íbúasamtaka Laugarneshverfis, Laugarnes á ljúfum nótum.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og stendur frá klukkan half fimm til klukkan sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×