Fleiri fréttir

Velta fyrir sér 15% hækkun á gjaldskrá

Borgaryfirvöld hafa velt fyrir sér allt að fimmtán prósenta hækkun á öllum þjónustugjaldskrám. Það þýðir verulegar hækkanir í sund, á söfn, í húsdýragarðinn, á byggingaleyfi, heimaþjónustu og í sumum tilvikum á mat og kaffi.

Hlaupið í rénun

Hlaupið í Grímsvötnum náði hámarki í dag og er nú í rénun, segir Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður sem er staddur fyrir austan fjall. Gunnar telur að vatnsflæðið gæti hafa verið nálægt 3000 rúmmetrum þegar hlaupið var sem stærst.

Frambjóðendur kynntir á kosning.is

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur opnað vefsvæði með kynningu á frambjóðendum til stjórnlagaþings á vefnum kosning.is. Þar er líka að finna hjálparkjörseðil þar sem kjósendur geta raðað þeim frambjóðendum sem þeir hafa áhuga á að kjósa, prentað seðilinn út og tekið með sér á kjörstað.

Össur og kollegar biðla til Írana

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna frétta af því að aftaka írönsku konunnar Sakineh Mohammadi-Ashtiani væri yfirvofandi.

Leikskólabörn fái ekki að hitta prest á skólatíma

Leikskólabörn í Reykjavík munu ekki fá að heimsækja kirkjur á skólatíma en grunnskólabörn munu eiga möguleika á slíku verði endurskoðaðar tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar samþykktar.

Vísindamenn í könnunarflugi

Það var um klukkan hálf þrjú í nótt sem vísindamenn tóku eftir breytingum í Grímsvötnum en þá fóru mælar skyndilega að sýna meiri óróa. Því var ákveðið að fljúga yfir vötnin og fór vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í loftið rétt fyrir hádegi í dag . Myndatökumaður okkar var um borð og náði þessum myndum.

Upphafskvóti í síld ákveðinn 40.000 tonn

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld og er upphafskvótinn 40.000 tonn, sem þýðir að 25.000 tonnum verður úthlutað að þessu sinni samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Aðskilnaður trúfélaga og skóla ræddur í Hafnarfirði

Lögð var fram tillaga um aðskilnað trúfélaga frá skólastarfsemi hjá fræðsluráði Hafnarfjarðar í dag. Samkvæmt formanni ráðsins, Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, oddvita Vinstri grænna, þá er tillagan eingöngu til umræðu.

Nýbökuð móðir með brjóstabarn á Þjóðfundi

Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands verður haldinn næstkomandi laugardag 6. nóvember í Laugardalshöll. Um 1000 þáttakendur eru skráðir á fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Hlutverk þeirra er að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og endurskoðun á henni.

Júlíus Vífill: Samráð algjör nauðsyn

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ekkert samráð eigi að hafa um samstarf skóla borgarinnar við trúar og lífskoðunarfélög. Tillögu sjálfstæðismanna um að koma á sérstökum starfshópi í málinu var hafnað af meirihluta mannréttindaráðs fyrr í dag.

Ný flóðljós sett upp við Háskóla Íslands

Endurbætur standa yfir við byggingu Háskóla Íslands og hafa nýjar hellur verið lagðar á háskólasvæðinu. Nemendur hafa tekið eftir því að flóðljósin sem voru í gangstéttinni við aðalbyggingu Háskólans eru horfin. Sá tími sem byggingin er flóðlýst við hátíðleg tækifæri er þó ekki liðinn því ný fljóðljós eru væntanleg.

ESA rannsakar stuðning ríkisins við Verne Holdings

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á stuðningi íslenska ríkisins og Reykjanesbæjar við fyrirtækið Verne Holdings ehf. í tengslum við byggingu gagnavers á Reykjanesi samkvæmt tilkynningu frá ESA.

Könnunarflug yfir Grímsvötn: Engin merki um gos

Eldgos virðist ekki hafið í Grímsvötnum en hugsanlegt var talið að lítið eldgos hafi hafist á þriðja tímanum í nótt. Vísindamenn flugu í vél Landshelgisgæslunnar yfir svæðið til að kanna hvað þar væri á seyði.

Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið

Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.

Varðskipsmaður meiddist á hendi

Skipverji á varðskipinu Tý meiddist á hendi í morgun þegar skipverjar voru að slaka gúmmíbáti úr skipinu til æfinga. Þyrla Landhelgisgæslunanr sem var í æfingaflugi var send til að sækja skipverjann og lenti hún með hann í Reykjavík laust fyrir hádegi. Maðurinn mun gangast undir aðgerð á Landspítalanum.

Auður: Hátterni Jóns Gnarr í ætt við einelti

Hátterni borgarstjóra og félaga hans minnir á þá sem leggja í einelti í grunnskóla segir rithöfundurinn Auður Jónsdóttir eftir að hafa horft á myndbrot út kvikmyndinni Gnarr.

Gos gæti verið hafið

Hugsanlegt er að lítið eldgos sé þegar hafið í Grímsvötnum og það hafi byrjað á þriðja tímanum í nótt. Vísindamenn eru nú á leið í flugvél Landshelgisgæslunnar yfir svæðið til að kanna hvað þar er á seyði. Það var milli klukkan

Heimsækir stríðshrjáð börn í Úganda

Starfsmenn á vegum Barnaheilla leggja af stað til Norður-Úganda á laugardag en samtökin eru þar með verkefni sem miða að því að auka skólaaðgang. Með í för verður skáldið Gerður Kristný sem ætlar að kynna sér aðstæður úganskra barna.

Mike Tyson millilenti á Íslandi

Ferðalangar um borð í þotu Icelandair ráku upp stór augu þegar uppgötvaðist að Mike Tyson var á meðal farþega um borð í vél félagsins morgun. Tyson, sem af mörgum er talinn einn besti boxari allra tíma, var á leið til Glasgow í Skotlandi þar sem hann mun halda fyrirlestra um lífshlaup sitt sem er ansi skrautlegt, svo vægt sé til orða tekið. Hann skipti um vél í Keflavík og flaug með Icelandair til Glasgow.

„Við viljum auðvitað gleðja sem flesta“

„Hver einasti kassi skiptir máli og gleður eitt barn. Fyrir okkur sem höfum farið til Úkraínu og upplifað gleði barnanna skiptir það mestu máli, ekki endilega fjöldi kassanna þó við viljum auðvitað gleðja sem flesta," segir Björg Jónsdóttir, skipuleggjandi verkefnisins Jól í skókassa. Þeir sem vilja láta gott af sér leiða og taka þátt í verkefninu hafa tíma til næstkomandi laugardags.

Fjölmenningarþing í Reykjavík: Nítján frambjóðendur

Fyrsta fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í Borgarleikhúsinu komandi laugardag. Á þinginu fer fram kosning í fjölmenningarráð en því er ætlað er að vera ráðgefandi fyrir mannréttindaráð Reykjavíkurborgar og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Í ráðið verða kosnir fimm aðalfulltrúar og tveir varamenn og hafa 19 einstaklingar af 15 þjóðernum ákveðið að gefa kost á sér. Allir innflytjendur af erlendum uppruna sem orðnir eru 18 ára og eiga lögheimili í Reykjavík mega kjósa.

Tekjur hins opinbera hæstar árið 2006

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um tekjur hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga. Meginmarkmið ritsins er að gefa yfirlit um umfang og þróun tekna hins opinbera á árunum 1998-2009.

Stýrivextir lækka í 5,5%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 4,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 5,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, svokallaðir stýrivextir, lækka í 5,5% og daglánavextir í 7,0%.

Vatnsrennslið í Gígju enn að aukast

Vatnsrennslið úr Grímsvötnum í Vatnajökli jókst enn í nótt og áin Gígja breiðir nú úr sér á stóru svæði fyrir neðan jökulinn.

Byrjað að ryðja Holtavörðuheiðina og Víkurskarðið

Vegagerðarmenn eru byrjaðir að ryðja Holtavörðuheiðina og Víkurskarð á milli Akureyrar og Húsavíkur, en ófært varð á þessum slóðum undir kvöld í gær og ekki var hægt að hefja mokstur vegna veðurs.

Einkamálum fækkar

Um 9.700 einkamál hafa verið höfðuð fyrir héraðsdómstólum landsins fyrstu níu mánuði ársins. Það er mikil fækkun frá því á síðasta ári, þegar tæplega 17.300 mál voru höfðuð á sama níu mánaða tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt dómsmálaráðs Íslands sem unnin var fyrir Fréttablaðið.

Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk

Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna.

Skulu skoða myndir á lögreglustöð

Par sem ákært hefur verið fyrir að að taka og geyma 64 myndir af tíu ungum stúlkum þar sem þær voru í sturtu, fær ekki myndirnar, samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Segir Icelandic taka upp þvingunarkerfi

Óánægju gætir hjá forvígismönnum samtaka í sjávarútvegi með ákvörðun Icelandic Group um að innleiða svonefnda MSC-vottun í þorsk- og ýsuveiðum við Ísland.

Hótaði strokuhænum lífláti

Lögreglustjórinn á Akureyri hefur höfðað opinbert mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur konu á sjötugsaldri fyrir að hafa látið hendur skipta vegna flökkugjarnra hænsna og ferða þeirra.

Hörður hlýtur Húmanistaviðurkenninguna

Hörður Torfason tónlistarmaður hlýtur Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar í ár. Verðlaunin verða afhent á fimmtudaginn. Siðmennt segir að Hörður hafi sinnt mikilvægu og áratugalöngu starfi í þágu mannréttinda á Íslandi. Þá hlýtur Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár.

Lúlli löggubangsi fór á spítala

Lúlli löggubangsi varð fyrir smá óhappi um daginn og leitaði sér aðstoðar á Bangsaspítalanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru meiðsl hans sem betur fer ekki alvarleg og Lúlli var útskrifaður eftir að læknar og hjúkrunarfólk höfðu skoðað hann gaumgæfilega.

Landsvirkjun til bjargar Helguvík

Umframorka Landsvirkjunar og orka frá Búðarhálsvirkjun fara að hluta í Helguvík, samkvæmt nýjustu áætlun um að tryggja álverinu þar nægilega raforku. Forstjóri Norðuráls segist myndu fagna þátttöku Landsvirkjunar í verkefninu.

Holtavörðuheiðin ófær

Holtavöruheiði er ófær, en þar er stórhríð og mikill hálka, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hellisheiði. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Bröttubrekku. Hálka er á Fróðárheiði og á Vatnaleið annas hálkublettir mjög víða.

Íslendingar greiða milljarða í þróunaraðstoð

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að Íslendingar fái undanþágur frá greiðslum í þróunarsjóð EFTA. Vigdís sagði í Reykjavík síðdegis í dag að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár ætti að greiða einn og hálfan milljarð á næsta ári í þennan sjóð. „Svo alvarlegasti hlutirinn er sá að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér breytingu á EES samningnum þar sem þessar greiðslur eru lögfestar til næstu fimm ára," segir Vigdís.

Danir brutu lög

Danir hafa brotið lög með því að vísa úr landi norrænum ríkisborgurum. Þetta er niðurstaða lögfræðinga sem Norðurlandaráð fékk til að meta réttmæti aðgerða Dana.

Sjá næstu 50 fréttir