Innlent

Safnað fyrir fjölskyldu meints fjársvikamanns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Efnt var til samskota fyrir fjölskyldu mannsins sem nú hefur verið kærður fyrir fjársvik.
Efnt var til samskota fyrir fjölskyldu mannsins sem nú hefur verið kærður fyrir fjársvik.
Forsvarsmenn Hvítasunnusafnaðanna á Íslandi eru búnir að kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra Hvítasunnusafnaðanna til lögreglu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. október síðastliðinn hefur maðurinn játað að hafa dregið sér 25 milljónir króna. Þá var greint frá því að Hvítasunnukirkjan hyggðist krefjast bóta af framkvæmdastjóranum vegna fjárdráttarins.

Farið var yfir málin á safnaðarfundi í Fíladelfíu þegar að málið var gert opinbert og samkvæmt heimildum sem Vísir hefur úr kirkjunni var ákveðið á sama tíma að efna til samskota fyrir fjölskyldu framkvæmdastjórans sem á um sárt að binda vegna málsins.

Ekki er um eiginlega fjársöfnun að ræða, heldur samskot sem voru tekin einu sinni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×