Innlent

Holtavörðuheiðin ófær

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stórhríð og hálka er á Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni en hún er tekin af Geir Guðsteinssyni.
Stórhríð og hálka er á Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni en hún er tekin af Geir Guðsteinssyni.
Holtavöruheiði er ófær, en þar er stórhríð og mikill hálka, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hellisheiði. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Bröttubrekku. Hálka er á Fróðárheiði og á Vatnaleið annas hálkublettir mjög víða.

Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði, hálka og éljagangur í Ísafjarðardjúpi. Ófært og óveður er á Þröskuldum og beðið með mokstur. Hálka og óveður er á Gemlufallsheiði. Á Sunnanverður Vestfjörðum er hálka og snjókoma á Hálfdán, á Klettsháls er þungfært og óveður en hálkublettir á öðrum leiðum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi er mikill hálka í Hrútafirði og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði og á Þverárfjalli. Hálka er á Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og hálkublettir á Vatnsskarði eystra og á Oddskarði. Þungfært er á Öxi og á Breiðdalsheiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×