Innlent

Játaði að hafa ætlað að brjótast inn en var sýknaður

Gróðurhúsalampar eru stundum notaðir til þess að rækta kannabisplöntur. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint..
Gróðurhúsalampar eru stundum notaðir til þess að rækta kannabisplöntur. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint..

Karlmaður var sýknaður af innbroti í gróðurhús á Flúðum á Suðurlandi í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Maðurinn játaði að hafa ætlað að brjótast þangað inn en hvarf frá þegar þjófavarnakerfi fór í gang. Í ákæru er sagt að hann hafi ætlað að stela gróðurhúsalömpum, en slíkir lampar eru stundum nýttir til þess að rækta kannabisplöntur.

Maðurinn var samt sakfelldur fyrir umferðalagabrot en lögreglan mældi hann á 112 kílómetra hraða þar sem hann var að aka frá gróðurhúsinu. Því er honum gert að greiða 217 þúsund krónur í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×