Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 12:52 Friðrik Ottó Ragnarsson er þakklátur Starfsendurhæfingarsjóði Mynd: Virk.is Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira