Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 12:52 Friðrik Ottó Ragnarsson er þakklátur Starfsendurhæfingarsjóði Mynd: Virk.is Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira