Innlent

Rúmlega þúsund fjölskyldur þáðu mataraðstoð

Tæplega ellefu hundruð fjölskyldur þáðu mataraðstoð hjálparsamtaka í dag. Vikuleg úthlutun fór fram hjá Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar.

Samkvæmt upplýsingum þaðan er talan óvenju há miðað við fyrstu viku í mánuði. Um 510 fjölskyldur nýttu sér aðstoð Mæðrastyrksnefndar, 450 mættu til Fjölskylduhjálparinnar og rúmlega 100 fjölskyldur þáðu aðstoð frá kirkjunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×