Einkamálum fækkar 3. nóvember 2010 06:45 Símon Sigvaldason Um 9.700 einkamál hafa verið höfðuð fyrir héraðsdómstólum landsins fyrstu níu mánuði ársins. Það er mikil fækkun frá því á síðasta ári, þegar tæplega 17.300 mál voru höfðuð á sama níu mánaða tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt dómsmálaráðs Íslands sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Einkamál eru höfðuð telji einhver sig eiga kröfu á einstakling eða fyrirtæki, í langflestum tilvikum er um peningakröfu að ræða, segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs Íslands. Hann segir að smærri mál vegna lágra skulda rati í mun minna mæli til héraðsdómstóla eftir að breytingar voru gerðar á þingfestingargjaldi. Áður þurftu þeir sem höfða vildu einkamál að greiða 3.900 króna gjald til að fá málið þingfest. Í ár var gjaldið tæplega fjórfaldað, og er nú um 15 þúsund krónur að lágmarki. „Það var ótrúlega mikið af einkamálum sem vörðuðu lágar upphæðir,“ segir Símon. Langsamlega flest einkamál eru útkljáð án þess að sá sem stefnt er taki til varna, og lýkur þeim málum ekki með formlegum dómi. Starfsmaður dómsins fer yfir kröfurnar og metur hvort þær eigi við rök að styðjast. Ef svo er lýkur málinu með áritun dómstólsins sem staðfestir að kröfurnar séu teknar til greina, segir Símon. Mikil fækkun þessara minni einkamála dregur afar lítið úr álagi á dómstólana, segir Símon. Afgreiðsla þeirra hafi verið í höndum aðstoðarmanna dómara, þó dómarar beri alltaf endanlega ábyrgð á afgreiðslu málanna. „Það er vissulega jákvætt að málum fækki, en þetta þýðir auðvitað ekki að því fólki sem telur sig eiga kröfur á einhverja í samfélaginu fækki,“ segir Símon. Þetta hafi með öðrum orðum þær afleiðingar að fólk sitji uppi með smærri kröfur og geti ekki sótt rétt sinn með góðu móti sökum kostnaðar. Símon segir að þetta ætti að auka þrýstinginn á stjórnvöld um að taka upp svokallaða smámálameðferð með svipuðum hætti og gert hafi verið á hinum Norðurlöndunum. Þar getur fólk borið minni mál upp við dómstóla í gegnum vefinn án fulltingis lögmanna, og fengið úrlausn sinna mála án mikils tilkostnaðar. Vilji sá sem stefnt er bregðast við stefnunni geti hann gert það með því að setja fram sín rök í málinu í stuttu máli, sem og gögn sem styðja hans málstað. Þegar það er komið er dæmt í málinu, en haldi stefndi ekki uppi vörnum lýkur því með sama hætti og í smærri málum nú, með áritun dómstólsins. Símon segir að dómsmálaráðuneytið sé nú að meta hvort þessi leið verði farin hér á landi. Þörfin fyrir þetta úrræði hafi aukist mikið, eins og endurspeglist í tölum yfir fjölda mála. „Fólk sér einfaldlega að það er glapræði að stefna inn málum vegna lágra fjárhæða, og það þarf að vera til úrræði fyrir það fólk,“ segir Símon. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Um 9.700 einkamál hafa verið höfðuð fyrir héraðsdómstólum landsins fyrstu níu mánuði ársins. Það er mikil fækkun frá því á síðasta ári, þegar tæplega 17.300 mál voru höfðuð á sama níu mánaða tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt dómsmálaráðs Íslands sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Einkamál eru höfðuð telji einhver sig eiga kröfu á einstakling eða fyrirtæki, í langflestum tilvikum er um peningakröfu að ræða, segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs Íslands. Hann segir að smærri mál vegna lágra skulda rati í mun minna mæli til héraðsdómstóla eftir að breytingar voru gerðar á þingfestingargjaldi. Áður þurftu þeir sem höfða vildu einkamál að greiða 3.900 króna gjald til að fá málið þingfest. Í ár var gjaldið tæplega fjórfaldað, og er nú um 15 þúsund krónur að lágmarki. „Það var ótrúlega mikið af einkamálum sem vörðuðu lágar upphæðir,“ segir Símon. Langsamlega flest einkamál eru útkljáð án þess að sá sem stefnt er taki til varna, og lýkur þeim málum ekki með formlegum dómi. Starfsmaður dómsins fer yfir kröfurnar og metur hvort þær eigi við rök að styðjast. Ef svo er lýkur málinu með áritun dómstólsins sem staðfestir að kröfurnar séu teknar til greina, segir Símon. Mikil fækkun þessara minni einkamála dregur afar lítið úr álagi á dómstólana, segir Símon. Afgreiðsla þeirra hafi verið í höndum aðstoðarmanna dómara, þó dómarar beri alltaf endanlega ábyrgð á afgreiðslu málanna. „Það er vissulega jákvætt að málum fækki, en þetta þýðir auðvitað ekki að því fólki sem telur sig eiga kröfur á einhverja í samfélaginu fækki,“ segir Símon. Þetta hafi með öðrum orðum þær afleiðingar að fólk sitji uppi með smærri kröfur og geti ekki sótt rétt sinn með góðu móti sökum kostnaðar. Símon segir að þetta ætti að auka þrýstinginn á stjórnvöld um að taka upp svokallaða smámálameðferð með svipuðum hætti og gert hafi verið á hinum Norðurlöndunum. Þar getur fólk borið minni mál upp við dómstóla í gegnum vefinn án fulltingis lögmanna, og fengið úrlausn sinna mála án mikils tilkostnaðar. Vilji sá sem stefnt er bregðast við stefnunni geti hann gert það með því að setja fram sín rök í málinu í stuttu máli, sem og gögn sem styðja hans málstað. Þegar það er komið er dæmt í málinu, en haldi stefndi ekki uppi vörnum lýkur því með sama hætti og í smærri málum nú, með áritun dómstólsins. Símon segir að dómsmálaráðuneytið sé nú að meta hvort þessi leið verði farin hér á landi. Þörfin fyrir þetta úrræði hafi aukist mikið, eins og endurspeglist í tölum yfir fjölda mála. „Fólk sér einfaldlega að það er glapræði að stefna inn málum vegna lágra fjárhæða, og það þarf að vera til úrræði fyrir það fólk,“ segir Símon.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira