Innlent

Guðríður opin fyrir sameiningarviðræðum

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ, tekur vel í þær hugmyndir Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkurborgar um sameiningu Kópavogs og Reykjavíkurborgar. Hún segir þó eðlilegt að huga að auknu samstarfi áður en hægt sé að ræða sameiningu.

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, hyggst í embættistíð sinni beita sér fyrir sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Jón sagði í fréttum okkar í síðustu viku að eðlilegast væri að sameina Kópavog og Reykjavík fyrst þar sem Kópavogur væri eina sveitarfélagið nálægt Reykjavík sem hefði ekki beinlínis útilokað sameiningu.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist opin fyrir viðræðum milli sveitarfélaganna um Sameiningu. Hún segir það besta mál að huga að samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og segir sjálfsagt að undanskilja ekki höfuðborgarsvæðið þegar kemur að umræðu um sameiningu sveitarfélaga. Hvað varðar sameiningu Kópavogs við Reykjavík segist hún til í að skoða allt. Fulltrúar meirihlutanna hafi þegar hisst og rætt um samstarf á sumum sviðum, eins og í samgöngumálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×