Innlent

Þarf að afplána 600 daga fangelsi fyrir þjófnað

Maðurinn var handtekinn í Kópavogi.
Maðurinn var handtekinn í Kópavogi.

Karlmanni var gert að afplána 600 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut árið 2007 en maðurinn var handtekinn á dögunum fyrir þjófnaði í Kópavogi. Það var Hæstiréttur sem kvað upp úrskurð þess efnis í dag.

Maðurinn játaði meðal annars að hafa stolið rakspíra, belti og leðurhönskum. Maðurinn er hinsvegar grunaður um að hafa stolið mun fleiri hlutum, allt frá leikjatölvu til DVD spilara.

Hann lenti í talsverðum ryskingum við öryggisverði þegar hann var gripinn með rakspírann og töskuna.

Maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin og rauf skilorð með þjófnaðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×