Innlent

Athygli vakin á lausum tíðnum

Útvarpsstöðin Kaninn hélt upp á ársafmæli sitt í haust.
Fréttablaðið/Stefán
Útvarpsstöðin Kaninn hélt upp á ársafmæli sitt í haust. Fréttablaðið/Stefán
Viðskipti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur á því athygli í síðustu ákvörðun sinni að enn sé nokkuð af lausum tíðnum fyrir FM útvarpssendingar á höfuðborgarsvæðinu.

„En erfitt er að gefa út tæmandi lista yfir hvaða tíðnir það eru þar sem það ræðst meðal annars af staðsetningu sendis og sendistyrk,“ segir á vef stofnunarinnar.

Ábendingin fylgir ákvörðun PFS um að úthluta á ný útvarpsstöðinni Kananum tíðniheimildinni FM 100,5.

Í ákvörðun PFS segir að lagt hafi verið mat á staðsetningu sendis út frá truflanahættu, sendistyrk og mögulegri geislunarhættu, sérstaklega þar sem sendistaðurinn sé á einu af útivistar­svæðum höfuð­borgarsvæðisins, í Bláfjöllum.

„PFS hefur í hyggju að veita leyfið til ÚÍ1 ehf. [rekstrarfélags Kanans] tímabundið í eitt ár gegn því skilyrði að sendirinn verði færður frá núverandi stað á nýjan stað sem talinn er í öruggri fjarlægð frá vinnusvæði starfsmanna í Bláfjöllum og umferð skíðafólks en einnig lengra frá öðrum fjarskiptavirkjum á svæðinu,“ segir í ákvörðun PFS. Hagsmunaaðilar fá frest til fimmta næsta mánaðar vilji þeir gera athugasemdir við ráðstöfun tíðniheimildarinnar. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×