Innlent

Fengu verðlaun fyrir Inspired by Iceland herferðina

Herferðin vakti heimsathygli.
Herferðin vakti heimsathygli.

Ráðstefnuskrifstofa Íslands (RSÍ) og Inspired By Iceland verkefnið báru sigur úr bítum í úrslitum markaðsverðlauna ICCA-samtakanna fyrir Inspired by Iceland herferðina.

ICCA eru stærstu alþjóðlegu samtök aðila á ráðstefnu og hvataferðamarkaðinum samkvæmt fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu.

Verðlaunin voru afhent í dag í Hyderabad á Indlandi.

Verðlaunin tengjast Inspired by Iceland verkefninu og hvernig aðildarfélagar RSÍ brugðust við þeim vanda sem eldgosið í Eyjafjallajökli skapaði.

ICCA eru sem fyrr segir stærstu alþjóðleg samtök aðila á ráðstefnu og hvataferðamarkaðinum. Meðlimir eru um 900 talsins í 86 löndum um allan heim. Verðlaunin sem um ræðir nefnast „Best Marketing Award" og eru veitt til aðila sem þykir hafa staðið sig framúrskarandi vel í að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×