Innlent

Suðvesturhornið áfram friðað

Umhverfisstofnun lokar á rjúpnaveiðimenn á öllum Reykjanesskaga og að vesturbakka Ölfusár og Sogs og yfir í Hvalfjörð eins og sést á kortinu.
Mynd/Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun lokar á rjúpnaveiðimenn á öllum Reykjanesskaga og að vesturbakka Ölfusár og Sogs og yfir í Hvalfjörð eins og sést á kortinu. Mynd/Umhverfisstofnun
Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 5. desember.

Að því er kemur fram á vef Umhverfisstofnunar er áfram friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi og enn er í gildi sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum. Samtals verður leyft að veiða í átján daga sem bundnir eru við föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu.

„Rjúpnaskyttur eru sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar sem hvetur veiðimenn til að ganga vel um náttúruna og kynna sér hvar þeir mega veiða.

Þá eru rjúpnaveiðimenn hvattir til notkunar á rafrænni veiðibók þar sem hægt er að skrá afla, tíma og koma á framfæri athugasemdum. „Þegar veiðimaður skráir afla getur hann séð ýmsar upplýsingar, svo sem hve margir skrá veiði þann dag, samtals veiði þann dag, samtals fjölda kukkustunda og meðalveiði svo eitthvað sé nefnt,“ segir Umhverfisstofnun. - gar / sjá síðu 50



Fleiri fréttir

Sjá meira


×