Innlent

Franskt herskip til Íslands

Skipið Latouche-Trévill er kafbátaeftirlitsskip frá franska sjóhernum.
Skipið Latouche-Trévill er kafbátaeftirlitsskip frá franska sjóhernum.

Á laugardaginn mun franska skipið Latouche-Tréville leggja að höfn í Reykjavík. Skipið, sem er kafbátaeftirlitsskip frá franska sjóhernum, mun vera við bakka í Sundahöfn til 8. júní. Viðkoma þess í Reykjavík er hluti af venjubundnum verkefnum þess á norðurslóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Skipið er 139 metrar að lengd og vegur 4800 tonn. Áhöfnin telur 248 meðlimi. Skipstjóri þess er Denis Bertrand.

Skipverjar Latouche-Tréville munu taka þátt í hátíðarhöldum í Reykjavík í tilefni sjómannadagsins sunnudaginn 6. júní.

Skipið er opið fyrir frjálsar heimsóknir almennings sunnudaginn 6. júní, milli klukkan 14 og 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×