Segir Kredia ekki herja á 18 ára ungmenni 3. júní 2010 13:05 Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri sms-lánafyrirtækisins Kredia, hefur óskað eftir fundi með viðskiptaráðherra. Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri sms-lánafyrirtækisins Kredia, segir það rangt hjá framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna að Kredia hafi sent markpóst á 18 gömul ungmenni. Hið rétta sé að markpóstur var sendur til tvítugs fólks. Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagði þetta í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún sagði að markaðssetning til ungmenna væri siðlaus. Leifur segir í samtali við Vísi.is að fyrirtækið herji ekki á 18 ára ungmenni. Sá aldurshópur telji einungis 1,4% af viðskiptavinum Kredia. Sms-lánin eru of stutt til flokkast sem neytendalán en þau eru til 15 daga og heyra því ekki undir Fjármálaeftirlitið. Leifur segist taka heilshugar undir þá gagnrýni að umgjörðin á sms lánunum þurfi að skýra betur. Aðspurður hvort það kæmi sér illa fyrir Kredia ef fyrirtækið yrði sett undir Fjármálaeftirlitið segir hann "alls ekki." Hann segir reyndar að Kredia heyri að vissu leyti undir Fjármálaeftirlitið. „Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með fjarsölu á fjármálaþjónustu og við uppfyllum öll þau skilyrði," segir hann.Hefur óskað eftir fundi með ráðherra Leifur segist hafa óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra í febrúar en ekkert hafi orðið af þeim fundi. Nú hefur hann komist að því að þessi málefni heyri undir viðskiptaráðuneytið og hefur því óskað eftir fundi með efnahags- og viðskiptaráðherra, til þess að fara yfir þessi mál og koma á betri rammi utanum þessa starfsemi. „Við höfum haft áhyggjur af því að óábyrgir aðilar komi á markaðinn," segir hann. Leifur segist hafa átt fundi með talsmanni neytenda, fyrst í október í fyrra. Einnig hafi hann rætt við Neytendastofu og Fjármálaeftirlitið. Hann segist skilja vel áhyggjur fólks af sms-lánum. Reynslan af þeim á Norðurlöndum sé ekki nógu góð; þar hafi ungmeni lent í skuldavandræðum. Hann segir hinsvegar viðskiptamódel Kredia og Hraðpeninga, sem er keppinauturinn, komi í veg fyrir slíkt. Fyrst sé einungis hægt að fá 10 þúsund króna lán, gangi það vel hækkar lánsheimildin í 20 þúsund, því næst 30 þúsund og fer hæst í 40 þúsund. Skuldin verði því aldrei hærri en 49.510 krónur með viðskiptakostnaði. Tengdar fréttir Smálán til ungmenna siðlaus Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir markaðssetningu smálánafyrirtækja til ungmenna siðlausa. Neytendasamtökin hafi ítrekað skorað á viðskiptaráðherra að bregðist við málinu en engin viðbrögð fengið 2. júní 2010 18:51 Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum Neytendasamtökin segja sláandi að smálánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. 1. júní 2010 13:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri sms-lánafyrirtækisins Kredia, segir það rangt hjá framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna að Kredia hafi sent markpóst á 18 gömul ungmenni. Hið rétta sé að markpóstur var sendur til tvítugs fólks. Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagði þetta í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún sagði að markaðssetning til ungmenna væri siðlaus. Leifur segir í samtali við Vísi.is að fyrirtækið herji ekki á 18 ára ungmenni. Sá aldurshópur telji einungis 1,4% af viðskiptavinum Kredia. Sms-lánin eru of stutt til flokkast sem neytendalán en þau eru til 15 daga og heyra því ekki undir Fjármálaeftirlitið. Leifur segist taka heilshugar undir þá gagnrýni að umgjörðin á sms lánunum þurfi að skýra betur. Aðspurður hvort það kæmi sér illa fyrir Kredia ef fyrirtækið yrði sett undir Fjármálaeftirlitið segir hann "alls ekki." Hann segir reyndar að Kredia heyri að vissu leyti undir Fjármálaeftirlitið. „Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með fjarsölu á fjármálaþjónustu og við uppfyllum öll þau skilyrði," segir hann.Hefur óskað eftir fundi með ráðherra Leifur segist hafa óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra í febrúar en ekkert hafi orðið af þeim fundi. Nú hefur hann komist að því að þessi málefni heyri undir viðskiptaráðuneytið og hefur því óskað eftir fundi með efnahags- og viðskiptaráðherra, til þess að fara yfir þessi mál og koma á betri rammi utanum þessa starfsemi. „Við höfum haft áhyggjur af því að óábyrgir aðilar komi á markaðinn," segir hann. Leifur segist hafa átt fundi með talsmanni neytenda, fyrst í október í fyrra. Einnig hafi hann rætt við Neytendastofu og Fjármálaeftirlitið. Hann segist skilja vel áhyggjur fólks af sms-lánum. Reynslan af þeim á Norðurlöndum sé ekki nógu góð; þar hafi ungmeni lent í skuldavandræðum. Hann segir hinsvegar viðskiptamódel Kredia og Hraðpeninga, sem er keppinauturinn, komi í veg fyrir slíkt. Fyrst sé einungis hægt að fá 10 þúsund króna lán, gangi það vel hækkar lánsheimildin í 20 þúsund, því næst 30 þúsund og fer hæst í 40 þúsund. Skuldin verði því aldrei hærri en 49.510 krónur með viðskiptakostnaði.
Tengdar fréttir Smálán til ungmenna siðlaus Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir markaðssetningu smálánafyrirtækja til ungmenna siðlausa. Neytendasamtökin hafi ítrekað skorað á viðskiptaráðherra að bregðist við málinu en engin viðbrögð fengið 2. júní 2010 18:51 Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum Neytendasamtökin segja sláandi að smálánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. 1. júní 2010 13:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Smálán til ungmenna siðlaus Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir markaðssetningu smálánafyrirtækja til ungmenna siðlausa. Neytendasamtökin hafi ítrekað skorað á viðskiptaráðherra að bregðist við málinu en engin viðbrögð fengið 2. júní 2010 18:51
Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum Neytendasamtökin segja sláandi að smálánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. 1. júní 2010 13:33