Öryggi aukið vegna harðari brotamanna 4. júní 2010 07:00 Myndavélabúnaður í fangelsum landsins hefur verið endurbættur og endurbætur einnig gerðar á eftirlitskerfum. Myndin er frá Litla-Hrauni. Öryggisbúnaður í fangelsum landsins hefur verið efldur verulega að undanförnu, þar sem harður hópur brotamanna afplánar nú refsingu í sumum þeirra, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í lok síðustu viku var lokið við að setja upp svokallað Tetra-kerfi í öllum fangelsum landsins. „Í því felst aukið öryggi og við getum nú haft beint samband við aðrar öryggisstofnanir, svo sem Almannavarnir, lögreglu, sjúkralið, slökkvilið og svo framvegis," segir Páll. „Þetta eru því mikil tímamót fyrir okkur." Að auki er verið að endurnýja allan búnað sérsveitar fangavarða, bæði tæki og klæðnað. Þá er verið að endurnýja annan búnað svo sem flutningshandjárn. Loks hefur myndavélabúnaður í fangelsunum verið endurbættur og eftirlitskerfið bætt. „Þetta miðar allt að því að auka öryggi starfsmanna okkar, svo og fanga," segir Páll. „Við viljum tryggja að okkar fólk sé alltaf í stakk búið til að takast á við erfið verkefni." Ofangreint Tetra-kerfi er fullkomnasti samskiptabúnaður sem völ er á að sögn Páls. Lögregla hefur notað hann allmörg undanfarin ár. „Með tilkomu þessa búnaðar blasir allt annar veruleiki við starfsfólki fangelsanna," segir Páll. „Ef fangi strýkur getur fangavörður, sem á eftir honum fer, ýtt á einn hnapp og er þá kominn í samband við alla lögreglu landsins. Áður þurfti að fara í gegnum síma til lögreglu og svo þaðan til staðarlögreglu. Þetta kerfi er mjög einfalt í notkun og gríðarlega öruggt. Sem dæmi um gagnsemi þessa búnaðar má nefna að þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir 2008 varð Litla-Hraun algjörlega samskiptalaust við umheiminn í nokkrar klukkustundir, þar sem okkar kerfi hrundi," bætir Páll við." Hefðum við haft Tetra-kerfið þá hefðum við verið í beinu sambandi við lögreglu og aðrar öryggisstofnanir." jss@frettabladid.is Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Öryggisbúnaður í fangelsum landsins hefur verið efldur verulega að undanförnu, þar sem harður hópur brotamanna afplánar nú refsingu í sumum þeirra, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í lok síðustu viku var lokið við að setja upp svokallað Tetra-kerfi í öllum fangelsum landsins. „Í því felst aukið öryggi og við getum nú haft beint samband við aðrar öryggisstofnanir, svo sem Almannavarnir, lögreglu, sjúkralið, slökkvilið og svo framvegis," segir Páll. „Þetta eru því mikil tímamót fyrir okkur." Að auki er verið að endurnýja allan búnað sérsveitar fangavarða, bæði tæki og klæðnað. Þá er verið að endurnýja annan búnað svo sem flutningshandjárn. Loks hefur myndavélabúnaður í fangelsunum verið endurbættur og eftirlitskerfið bætt. „Þetta miðar allt að því að auka öryggi starfsmanna okkar, svo og fanga," segir Páll. „Við viljum tryggja að okkar fólk sé alltaf í stakk búið til að takast á við erfið verkefni." Ofangreint Tetra-kerfi er fullkomnasti samskiptabúnaður sem völ er á að sögn Páls. Lögregla hefur notað hann allmörg undanfarin ár. „Með tilkomu þessa búnaðar blasir allt annar veruleiki við starfsfólki fangelsanna," segir Páll. „Ef fangi strýkur getur fangavörður, sem á eftir honum fer, ýtt á einn hnapp og er þá kominn í samband við alla lögreglu landsins. Áður þurfti að fara í gegnum síma til lögreglu og svo þaðan til staðarlögreglu. Þetta kerfi er mjög einfalt í notkun og gríðarlega öruggt. Sem dæmi um gagnsemi þessa búnaðar má nefna að þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir 2008 varð Litla-Hraun algjörlega samskiptalaust við umheiminn í nokkrar klukkustundir, þar sem okkar kerfi hrundi," bætir Páll við." Hefðum við haft Tetra-kerfið þá hefðum við verið í beinu sambandi við lögreglu og aðrar öryggisstofnanir." jss@frettabladid.is
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira